Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 39

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 39
AFMÆLISRIT BALDURS 33 Formanni Baldurs, Helga Hannessyni, og stjórn Dyngju, var falið að gera samnings- iRjpkast, til væntanlegrar samningagerðar við klæðskerameistara Einar & Kristján, Þorstein Guðmundsson og húfugerðina Hektor, Isafirði. Var í sanmingsuppkasti því tekin hliðsjón af kaupi og kjörum við sömu vinnu á Akur- eyri og i Reykjavik. Við forstjóra Hektors, Kristján H. Jónsson, náðust samningar nær strax. Enda ekki svo mjög langt frá því, sem þar var greitt áður. Samningar við klæðskerameistarana tóku nokkurt þóf. Sendi deildin þeim úrslitatilhoð og tilkynnti vinnustöðvun. Til framkvæmda kom þó ekki, því áður óskuðu þeir viðtals við sanminganefnd, og náðist samkomulag. Þó ekki án breytinga frá Dyngju hálfu. Með þessum samningum fékkst kauphæklc- un, sem nam allmikilli upphæð á mánuði. — Einnig styttur vinnutími, ákveðin sumarfrí, og greitt kaup 12 veikindadaga á ári. Ennfremur náðist fullt samræmi i launa- greiðslum til stúlknanna innbyrðis. En áður rikti hið mesta ósamræmi i launagreiðslum og full ástæða til að álykta, að samningar þessir hafi fyllilega verið tímabærir. Skilst mér, að stofnun deildarinnar hafi verið til þrifa fyrir háða aðilja. Nú er hverri stúlku ljóst, að hverju hún gengur, er hún ræður sig til þessa starfs, og verði hún óá- nægð, getur hún að loknum uppsagnarfresti farið sína leið, og auðvitað jafnt, þótt aðrar orsakir liggi til. Eins er með vinnuveitendur. Vinni ekki stúlkan fyrir sínu kaupi, sé óhæf í starfið, eða ekki sé til verkefni fyrir hana, þá getur vinnuveitandi skýrskotað til samningsins og látið hana fara eftir hinn ákveðna tíma. Þannig er öryggi beggja aðilja byggt á þessum sania grundvelli, og misskilningur og óánægja fyrirbyggð, sé við sanminginn stað- ið. — Þessi finnn ára ferill Dyngju, er ekki ferill verkfalla eða grimmilegrar baráttu. Hann er Gaðný Sveinsdóttir íormaSur Sjafnar, deildar starfs- stúlkna saga friðsamlegrar þróunar, þar sem báðir aðiljar hafa mætzt á miðri leið, og sameigin- lega kastað steinum úr götu. Að vísu fann ég, er ég vann í samninganefnd þeirri, er stóð að núgildandi samningum deildarinnar vorið 1945 — að til voru steinar, sem strand- að gat á, og kosta myndu sprengingu. Hin íriðsamlega lausn, er deildarinnar kjörorð. En hún mun þó ákveðin fylgja fram sínum rétti, en jafnframt því metur hún mik- ils, að sambúðin sé friðsamleg. Henni er ljóst, að sá gróði verður aldrei metinn í krónutali. Þær tekjur metum við hver og ein á öðrum vogarskálum, og munum ávallt taka. mikið tillit til. Ég vænti, að framtiðin sýni, að við stönd- um einhuga um markmið deildarinnar, og ég vona líka, að okkur takist að halda þvi góða samkomulagi, sem nú rikir milli beggja samningsaðila. Þá fyrst er hinn félagslegi grundvöllur réttur. Jónína Jónsdóttir, frá Gemlufalli form. „Dyngju.

x

Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946
https://timarit.is/publication/2009

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.