Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 10
Formaður byggingarnefndar Þjóðleikhiíssins,
Ilörður Bjarnason:
Langþráð stund er upp runnin. Þjóðleikhús íslendinga
tekur nú til starfa.
Byggingarsaga leikhússins varð lengri en til var ætlazt.
Ollu því ósjálfráð sköp.
Með fullsmíði hússins er flett blaði í sögu íslenzkrar leik-
listar. Hér skapast sá vettvangur, er býr leiklist, sönglist og
ldjómlist hin fullkomnustu ytri skilyrði, sambærileg því. er
fremst má telja með öðrum menningarþjóðum.
Um leið og baráttu brautryðjendanna er minnzt, og
þeirra, sem með hug og hönd hafa búið svo vel í haginn, vill
byggingarnefnd Þjóðleikliússins bera fram þær óskir, við
afhendingu hússins í þjónustu listanna, að gifta fylgi allri
starfsemi þess.
Megi kyndil Þalíu bera hátt í þessu musteri og flytja
þjóðinni birtu menningar um ókomin ár.