Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 36

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 36
30 AFMÆLISRIT BALDURS Helgi Jónsson frá Súðavík: Kúffiskveiðar. Ég fiefi verið beðinn að lýsa dálítið kúf- fiskveiðum hér á Vestfjörðum, eins og þær tíðkast enn í dag. Jafnframt ætla ég að gefa almenningi svolitla hugmynd um það, hvernig kúffiskurinn var veiddur i gamla daga. Þegar ég var á 17da ári, árið 1896, fór ég til róðra, hingað að Djúpi og reri fyrst á 4ra manna fari úr Höfnum hér innan við Arnar- nesið. Þar voru þá 10 bátar og 5 menn á hverjum. Beitt var að mestu leyti hrognkels- um framan af vorinu, en svo kúffiski. Þá var plægt á landi, sem kallað var. Var þá notað spil, eins og hífðir voru á smábátar, kallað „strandvinda“. Var þá hafður 1 plógur, og var báturinn við fremri enda strengsins. Þegar liæfilega langt var komið frá landi var plóg- urinn látinn út úr bátnum, og byrjað að hífa. Voru hífðir 15—20 faðmar af strengnum. Svo var plógurinn dreginn upp i bátinn á vindu, og losaður pokinn, sem festur var á plóginn að aftan. Var hann svo fluttur út aftur, og svo koll af kolli, og var oft haldið á í sólarhring, án þess að sofa. Var svo haldið heim aftur til Hafna, og varð maður þá feginn hvildinni. Þá var það vorið eftir, að Kolheinn í Dal fann upp vindu til að plægja með á floti. Var þá vindan i hálsrúmi á bátnum og um tveggja álna langar vindur. Var möndullinn úr tré og járnás í gegnum hann. Slá var fest á keipana við hálsmenið, og lék möndullinn framan á honum í skoru og járnhespa. fyr- ir. Fjórir menn sátu á borðstokknum við hvern enda vindanna, og gripu með hægri hendi í hana, en ýttu henni frá sér með vinstri hendi og tók hver við af öðrum og undu strenginn upp á spilið, unz drátturinn var búinn. Fram af bátnum var annar streng- ur forstrengur og stærri plógur í endanum, og mátti hann ekki dragast, því þá fékkst ekki nein veiði. Dufl var liaft uppi yfir forplógn- Helgi Jónsson frú SúSavík um, svo léttara væri að ná honum lir botnin- um, þegar hætt var að plægja. Verkfæri þessi reyndust vel, og svo höfðu þau þann kost, að hægt var að plægja hvar sem var fyrir framan landhelgi og sleppa þannig við að greiða landshlut, sem greiða varð, ef fest var i landi. Það var bæði erfitt verk og votsamt að plægja og mikil níðsla á skinnklæðum og vettlingum. Kúffiskur var á- gæt beita., og var vís fiskur á hann, væri hann til, þar sem lagt var. Var ég með því að púnshlaða bátinn á kúffisk á sama stað og við fengum 10 fiska á hrognkelsi. Kúffisktekja á mótorbát. Voi’ið 1926 fór ég nokkrar kúffiskferðir á mb. „Æsu“ frá Flateyri. Formaður á henni var Daníel Benediktsson, j)á bóndi á Kirkju- bóli i Valþjófsdal í önundarfirði, og um skeið sundkennari i Reykjanesi við ísafjörð. Hásetar voru: Jóhannes Jónsson, bróðir Gríms í Súðavík, og sá, er þetta ritar. Kl. 10 að kvöldi 26. júní vorum við lagstir undir plóg fram af Ingjaldssandi. Veður var ágætt. Skal ég nú lýsa útbúnaði bátsins, þó eftir minni, og bið ég velvirðingar á, ef lýs- ingin er villandi, því minnið er orðið slæmt.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.