Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 30

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 30
24 AFMÆLISRIT BALDURS genginn til þurrðar. Varð því að setja poka yfir hverja tunnu um leið og hún var tekin frá kössunum. Samt fór mikið af síldinni til spillis út um allt plan, og varð það bæði til óþæginda og mikilla óþrifa. Síðar komu hringirnir til sögunnar, og voru ])eir bæði til þrifa og þæginda. Söltunin var nú í fullum gangi. Ég gekk á röðina, tók frá tunnur „blikkaði" stúlkurnar, sumar í stígvélið, en aðrar höfðu saúmað sér vasa í hlífðarföt' sín. Ennfremur átti ég að setja tóma tunnu í staðinn og merkja hana með númeri hverrar stúlku. Vandist ég þessu fljótt og vissi nákvæmlega númer hverrar stúlku, þótt eigi vissi ég nöfn þeirra. Man ég sérstaklega eftir því, að nokkrum árum seinna vék sér að mér stúlka og heilsaði mér með nafni, en ég vissi ekkert um ungfrúna. ann- að en það, að hún hafði verið nr. 53 á vissu síldarplani sumarið 1928. Nú kom síldin daglega, en þó ekki svo mikil, a.ð við hefðum ekki nægilegan svefn- frið. Hjá okkur lögðu aðallega upp rekneta- bátar, og komu þeir vanalega fyrri part dags. Var því söltun lokið snemma. Þá var gengið í að þrífa undan kössunum, pækla og laga ofan á tunnunum og slá til. Síðan var tunn- unum velt upp fyrir ])lanið, stundum í tvær og þrjár raðir á hæð, og þar hiðu þær svo eftir útskipun. öll þessi vinna féll mér vel, enda ágætir vinnufélagár, og svo var óvenjulega gott veð- ur á Siglufirði þetta sumar. Nú kom tunnuskip með tómtunnur og salt. Var það losað við bryggjuna lijá okkur. Fór vinnan þannig fram, að rekin voru saman horð, og búnir til svonefndir sliskar, var svo tóm tunna sett undir annan endann og tunn- urnar settar þar á. Ultu þær þá góðan spöl, en nálægt því, sem þær námu staðar, var fyrir annar maður með sama úthúnað, og svo koll af kolli, þar til tunnan kom að stafl- anum, þar sem þeim var hlaðið upp. Oft fóru tunnurnar ýmsar krókaleiðir, ef einhver ó- jafna varð fyrir þeim, og var þá snúnings- samt að elta þær um planið. Þetta var furðu erfið vinna og erilssöm, en enginn vildi láta. safnast fyrir hjá sér. Þegar búið var að losa skipið, tók það full- fermi af síld. Var sumu al' síldinni velt fram að skipshlið, en stundum kom það fyrir, að flytja varð síldina fram á sundið á stórum lestarprömmum, og var það hinn mesti tví- verknaður. Nú mun öll útskipun síldar fara fram á bílum. Skönnnu eftir að stóri tunnustaflinn kom, gerðist dálítið atvik, sem margir höfðu gam- an af. Vinnan hafði verið nokkru meiri en venjulega, og því minna um hvíld. Höfðum við það fyrir fasta reglu að leggja okkur í matartímanum. Einn daginn, þegar við kom- um frá mat, vantaði einn af félögum okkar. Hans var víða leitað, en árangurslaust, og hættu menn svo leilinni. Seint um daginn er ég sendur upp í stóra tunnustaflann, til að henda niður nokkrum tunnum. Sá ég þá, að maður svaf uppi á staflanum. Þar var þá kominn vinur okkar, sem við höfðum leitað að, og hafði honum sofnast vel í öllum hávað- anum, sem í kringum hann var. Alltaf var síldveiðin að aukast, og gömlu mennirnir voru farnir að tala um „Törnina“. Það var eitthvað voðalegt við þetta orð. Og allir, sem lent höfðu í „Törn“, og það voru víst allir, nema ég, höfðu ýmsar sögur að segja frá henni. Ég sá þvi, að þetta var eitt af því óhj ákvæmilega, og hugsaði mér að taka öllu með þögn og þolinmæði. Og áður en ég vissi af, var þessi voðalega „Törn“ komin, og hafði meira að segja staðið í hálfan mánuð. Allan þann tíma var mikið að gera og lítið um svefn, mest fengum við að sofa. fjórar klst. í sólarhring. Einhverjum finnst nú þetta ekki umtalsvert, og að svefninn hafi verið mcir en nógur. En þetta var nú samt „Törnin“ hjá okkur þetta sumar, og víst er um það, að þá hcfði ég þegið meiri hvíld, og oft veittist mér þá erfitt að komast fram úr rúminu og í fötin, og svo var um fleiri.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.