Alþýðublaðið - 02.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.02.1926, Blaðsíða 1
 1926. Þriðjudaginn 2. febrúar. 28. tölublað. Munið efitli* útsðlunni á tauiiút á moinun i afgreiðslu Álafoss, Sími 404. Hafnarstræti 17. Simi 4^4. 20 ára afmæli ranar verður hátíðlegt haldið í kvöld og annað kvöld í Iðnó og byrjar kl. 8 eftir hádegi. Til skemtunar verður: Ræður, Samspil, Gamanvísur, Radíó- ^^^^^^^^^^^^^^^ söngur, Gamanleikur og D a n s. Félagar fá ókeypis aðgang. Allir aðgöngumiðar fyrir kvöldið í kvöld eru uppseldir. En að- göngumiðar fyrir annað kvöld verða afhentir í dag frá kl. 1 — 7. Á sama tíma verða félögum seldir aðgöngumiðar fyrir gesti sína. Ef eitthvað af afgöngumiðum verður eftir í kvöld pá verða peir afhentir á morgun. Húsinu verður lokað klukkan 12 og engum hleypt inn. Afmælisnefndin. Erlend símskeyti, Khöfn, FB., 1. febr. Frakkar og seðlafðlsunin ungverska. Frá Budapest er símað, að Frakkar krefjist pess, að 240 menn verði handteknir vegna afskifta af seðlafölsuninni. Afvopnunarmálin." j Slí . Frá Genf er símað, að Banda- ríkin hafi tilkynt, í gær, að pau sendi fulltrúa á undirbúningsfund undir afvopnunarmálin. Þjóðverjar og Þjóðabandalagið. Frti Berlín er símað, að stjórn- in ætli í þessari viku að senda fulltrúa í Þjóðabandalagið. „Koin" þú og sjá." Frá Moskva er símað, að ráð- stjórnin hafi beðið Lloyd George að koma til Rússlands, svo hann geti séð með eigin augum hvernig ástatt er par í landi. _ Samábyrgð um hneykslismál. Frá Vínarborg er símað, að brezkur blaðamaður, — sem var á heimleið til Lundúna, eftir að hann hafði gert tilraun til þess að afla sér upplýsinga um seðla- fölsunarmálið ungverska, sem hann hafði síðan ætlað að krifa blaðagreinar um —, hafi sagt, að pað sé alls ekki unt að fá upp- lýsingar um sannleikann í málinu, þar eð svo mikill f jöldi hátt settra embættismanna sé riðinn við það, en þeir haldi hlífiskildi hver yfir öðrum. Gleði i Ruhr-héruðunum. Frá Köln er símað, að fögn- uðurinn yfir frelsi Rínar-héraÖ- anna sé afskaplega mikill. Guðs- þjónustur eru haldnar og þxisund- ir manna safnast saman víðs veg- ar og syngja ættjarðarljóð undir berum himni. Amerikuflugið. Frá Madrid er simað, að flug- mennirnir hafi komist heilu og höldnu til austurstrandar Suður- Ameríku. Þeir voru 18 stundir á leiðinni. Khöfn, FB., 2. febr. Þátttaka i heimskautsför. Frá Washington er símað, að einn þeitttakendanna í heimskauts- för Mac Millans búi sig undir heimskautsför á sumri komanda. Rockefeller og fleiri auðkýfingar leggja fram féð. Óánægja með Lloyd George. Frá Lundúnum er símað, að Sir Alfred Mond sé genginn úr frjálslynda flokknum. Er álitið sennilegt, að Lloyd George verði

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.