Ný menntamál - 01.06.1994, Side 9

Ný menntamál - 01.06.1994, Side 9
fram á að nemendum með sérþarfir sem eru í bekknum og hingað til hafa notið stuðnings sérkennara þar verði nú kennt utan bekkjar. Hann rökstyður mál sitt með því að ekki hafi verið skorið af sérkennslunni og því sé eðlilegt að sérkennarinn taki „sína“ nemendur af höndum hans enda hljóti þeir að fá miklu betri kennslu í ró og næði einir og sér heldur en inni í erfiðum bekk. Ef fleiri kennarar gera slíkt hið sama verður sérkennar- inn innlyksa með nemendur sem ekki er hægt að styðja lengur inni í almennum bekk og fá nú kennslu í sér- hópi, stundum í öllum greinum. Oft ná nemendur mun betri árangri í litlum hópi heldur en inni í stórum bekk, en ef ekkert er að gert hefur slíkt fyrirkomulag til- hneigingu til þess að festast í sessi og líkur minnka á því að nemendurnir komist aftur í sinn bekk. Sérkennslu- stofan verður smám saman þeirra heimastofa, þeir missa viðmiðunina við stóra hópinn og nemendur þar missa þann viðbótarstuðning sem þeir fengu hjá sér- kennaranum meðan hann vann inni í bekknum. Það eru ekki bara nemendur sem einangrast heldur minnkar samstarf sérkennara við almenna kennara og sérkennarinn glatar þeirri yfirsýn sem hann þarf nauð- synlega að hafa til að sinna mikilvægustu þörfunum í skólanum. Niðurskurður fjármagns á fræðsluskrifstof- um dregur ennfremur úr ráðgjöf sálfræðinga og kennslufræðinga til skólanna og því situr sérkennarinn oft einn með vaxandi hóp erfiðra nemenda. Við slíkar aðstæður er auðvelt að gera mistök í viðkvæmum mál- um einstaklinga. Margir bundu vonir við að sparnaður í skólamálum leiddi til betri kennslu vegna þess að menntaðir kenn- arar yrðu hlutfallslega fleiri í hverjum skóla og yfir- vinna minnkaði.11 En ýmsar rannsóknir segja okkur að vilji kennara til þess að þróa starf sitt og bæta mótist mjög af samskiptum og samheldni á vinnustað og þeirri hvatningu og stuðningi sem kennurum finnist þeir fá, ekki síst frá þeim sem þeir þiggja starfið af.12 Viðhorf skólastjórnenda, launagreiðenda og yfirvalda mennta- mála til kennslu getur þannig haft afgerandi áhrif á viðhorf kennara sjálfra til starfsins og hvernig það er unnið. Meðan kennurum finnst starfið vanvirt má telja ólíklegt að unnt verði að blása þeim eldmóði í hjarta svo að þeir leggi á sig umbætur nema full greiðsla fyrir vinnuna sé tryggð fyrirfram.13 Á marga kennara hefur einnig lagst aukaálag vegna félagslegra vandkvæða fleiri nemenda en áður sem leiðir af þrengri fjárhag fjölskyldna. Á sama tíma og sparað er í rekstri skólanna eru gerðar kröfur til þeirra um að sinna nýjum krefjandi verkefnum m.a. fötluðum nemendum sem hingað til hafa verið í sérskólum. Hvernig má bregðast við? Hér verður einungis fjallað stuttlega um þrjá þætti, breyt- ingar á skipulagi og starfsháttum skólanna, stuðning við skóla og kennara og samstarf við foreldra. ( ) Breytingar á skipulagi og starfsháttum grunnskóla Þegar kröfur koma um ný verkefni eða þegar bregð- ast á við skertum fjárveitingum þarf að vera hægt að prófa annars konar og hagkvæmari starfshætti. Dæmi um slíkt er að kennarar, nemendur og foreldrar hjálp- ist meira að við að ná sameiginlegum markmiðum. Samvinna af þessu tagi gæti hentað vel til þess að ná því markmiði að veita öllum nemendum nauðsynlegan stuðning án þess að þurfa að skipta þeim í hópa til langframa í samræmi við námsgetu. Til þess að fá nauðsynlegt ráðrúm til samstarfs þurfa kennarar einnig að lengja viðverutíma sinn í skólanum umfram þá kennslu og þann fundatíma sem þeir sinna nú. Skólastjórn þyrfti að hafa vald á að skipuleggja starf kennaranna í auknum mæli og með hliðsjón af skólanámskránni. Á móti auknu valdi skólastjórnar má hugsa sér að ráðningartími hennar sé tímabundinn eða með uppsagnarfresti og einnig að skólanefnd, með stefnumótandi hlutverk, þar sem foreldrar eru í meiri- hluta, starfi við hvern skóla, líka í Reykjavík. Kennar- ar og skólastjórar ættu að hafa forgöngu um skipulags- og starfsháttabreytingar af þessu tagi því að sú launa- hækkun sem óhjákvæmilega fylgdi í kjölfarið mundi borga sig á fáum árum í hagkvæmari og betri skóla og miklum sparnaði fyrir fjölskyldur nemenda. Róttækar aðgerðir eru víða nauðsynlegar til þess að skólar megni að sinna fötluðum nemendum við núver- andi aðstæður. Eitt grundvallaratriði er að starfsfólk skólans sé frá upphafi reiðubúið til þess að taka ábyrgð á öllum nemendunum, en þeir séu ekki gerðir að sér- eign eins eða fárra kennara sem taldir eru sérfræðingar í málinu. Skólinn þarf jafnframt að endurhugsa náms- efni og kennsluhætti þannig að tryggt sé að allir nem- endur, einnig þeir fötluðu, geti unnið í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla. Ennfremur þarf starfsfólkið að vera reiðubúið til þess að vinna saman og með foreldrum að því að fyrirbyggja vandamál í stað þess að bíða þess að nemendur brjóti reglur og vísa þeim síðan úr skóla eins og allt of algengt er. Allt er þetta er spurning um viðhorf og vilja fremur en peninga. Kennarar þurfa að kynnast því í grunnnámi sínu að kennsla barna með sérþarfir sé ekki verkefni sérkenn- ara einna heldur fyrst og fremst allra almennra bekkj- arkennara og sérgreinakennara. Þeir búi sig því undir að taka ábyrgð á fjölbreyttum þörfum nemenda sinna. Stuðningur við skóla og kennara Stuðningur, eða jafnvel bara tilboð um stuðning, 9

x

Ný menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný menntamál
https://timarit.is/publication/2011

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.