Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 22

Leikskrár Þjóðleikhússins - 20.04.1950, Page 22
húsameistari stundaði námið í Danmörku, stóð hann fyrir bygg- ingu tveggja stórbygginga í lteykjavík, Eimskipafélagshússins og Lyfjabúðar Reykjavíkur. A þrjátíu árum hefur hann staðið fyrir mörgum hundruðum bygginga og þeim næsta breytilegum, en Þjóðleikhúsið eitt hefur skapað húsameistaranum eins mik- ið erfiði og tylft minni og einfaldari bygginga. Því meir sem síðari kynslóðii' athuga leikhúsbygginguna, því meir munu menn undrast sköpunarmátt þess rnanns, sem leysti þetta stór- virki af höndum samhliða óteljandi öðrum verkefnum. Tvennt varð honum til mestrar hjálpar við forstöðu leikhússins. Annars vegar sú frumlega hugsjón, að láta leikhúsið vera nokkurs konar álfaborg, með íslenzku hraunsvipmóti, en hið innra með salar- kynnum, sem rninna á álfahallir ævintýranna í þjóðsögunum. Hins vegar kom Guðjóni Samúelssyni að liði víðtæk reynsla hans. Um hann má segja, að honum er ekkert framandi í íslenzkum byggingarmálum. Þegar leikhúsið stóð fokhelt, en svipt sjóði sínurn 1932, uppgötvaði húsameistari aðferðina tií þess að steina steypuhús mcð litsterkum og fögrum innlendum bergtegundum. Sú uppgötvun færði íslenzka kaupstaði í list- ræn sumarklæði. Mesta stórhýsi Guðjóns Samúelssonar húsa- meistara, Þjóðleikhúsið, varð, í tötrum sínum, fyrst allra bygg- inga hér á landi aðnjótandi þessa þjóðlega tignarskrúða. Það var mikil gifta fyrir íslenzku þjóðina, að Jón Magnússon fékk slíkan verkamann í víngarðinn. Hér þurfti alls staðar að byggja, og hér hefur verið mikið byggt. Enginn húsameistari á Islandi mun nokkurn tíma fá sambærileg verkefni. Hér eftir munu tylftir húsameistara standa fyrir nýbyggðinni á hverjum tíma. En Guðjón Samúelsson hefur skapað heilt tímabil í húsa- gerðarsögu landsins. Hann er brautryðjandinn í sinni listgrein eins og Einar Jónsson, Ríkarður, Ásgrímur og Kjarval hafa rutt leiðir annarra listamanna. Síðari kynslóðir standa í mik- illi þakkarskuld við þessa brautryðjendur, sem hafa gert hug- sjónir aldamóta tímabilsins að veruleika í listasögu þjóðarinnar. [ 20 ]

x

Leikskrár Þjóðleikhússins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Leikskrár Þjóðleikhússins
https://timarit.is/publication/2016

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.