Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 21

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Síða 21
G U Ð J Ó N SAMÚELSSON Þjóðleikhúsið er mesta og vandaðasta bygging á íslandi. Hún hefur verið lengi í smíðum eins og flestar dómkirkjur stórþjóð- anna. Guðjón Samúelsson hefur starfað að þessari byggingu í aldarfjórðung og lagt á sig ótrúlega mikla vinnu til að leysa sem bezt af hendi þetta stórvirki. Það hefur verið mikil þrek- raun að standa fyrir slíku smíði hér á landi. I slíkri húsagerð var á engu að byggja á íslandi. Eina leikhúsið, sem þjóðin átti, var fundarhús iðnaðarmanna úr timbri, reist fyrir hálfri öld. Húsameistarinn varð að nota erlendar fyrirmyndir og endur- skapa þær eftir íslenzkum staðháttum. Guðjón Samúelsson er Skaftfellingur, fæddur 16. apríl 1887. Hann óx upp hjá frábærlega dugmiklum foreldrum, fyrst á Eyrarbakka og síðan í Reykjavík. Gekk síðan í húsameistara- deild listaháskólans í Kaupmannahöfn og tók þaðan burtfarar- próf 1919, fyrstur sinna samlanda. Jón Magnússon veitti hon- um stöðu húsameistara, nýkomnum frá prófborðinu. Meðan [ 19 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.