Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 35
AFMÆLISRIT BALDURS
29
að gera. — Þá skeður það undarlega — það
mætir ekki, og alltof víða, ekki nóg með það,
heldur kastar steinum á bak þeirra manna,
sem liaí'a flutt þeim áðurnefnd hlunnindi í
bú. Sé þetta fólk óánægt með þessa menn,
því finnist störfum þeirra og stjórn ábóta-
vant, þá ber því skylda til að krefja þá um
yfirbót. - Hver sá, sem situr beima og deilir
á menn eða málefni, en neytir ekki réttar
sins á opinberum vettvangi, hann er meira
en samsekur, — hann vefur sig druslum q-
hreinlyndis, og viðbjóður annara leggst hon-
um á herðar.
Slík framkoma er félagslegur vanþroski.
Félagsþroski er bitt að taka virkan þátt í störf-
um félagsins. Halda uppi sókn og vörn fyrir
bverju því máli, sem til sigurs skal borið. Þá
liggur í augum uppi, að friunskilyrðið er að
mæta, þegar lúðrar félagsins eru þeyttir. Eng-
in tillaga er svo smávægileg, að hún geri ekki
gagn, sé lienni beint í rétta átt, og á atkvæði
manns einu saman er kannske hagur framtíð-
arinnar reistur, eða öfugt. En þess neytir eng-
inn, sem heima situr.
f Hávamálum segir meðal annars:
„Haltr ríðr hrossi,
hjörð rekr handar vanr
daufur vegr ok dugir;
blindr es betri,
an brendr séi;
nýtr manngi nás.“
Ekkert gagn er í manni dauðum, segja þau.
Alveg sama gildir um þá félags-meðlimi, sem
sitja heima, án þess að vera löglega forfall-
aðir, en slíkt getur auðvitað alla hent, enda
engum ámælt fyrir.
Nú 1. apríl er stærsta stéttarfélag fsafjarð-
ar 30 ára gamalt. Við, sem þá erum meðlim-
ir í Baldri, ættum að lofa sjálfum okkur því
að sofa ekki á verðinum, hvorki á innbyrðis-
vettvangi eða. útífrá. Sýna félagslegan þroska
með því að vera af líf og sáf í starfi, og þá
fyrst og fremst að vera viðstödd, þegar at-
kvæðis okkar er feitað. Annars getur farið
svo, að ljósið, sem á þessum grundvelli á að
lýsa okkur, verði slökkt.
Um leið og við berum fram hagsmunabæt-
ur, eigum við að kynna okkur framleiðsluget-
una. Með samtakamættinum megum við aldrci
ofbjóða framleiðslunni, því að á henni byggist
hagur okkar, engu síður en þeirra, sem reka
hana. Þeir, sem hana stunda, verða að hagn-
ast, svo að þeir geti rekið hana greiðlega, og
þá auðvitað framfleytt sér og sínum. En svo
nánum höndum eru vinnuveitendur og vinnu-
neytendur bundnir, að hvorugum er gott án
hins að lifa, því eiga hlutföllin milli þeirra
að vera sanngjörn, og rétt mynd af getunni
á hverjum tíma.
Ef til vill eigum við eftir að lifa þá daga,
að skipting auðsins og harátta fyrir líðandi
stund, verði aðeins sem ský, fyrir aftan okk-
ur, en gáum að því, að því aðeins fjarlægist
það, að það verði ekki hundið okkur með á-
sökuniun um, að betur hefðum við getað
breytt.
Því aðeins njótum við komandi gæða, að
fortíðin búi ekki svört og köld að baki okk-
ar. Það gildir jafnt fyrir vinnuveitendur og
vinnuþiggj endur. Þróun og staðreyndir síð-
ustu 30 ára vitna með sanngirni til þess, hvað
koma skal. I starfinu þroskast félagsþegninn,
og fyr en varir situr hann í forsæti, og veitir
lindum reynzlu sinnar og þekkingar yfir til
þeirra, sem dag hvern gerast meðlhnir.
Jónína Jónsdóttir,
frá Gemlufalli.
I klípu.
Til að varna’ og verjast því
að verða inni brenndur
skal ég gera allt, sem. í
eins manns valdi stendur.
G. Geirdal.