Alþýðublaðið - 01.02.1926, Page 1

Alþýðublaðið - 01.02.1926, Page 1
€r©<iö wfc stf ^Á-lþýdaíloljrl^naTr^r 1926. Mánudaginn 1. febrúar. 27. tölublað. Alþýðuprentsmiðjan 0(1 Alpýðublaðið. Alþýðublaðið kemur í dag út í fyrsta sinni úr hinni nýju prent- smiðju Alþýðuflokksins, Alþýðu- prentsmiðjunni. í dag er og liðið rétt ár, síðan samskotin til prent- smiðjunnar hófust. Hafa samtök alþýðu enn sannað mikinn mátt sinn með samskotum þessum. Prentsmiðjan er þó ekki enn svo fullkomin orðin, sem hún átti að vera, þar eð afgreiðslu nýkominna letranna frá útlöndum hefir orðið talsvert ábótavant (of lítið til af íslenzku stöfunum). Þar til ráðin heflr verið bót á þvi, getur því miður ekki orðið af fyrirhugaðri stœkkun blaðsins. Er beiðst af- sökunar kaupenda og lesenda á þessu, en þess vœnst, að hún verði auðfengin, þar sem blaðið kemur nú til þeirra alsett nýju letri og fallegu. Um leið og hér með er innilega þökkuð öll aðstoð við að koma prentsmiðjunni á fót, skal þess getið, að þeir, sem langar til að sjá hana, eiga kost á því kl. 6—7 siðdegis hvern virkan dag febrú- armánuð út. Annan tima verður að banna aðgang öllum nema starfsmönhum fyrirtœkisins vinn- unnar vegna. Afmælishátíð „Dagsbpúuai<“. Eins og menn sáu á auglýsingu á laugardaginn, heldur verka- mannafélagið „Dagsbrún" afmæli sitt hátíölegt þriðjudags- og mið- i/ikudags-kvOld. — Hátíöinni er þannig til hagað, að allir verka- menn ættu að geta sótt hana. Hver „Dagsbrúnar“-fé]agi fær ó- keypis aðgöngumiða fyrir sig, og ef liann vill bjóða einhverjum ineð Það, seaii eftir ea* á hefii* enia á ný verlð sett afarmikið niður. Tii dæmis má nefiaa: 6ardinulau, ffiólftreyjur «g| Kvenso&ka uilar, íssgarns aeg hésuullar, sem seljast ineð étrúlefga lásgaa verði. Notið tækifærið o§g kaupið ódýrar vörur. Eglll Jaeobsen. sér, fær hann keyptan einn að- göngumiða. Verkamenn ættu að fjölsækja skemtunina. Því að eins verður hún ánægjuleg, að verkamenn sjálfir skemti sér. — Margt gott verður þar til skemtunar. M. a. syngur hinn góðkunni óskar Guðnason nýjar gamanvísur, og má þar áreiðanlega búast við góðri skemtun. Auk þess, er getið var um í auglýsingunni að yrði til skemtunar, verður eitt nýstár- k'gt, sem er radíó-söngu.r. Verkamenn fjölmenni! Gerræði skipsíjórans á Lyru, Vestm.eyjum, FB., 31. jan. r Gufuskipið „Lyra“ frá björg- vinska gufuskipafélaginu kom hingað þ. 27. þ. m. að morgni, cn vegna illviöris var eigi hægt að komast út í skipið fyrr en kl. 10 f. m, Með erfiðleikum náðist póst- ur og vörur í einn bát. Veðrið fór svo batnandi, svo að af- greiðslumaðurinn sendi loftskeyti í land' til þess aö fá fleiri báta út, þar sem bæði voru farþegar og póstur í landi. Um kí. 2 voru sendir út tveir bátar moð fólki og farþegum, en er þeir komu þangað, er skipiö hafói legið, var það horfið án þess að hafa gefiö nokkuð merki og siglt í burt án þess að taka póst og farþega. Sami skipstjöri hefir áöur sigll héðan án pósts og farþega í góðu veðri. — „Lyra“ kom aftur hingað frá Reykjavík 29. þ. m. um kl. 7 aö kyeldi á ytri höfnina, en 'þar sem bæði var skuggsýnt og etór- brim, varö skipiö að snúa við aftur og lagðist undir svo nefnt Eiði. Þegar þangað var koinið, skaut Hansen skipstjóri út báti, rak farþega, suma mjög sjóveika, og konur, með haröri hendi og ó- kurrteisi á þiljur og skipaði þeirn að fara ofan í skipsbátinn, og ’áttu þau síðan að flytjast i björg- unarskipið „Þór“, er lá þar all- nærri, og ef farþegar hlýddu ekki þeirri skipun, kvaðst skipstjórinn sigla með þá til Björgvinjar. Það sló óhug á farþega, og þeir tólui þann kostinn nauðugir, að fara ofan í skipsbátinn. Farþegar, sem voru 40 að tölu, voru svo meö mlklum erfiðleikum fluttir sem fangar yfir í „Þór“ og þökkuðu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.