Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 29

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 29
AFMÆLISRIT BALDURS 23 Þegar jiessu hafði öllu verið haganlega, fyrir komið, mátti síldin koma, og sannarlega kom hún líka þetta sumar. Áður en ég held lengra, ætla ég að lýsa í lielztu atriðum vinnunni eins og hún gekk til á flestum síldarplönum um þessar mundir. Þegar síldin kom, var mikið um að vera. Það mátti segja, að allt kæmist i uppnám. Verkstjórinn gaf skipanir sínar í allar áttir, sendi „ræsarann“ eftir stelpunum, sem oft áttu heima úti í bæ, og skipaði hverjum manni að sínu verki. Mér, nýliðanum, leizt ekki rétt vel á ástandið, og ekki tók lietra við, þegar blessaður verkstjórinn kallaði til mín og sagði mér, að það væri líklega bezt, að ég væri „blikkari" í þetta sinn, og skyldi ég vera ])að framvegis, þegar söltun stæði yfir. Svo ég átti þá að vera „blikkari“ allt sum- arið, þegar söltun stóð yfir. Ég skildi ekki vel, livað þessi „blikkaratitill“ þýddi, og óskaði ])ess af heilum hug, að ég hefði æft mig bet- ur í blikki um veturinn, því helzt datt mér í hug, að ég ætti að labba um planið og hlikka stelpurnar við kassana, ja — svona heldur þægilega, svo þær yrðu ánægðari við vinnuna og kepptust við að koma síldinni frá, og gætu komist sem fyrst á kaffihúsin á kvöldin. Nú fóru fyrstu stúlkurnar að tínast fram á planið og velja sér pláss við kassana, og ég verð að játa það, að ég taldi alveg vonlaust, að ég gæti blikkað þær allar jafn blíðlega, hvað feginn sem ég vildi, þótt mér væri borgað fyrir það. Ég þagði og lét ekki fávizku mína í ljós, og nú kom hinn grái veruleiki til sögunnar. Verkstjórinn kallaði á mig inn 1 sluir og afhenti mér fjöldamarg- ar hlikkplötur. Sagði hann mér að láta. hverja stúlku fá eitt hlikkmerki fyrir hverja tunnu, sem ég tæki frá þeim. Hann áminnti mig um að fara varlega með merkin, varast sumar stúlkurnar, því að þær mundu ef til vill heimta af mér merki, þótt ég væri búinn að afhenda það, og reyndist hann sannspár um það efni. Ég hélt nú fram að kössunum með blikk í vasanum og góð ráð í kollinum. Nú höfðu allar stúlkurnar tekið sér stöðu við kassana, og biðu þess óþreyjufullar, að verkstjórinn gæfi þeim merki um, að þær mættu byrja, en það var föst regla, að allar urðu að byrja jafn sncmma að kverka. Ég tók samt eftir því, að sumar stúlkurnar læddu hendinni of- an í kassann, völdu feita og fallega sild og kverkuðu hana, svona til að reyna hitið i klippunum. Nú gaf verkstjórinn merkið, og eins og einn maður réðust stúlkurnar á síldina i kössunum. Með festu og alvörusvip hömuðust þær við kverkunina. Þetta var ákvæðisvinna, og engin vildi verða seinust. Nú var ein tunnan full, svo að ég kallaði á keyrarann. En nú sá ég, mér til mikillar skelf- ingar, að hver tunnan af annari fylltist, og alls staðar kváðu við köllin: „Taka tunnu“. „Nei, taka tunnu hér“. „Tóma tunnu og salt“. Af öllu þessu varð hinn mesti hávaði, og mér datt ekki annað í hug, en að allt myndi enda með skelfingu. Keyrararnir voru þessu van- ari en ég og kváðu þetta allt í bezta lagi. Þeir hlupu með „trillurnar“ og settu tunnurn- ar í beinar raðir uppi á planinu. Á þessu plani voru notaðar tunnutrillur þannig gerð- ar, að annar maður varð að halla tunnunni og snúa henni um leið, svo að hún settist á slá eða pall neðst á trillunum, síðan var gjörð slegið fram yfir tunnuna, og sat hún þá föst. Þannig var svo tunnunni keyrt þangað, sem hún átti að standa, þar til tilsláttur fór fram, og gat einn maður auðveldlega losað sig við tunnuna, en oft var þó maður hafð- ur til að færa þær betur saman, einkum ef lítið var um pláss. Þeir, sem eldri voru i síld- inni en ég, sögðu mér, að áður hefðu tunn- urnar verið dregnar á svigaböndum eftir plan- inu, og dró þá einn svigaböndin, en ann- ar ýtti á eftir. Stúlkunum var sagt að salta kúf ofan á hverja tunnu, og átti ég að passa, að kúfur- inn væri nógu stór. Vildu sumar stúlkurnar koma sér hjá þessu, enda erfitt að láta síld- ina tolla, einkum ef saltskammturinn var

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.