Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 33
AFMÆLISRIT BALDURS
27
I dag mun ísfirzkur verkalýður minnast 30
ára sigursællrar baráttu félags síns fyrir bætt-
um kjörum og margháttuðum réttindum til
handa verkalýð þcssa bæjar, en um leið og
við minuumst glæstra sigra, ber okkur einnig
skylda til að minnast þeirra manna, sem
fyrstir hófu merkið á loft, þeirra manna, sem
ótrauðir og fullir af lífsþrótti og baráttuvilja
lögðu til orustu við ofureflið, og ruddu braut-
ina til sigurs. Margir af þessunr hetjum
verkalýðhreyfingarinnar eru nú horfnir af
sjónarsviðinu, sumir fyrir aldur fram vegna
fórnfúsrar baráttu í þágu stéttar sinnar. Þess-
ara manna er okkur ljúft og skylt að minn-
ast í dag með virðingu og þakklæti fyrir
unnin afrek, en bezt getum við miunst þeirra
með því að verja þá sigra, sem unnir voru,
og þann málstað, sem þeir fórnuðu lífi og
kröftum fyrir. Vér getum minnst þeirra og
launað þeim starfið með því að halda áfram
baráttunni i verkalýðsfélögunum, þar til loka-
markinu verður náð með fullum sigri jafn-
aðarstefnunnar á Islandi.
En það megurn við vita, að sá sigur vinnst
aldrei án verkalýðsbaráttu.
Að svo mæltu óska ég Verkalýðsfélaginu
Baldri til hamingju með 30 ára afmælið og
bið því gæfu og gengis á ókomnum árum.
Gunnar Bjarnason,
skrifslofustjóri Baldurs.
Geigað frá settu marki.
Missti’ ég þor er mest á reið
— máðust spor að vonum —
og hef borist út af leið
i æfi torfæronum.
Staka.
Auðvaldsklóin af mér dró
efnaskó og brækur,
er ég þó á æfisjó
ennþá nógu sprækur.
G. Geirdal.
Helgi Jónsson, frá Súðavík:
Verkalýðsfélagið JBaldur
Afmælisljóð 1. apríl 1946.
Nú er vor yfir bæ;
kemur sumar um sæ;
glytra sólblik um himinsins tjöld.
Því skal frelsisins rún
blakta hægt við hvern hún,
til að hylla þín ginnhelgu völd.
Eftir þrjátíu ár,
eftir þrautir og sár,
gleðst hin þrautpínda, kúgaða stétt.
Því að afl hennar eitt
gelur aðstæðum breytt,
svo að allt verði gjört, sem er rétt.
Nú slcal glymjandi lag
efla gleðinnar brag,
sýna glitrandi minninga-spjöld.
Yfir byggðir og ból
móti brosandi sól
brýzt nú söngrödd vor marg hundrað föld.
Yfir ljóselskan lýð
ljómi vorsólin blíð,
lifi framtak þitt, djarfhuga sveit.
Sýndu ættarlands mót,
bind ei fjötur um fót,
meðan frjálst er á íslenzkum reit.
Þér til heilla í dag
glymji gleðinnar lag,
geymi framtíðin lireysti og þor.
Lifi áfram þín verk,
sértu voldug og sterk.
Verði öllum til heilla þín spor.