Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 37

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 37
AFMÆLISRIT BALDURS 31 Fram af bátnum er langur vírstrengur, sem festur er í gríðarstóran plóg. Er hann festur í bátinn og legið fyrir honum, þegar plægt er. Um 15 faðma frá endanum, sem festur er í bátinn, er hringur; og eru 2 strengir festir í hann. Ná þessar álmur aftur á miðjan J)át- inn. í enda hvorrar áJrnu er blolik. Spil er aftan við formastrið, sem plógarnir eru dregnir á; eru tveir dráttarplógar sinn á h-'ort borð. Á spilið er fest vírlykkju, sem nær fram fyrir lúkar, og er krók, sem er í enda forstrengsiris, krækt í hana á meðan plægt er. Reynir það minna á bátinn. Afían til á spilinu er járnslá og á endum hennar 2 rúllur á móts við koppana, og renna plógstrengirnir eftir þeim, þegar plógarnir eru dregnir. Aftarlega á bátnum, er járn með rúllu í, og renna strengirnir í þeim, og fyrir- byggir það, að strengirnir slvcri öldustokkinn. I dráttarplógunum eru Jílolvkir og er aftur- endi strengjanna festur í ])lógana, dreginn svo í blolvlc í álmunum, og svo í bloklcina, sem er í dráttarplógunum, en síðan liggur strengur- inn frá báðum plógum fram á spilið. Á spil- inu eru tvær trissur úr tré, og liggur rcim af þeim á aðrar trissur, sem cru á rúllum, er strengirnir vindast á, og vindur spilið af sér sjálft um leið og það dregur plógana. Aftan í framsiglunni er bóma með blokk í endanum, í hana er dreginn vírstrengsendi, og er plógurinn dreginn upp á honum, þegar drætti er lokið í hvert sinn. Þegar dráttarplógarnir eru komnir vel að bátnum, er losað að framan og gefið eftir, þangað til strengirnir vísa beint niður, og er þá slegið af rúllunum aftan. Svo er híft, þang- að til trjónan á plógnum er komin upp á öldustokkinn, þá er vírnum í bómunni krækt í plóginn og síðan brugðið á koppinn, og dreg- ið, þangað til plógurinn er kominn inn fyrir öldustokkinn, þá er króknum aftur krækt í plógpokann, og hann hífður upp, þar til inni- haldið rennur á þilfarið. Ur forstrengnum er mjór kaðall, sem gefið er út á, nieðan plóg- arnir eru fluttir út. Þá er dregið heim aftur og sett fast á ný. Svona er haldið áfram, þangað til komið er nóg á hátinn, haldið heim og kúffiskurinn seldur til beitu í veiðistöðvunum. I þetta skipti, sem hér um ræðir, gekk veið- in vel, framan af, en svo bilaði spilið, og urð- um við að halda til Súðavíkur með hálfan farm og láta gera við spilið. Var svo haldið til 'önundarfjarðar aftur, og gekk ferðin á- gætlega. Fengum við 110 mál á 20 stundum, um þrjú til fjögur mál í drætti. Síðan héldum við til Súðavíkur með fullfermi og hugðum gott til að geta nú látið alla fá beitu, en þá var orðið fisklaust, og gátum við á endanum selt allan farminn, sumt fyrir hálfvirði. Svo fór um sjóferð þá. Síðan liefi ég ekki „farið á fjöru“, sem kallað er, en alltaf síðan minnist ég Daníels Benediktssonar sem dugnaðarmanns og mesta prúðmennis. Ritað eftir minni i marz 1946. Helgi frá Súðavík. Haltu rétti þínum í lengstu lög. Þótt ég sitji þrátt við keip þann, sem bezt má haga, verð ég oft við ramman reip réttar míns að draga G. Geirdal. Lífsglíman. Enginn gafst mér auðurinn utan vonarskíma, hef um sérhvern málstað minn mátt við lífið glima. G. Geirdal.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.