Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 32
26
AFMÆLISRIT BALDURS
Gunnar Bjarnason:
Minning þeirra mun iifa.
Ég fullyrði, að árið 1916 sé eitt hið merk-
asta og happadrýgsta í sögu íslenzku ])jóð-
arinnar.
Á þessu ári, eftir að heimsstyrjöldin fyrri
hafði staðið ^d'ir i um það l)il tvö ár með öll-
um þeim ógnum og hörmungum, sem af
henni leiddi yfir íslenzkan verkalýð, samfara
innlendri harðýðgi hins illræmda atvinnurek-
endavalds gegn vinnustéttum landsins, gerð-
ist það, að íslenzkur verkalýður, sem allt
fram að þeim tíma, hafði orðið að þola
margra ára kúgun, vildi ekki lengur beygja.
sig í auðmýkt undir ok valdhafanna, heldur
reis upp, já, gerði uppreisn gegn rikjandi
þjóðíelagsástandi eins og það hafði verið
fram til þess tíma, og stofnaði undir forustu
hugdjarfra og baráttufúsra, manna allsherjar-
samtök verkalýðsins, Alþýðuflokkinn og Al-
þýðusamband Islands, hinn 12. marz 1916.
Með stofnun þessara félagssamtaka var
baráttan hafin fyrir bættum kjörum og
auknum mannréttindum.
Alþj'ðan hafði fundið sinn vitjunartíma,
l)lóðið svall og ólgaði í æðum hins íslenzka
verkalýðs. Þrældómshlekkirnir voru tættir í
sundur hver af öðrum, og frelsishreyfingin
harst óðfluga út um allt hið hyggða ból Is-
lands. — Hér í bænum höfðu um þessar
mundir verið uppi meðal verkamanna á-
kveðnar raddir um það, að ekki væri lengur
hægt að una við ríkjandi ástand i málum
verkafólksins. Vinnutíminn var óhóflega lang-
ur, kaupgjaldið alltof lágt og aðbúnaður all-
ur við vinnu á vinnustöðvum fyrir neðan all-
ar hellur, og þar á ofan var litið á verkalýð-
inn, af atvinnurekendum og öðrum ráða-
mönnum bæjarins, nálega sem skynlausar
skepnur, er ekki hefðu ástæðu né rétt til að
kvarta yfir kjörum sinum og aðbúð. Verka-
mönnum var þá þegar fullkomlega Ijóst, að ef
breyting á högum fólksins ætti að eiga sér
Gunnar Bjarnason
skrifstofusíjóri Baldurs
stað, gæti það því aðeins orðið, að þeir mynd-
uðu með sér allsherjarsamtök, til þess að
knýja fram breytingar með sameiginlegu á-
taki allra vinnandi manna., ef ekki fengist
með öðru móti.
Hinn 1. april 1916 koma svo nokkrir verka-
menn saman á fund og stofna Verkalýðsfé-
lagið Baldur.
Með stofnun þessa félags hefst nýr kapituli
í sögu verkalýðsins á Isafirði. Framundan
voru mörg verkefni, sem biðu úrlausnar. Bar-
áttan hófst fyrir alvöru. Aannarsvegar var
Verkalýðsfélagið Baldur ungt, fámennt og
veikburða, en hinsvegar íhaldið, með at-
vinnurekendavaldið óskipt á hak við sig. Ég
ætla ekki í þessari stuttu grein, að lýsa þeim
átökum, sem hér fóru á eftir, eða allri þeirri
miskunnarlausu grimmd, og ofsóknum þeim,
sem frumherjar verkalýðssamtakanna hér í
hænum urðu að þola af hinum kaldrifjuðu
afturhaldsseggjum, sem einir töldu sig hafa
rétt til þess að ákveða kaup og kjör hins
vinnandi fólks. Sú saga mun að sjálfsögðu
verða skráð á hin gullnu spjöld sögunnar á
sínum tíma.
Árin liðu, — og i dag er Verkalýðsfélagið
Baldur 30 ára.