Verkalýðsfélagið Baldur 30 ára 1916-1946 - 01.04.1946, Blaðsíða 40
34
AFMÆLISRIT BALDURS
Starfsstúlknadeildin Sjöfn
er stofnuð sunnudaginn 23. nóv. 1941. Á
þeim fundi voru mættar ellefu stúlkur, sem
störfuðu við Sjúkrahús Isafjarðar og á Elli-
Iieimili Isafjarðar.
Á fundinum var kosin stjórn deildarinnar,
og hlutu þessar kosningu: Ingunn Gunnlaugs-
dóttir form, Guðrún Ólafsdóttir ritari og
Þuríður Hermannsdóttir varaform. Á þess-
um sama fundi var stjórninni ásamt for-
manni Baldurs falið að undirbúa uppkast að
kaupgjaldssamningi, og lögum deildarinnar.
Vár þar einkum stuðst við lög og kjara-
samninga Starfsstúlknafélagsins „Sókn“ i
Reykj avík.
Samningar hafa jafnan gengið greiðlega, og
eru núverandi kjör þessara starfsstúlkna
stórum betri, en jiær hjuggu við, áður en þær
mynduðu þessi samtök sín.
Eins og að líkum lætur, er samheldni fé-
lagsskapar sem jiessa, miklum vandkvæðum
bundin, þar sem flestar stúlkur, er deildina
skipa, eru aðeins skamma stund í einu hjá
þessum stofnunum, og æði oft lítill skilning-
ur þessara farfugla fyrir þýðingu samtak-
anna.
Að svo vel hefir tekizt með starf deildar-
innar sem raun er á, er að þakka félags-
þroska þeirra fáu stúlkna, er Jiarna, hafa
starfað um lengri tíma.
Núverandi stjórn deildarinnar skipa:
Guðný Sveinsdóttir, form.
Katrín Pálsdóttir, ritari, og
Gróa Árnadóttir varaformaður.
Alþýðusamband Islands þrjátíu ára.
Þann 12. marz s. 1. varð Alþýðusamband
Islands þrjátíu ára, stofnað 1916 af sjö stétt-
arfélögum, þá með ca. 1400 félagsmönnum.
Allt fram til 1940, var Alþýðusambandið
hvorttveggja í senn, heildarsamband verka-
lýðsfélaganna í landinu og heildarsamtök Al-
þýðuflokksins.
Guðmiuulur Rósmundsson
formaður Drafnar, deildar nela-
vinnumanna
Dröfn,
deild netagerðarmanna, var stofnuð innan
félagsins þann 25. febrúar 1945 með átta
mönnum, er óskað höfðu upptöku í félagið
með deildarstofnun fyrir augum.
Deildiu náði á s. 1. vori samningum, sem
óhætt má fullyrða, að séu beztu núgildandi
kj arasamningar við þessa vinnu.
Stjórn deildarinnar skipa:
Guðmundur Rósmundsson, formaður
Guðmundur Benediktsson, ritari, og
Kjartan B. Guðmundsson varaformaður.
Á stofnþingi sambandsins var Ottó Þorláks-
son kjörinn forseti þess, en á næsta sam-
bandsþingi var Jón Baldvinsson kjörinn for-
seti sambandsins, og gegndi hann því starfi
til daudadags, eða í rúm tuttugu ár:
A síðasta Alþýðusambandsþingi voru í sam-
bandinu 120 félög með 20191 félagsmanni.
Núverandi forseti sambandsins er Hermann
Guðnuindsson, formaður Verkamannafélags-
ins Hlífar í Hafnarfirði.