Alþýðublaðið - 02.02.1926, Side 2

Alþýðublaðið - 02.02.1926, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐID sviftur foringjastöðu flokksins vegna vaxandi ó.inægju gegn hon- um. Á biðilsbuxunum0 „Hver, sem hefði séð þann segg svona’ á biðilsfundi: með linaðan hrygg og lostið negg, og líka, hvað hann stundi!“ Gísli Thorarensen. „Morgunblaðinu" hefir orðið heldur en ekki bumbult af því að ganga í skóla til ritstjóra „Storms". Það hefir alt í einu fengið skyggni inn í framtíðina, og séð þann augljósa sannleika, sem jrað hafði ekki verið nógu skarpskygnt til að eygja áður, að völd íhaldsins eru á heljar- þröminni, og að ekki verður til lengdar spornað við því, að jafn- aðarmönnum fjölgi á alþingi, þrátt fyrir öll rangindi auðvalds- ins í kosningum og þingsetu-úr- skurðum, sbr! þingmannsútvaln- inguna handa Isafirði, sem fræg er að firnum. „Ritstjórum” „ Morgunblaðsins” hefir brugðið mjög við þessa sýn, sem þeim birtist undir hand- arkrika „Storms“,-ritstjórans, og þeir hafa fundið, að nú voru góð ráð dýr. Loksins fundu þeir „góða ráðið“. Það var að fara í bónorðs- för til „FramsóknarMlokksins og biðja „Tíma“-menn að rugla reit- um sínum við Ihaldið. En nú hefir, sem kunnugt er, ekki verið sem bezt samkomulagið á bæjunum þeim, svona í orði kveðnu. Það er því engin furða, þó að „drengj- unum" finnist það þung þrauta- ganga fyrir húsbændur sína, t. d. .ión Þorláksson, að labba sig nið- úr í Samvinnuskóla og biðja Jón- as frá Hriflu að hokra með sér íramvegis. Því að öðrum kosti haldist hann ekki við í kotinu fyrir jafnaðarmönnunum, sem sæki að sér á alla vegu. Til þess að milda pílagrímsgönguna rekast þelr alt í einu á það snjaliræði, að fara krókaleið að markinu, undirbúa hugi áhorfendanna með erlendu biðilsbréíi. Þýðingin gekk þó vonum ver og valt á krukkum. Rúsínan hélst þó nokkurn veginn og er svona útlítandi: „Ég vil spyrja foringja Ihaldsflokksins og bændaflokksins [sbr. Jón Þorl. og Jónásjt Gétíð þið ékki tekið liönd- unl saman og látið fánýtt flokka- þras falla niðitr, svo við getum fengið sterka, lögmæta stjórn?" Jafnframt er gefið í skyn, að rnargt sé líkt með skyklum, og báðum hafi þessum flokkum orðið það sama á. Þeir hafi t. d. báðir fuilyrt, að þjóðin þoli ekki þyngri skatta, en keppist svo báðir við að auka þá. Það sé því ástæðu- laust fyrir þá að halda áfram að rífast. Enn þá er bónorðsförinni ekki lengra komið, og þykir mörgum byrjunin óburðug. Verður sjálf- sagt einhverjum á að minnast stöku séra Gísla, er hann kvað um mann, sem var í líku ástandi: „Með hrygginn keyrðan hart að vegg höndunum pata mundi t og biðlaði svo með oddi og egg, en alt af með hann — stundi. Eftir að grein þessi er skrifuð kemur í ljós, að „ritstjórarnir" hafa fengiö Guðmund Hannesson til að þýða framhald af biðils- þönkunum. Skjaldarylíma Ármanns var háð í Iðnó í gærkveldi fyrir troðfullu húsi. Keppendur voru þeir, er hér segir: Ágúst Jóns- son frá Varmadal (hlaut 5 vinn- inga), Gunnar Magnússon (hlaut 1 vinning), Jóhann Guðmundsson (hlaut 6 vinninga), Jörgen Þor- bergsson (hlaut 4 vinni'nga), Ragnar Kristinsson, Þorsteinn Guðmundsson (hlaut 3 vinninga), Þorgeir Sveinbjörnsson (hlaut 2 vinninga) og Þorgeir Jónsson frá Varmadal (hlaut 7 vinninga). Hlaut hinn síðast nefndi skjöld- inn. Hefir hann nú unnið hann tvisvar í röð. Þá voru veitt tvenn verðlaun fyrir fagra glímu. Hlaut Jörgen Þorbergsson 1. verðlaun, en Ág. Jónsson 2. verðlaun. Þá var og þeim Þorgeiri Sveinbjörnssyni og Gunnari Magnússyni sérstaklega þökkuð fögur glíma. Margir áhorfendanna höfðu bú- ist við því, að Jóhanni Guðmunds- syni yrðu veitt verðlaun fyrir feg- urðaglímu, svo mjög þótti þeim hann skara fram úr um fagra glímu. En hvað um það — „ekki tjáir að deila við dómarann," seg- ir gamalt máltæki, • enda skal það ekki gert hér. Glíman var yfirleitt hin fegursta og fjörmikil og glímumönnunum til hins mesta sóma. Fylgdu á- horfendurnir henni með mestu at- hygli og klöppuðu görpunum ó- spart lof í lófa. x, Um dagjÍEin ©gf vcgiim. Næturlæknir er í nótt Friðrík Björnsson, Thor- valdsensstræti 4, sími 1786. Kyndilmessa er í dag — hin forna kertahátíð í kaþólskum sið. Þá voru vigð kirkjukertin til alls ársins. Fundi Jaínaðarmannafélags Islands er frestað í kvöld, vegna afmælishá- tíðar „Dagsbrúnar". Dánarfrétt. Guðlaug Halldórsdóttir í Vík í Mýrdal andaðist 30. f. m. þrem- ur dögum eftir lát föður hennar; gáfuð merkiskona. Leiðrétting' I' nokkrum eintökum blaðsins í gær misprentaðist i auglýsingu skattstjóra „árslok 1926“ fyrir: árs- lok 1925. Togararnir. Apríl kom frá Englandi í morgun, en Menja af veiðum með 800 kassa og Gulltoppur með 1200. Njörður kom í gærkveldi með 1000 kassa og Hilmir með 800. Draupnir kom frá Englandi í gær. Tryggvi gamli var síðast með 800 kassa, en Belgaum með 1600. Menja var vestur í Jökuldjúpinti í fyrra dag og heyrðu skipverjar vel þangað ræðu séra Ólafs Ólafsson- ar, sem send var út í víðboði. Druknun. Jón Guðjónsson frá Siglufirði druknaði: í Hafnarfirði um s. 1. helgi. Fanst líkið á sunnudagsmorguninn þar í flæðarmálinu við Geirs- bryggju. Linubáturinn „Golan“, skipstj. Guðmundur Jónsson, fconr af veiðum í gærmorgun með 40 000 piind eftir stutta útivist. ísfisku bátarnir Sjöfn kom hingað inn 31. f. m.með 40 000 pund fiskjar. Hefir hún feríg- ið alls 80 000 pund. Gissur hvíti

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.