Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 31

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 31
AFMÆLISRIT BALDURS 25 Ég ætla nú að segja ykkur, hvernig skildi með mér og „Törninni". Þegar hrota þessi hafði staðið 12 daga, ])óttumst við loks fara að eygja endalok henn- ar. Vinnu var nú lokið kl. 3 um nóttina, og allir hröðuðu sér heim í rúmið. En Adam var ekki lengi í Paradís. Vökumaðurinn var kom- inn og gekk á milli rúmanna, til að vekja okkur. Hann kom mér einhvernveginn i skiln- ing um það, að nú væri komin síld, og allir ættu að koma út. Eg komst einhvernveginn fram úr rúminu, en nú var mér næst skapi að hætta við allt saman, enda hafði ég ekki sofið nema 10 mínútur. Svo fór fleirum en mér, og margir sofnuðu aftur, þyljandi ó- skiljanlegar þulur. Einn var að minnsta kosti staðinn að því, að svara fyrir sig á latínu, en þegar hann var vel vakandi sór hann og sárt við lagði, að slíkt guðamál talaði hann ekki með réttu ráði. Þegar ég var að leggja mig aftur, kom verkstjórinn í dyrnar og bað nú hvern að duga sér. Ég komst einhvernveginn að þessu, og varð endirinn sá, að ég skreiddist út á plan og heint að vatnsleiðslnnni, skrúfaði frá krananum og rak hausinn undir bununa. Við þetta vaknaði ég. Þessa nótt átti að krydd- salta, og átti ég að keyra kryddhjóðunum úr húsinu, þar sem kryddsaltið var hrært, til stúlknanna. Þetta var verk, sem vel var hægt að halda sér vakandi við, en ver gekk þeim, sem í húsinu voru, og minnist ég sérstaklega eins l'élaga míns, sem átti að hræra kryddið. Eitt sinn, þegar ég kom inn í húsið, svaf hann svefni hinna réttlátu upp við saltpokana rétt við dyrnar. Ég gaf honum spark um leið og ég kom inn úr dyrunum, því bæði var það, að mér leiddist að sjá hann sofa svona ró- lega, og svo hitt, að hlessaðar stelpurnar, sem enn mættu við kassana, voru dálítið skap- styggar, og því eins gott að láta ekki standa á kryddsaltinu. Þctta gekk samt allt saman slysalaust, en oft mátti ég ýta við kryddaran- um við dyrnar. Nú var klukkan orðin sjö, og því dag- vinnutími kominn. Var því ekki um annað að gera en halda vinnunni áfram. Þessi dag- ur varð okkur mjög erfiður, en nú fór veður versnandi, og skipin héldu sig í höfn, svo út- lit var fyrir hvíld næstu nótt. Við áttum að hætta vinnu klukkan sex, en klukkan finun kom inn eitt skipið okkar með sextiu tunnur. Þegar sildin hafði verið skoðuð, var ákveðið að salta hana. Ekki varð ég neitt hrifinn af Jjeirri ráðstöfun, því nú var svo komið, að ég vildi heldur svefn en peninga. Samt hélt ég áfram, þar til lokið var að salta af hátnum. Við urðum víst allir hvíldinni fegnir, og af mér er það að segja, að ég sofnaði þegar i stað, er heim kom, og svaf langt fram á næsta dag. Var mér sagt, að ekki hefði verið nokkur leið að vekja mig. Ekkert var um þetta fengist, þótt ég mætti ekki til vinnunnar, enda barst nú engin sild að landi. Eftir þessa síldarhrotu var lítið um síld. Leið svo fram i miðjan september, en þá gerði ég upp siunarkaupið, og reyndist það tæpar níu hundruð krónur eftir tveggja mán- aða strit, og þótti það gott í þá daga. Þótt vinnan þetta sumar væri oft erfið, féll mér hún samt ágætlega, og ég hefi aldrei stundað aðra vinnu, sem mér hafi þótt skemmtilegri en síldarvinnan. Ragnar G. Guðjónsson. Allsherjar atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun. Fyrir nokkrum dögum fór fram allsherjar- atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun i Verka- lýðsfélaginu Skjöldur á Flateyri. 64 greiddu atkvæði með vinnustöðvun, en tveir voru á móti. Á Flateyri mun þvi hefjast verkfall þann 3. apríl, ef samningar hafa eigi náðst fyrir þann tíma. Verlcalýðsfélagið á Hólmavík hefir sam- þykkt vinnustöðvun á sínu félagssvæði, er kemur til framkvæmda þann 4. apríl, hafi samningar þá eigi náðst.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.