Alþýðublaðið - 04.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐID 3 sem þeir geta átt á hættu að verði fórn á altari Bakkusar. Það ætti þeim þó aó vera áhugamál, að þau verði eigi að sorpi í rennu- steininum. — Og þessir menn tala um bannmálið sem „hjartans mál“ sitt.'Réttast væri að láta þjóðarat- kvæðagreiðslu fara aftur fram um bannið. Meiri hlutinn myndi verða með því og að login yrðu aukin og endurbætt. — En hvað myndu svo sumir bannmenn gera við næstu alþingiskosningar, ef t. d. annars vegar væri í kjöri íhalds- maður og andbanningur, en hins vegar framfaramaður og bann- maður? Myndu ekki margir góð- templarar kjósa hinn fyrr nefnda? Hvað myndu þeir gera, Sigurgeir Gíslason, Pétur Halldórsson o. fl., þó að þeir væru nýbúnir að sam- þykkja með atkvæði sínu bann í iandinu, — eins og þeir ætluðu að gera alt, scm í þeirra vaidi stæði, til þess að efla það? Nei! Sannleikurinn er sá, að alt þetta mas þeirra um, að nú þurfi að gera eitthvað fyrir bann- máliö, er ekkert annad en eintóm hræsni og skynhelgi, og væri mikili betra, að þeir kæmu til dyr- anna eins og þeir cru klæddir, því að þá myndi fölk vara sig á þeirn. Vei yður, þér hræsnarar! J. Gl ísland - draumaland. Söngkonan Signe Liljequist, sem heimsótti ísland í hitt ið fyrra, söng nýlega í Oddfellow-höllinni í Kaupmannahöfn þjóðvísur ýmsra landa. í viðtali við danska blaðið Politiken nú fyrir skönnnu segir hún, er hún var spurð að þvi, hvaða norðurlandaríkið hafi hrifið hana mest: „Ég hefi styzt dvalið í Finnlandi, föðurlandi mínu, er ég ann heitast. Að því frá töldu þrái ég mest Island, — draumalandið. Ég hefi farið ríðandi um fjöll og firn- indi, gengið með staf í hendi frá firði til fjarðar(!), oft í vondu veðri, kulda og snjó, til þess eins að geta sungið fyrir íiltölulega fáa áheyrendur í afskektum firði. Á þjóðvísnakveldi mínu nú ætla ég að syngja litla, yndislega þjóð- vísu, Bí, bí og blaka, sem er þrungin af hinum eðlilega yndis- þokka og góða htlgarþeli, er ein- kennir íslenzku þjóðina, og sem gerir það að verkum að mér verður það óblandin gleði, að sjá þjóðina aftur.“ Orð söngkonunnar eru bersýni- lega töluð af innilegri samúð til íslenzku þjóðarinnar, en ekki er Jaust við, að mönnum þyki lýsing hennar á „ferðalögunum" h álf- brosleg, og kenna meira skáldlegs hugarflugs en raunverulegs sann- leika, einkum þegar þess er gætt, að söngkonán dvaldist hér aö sumarlagi. Eimskipafélag fsiands hefir gefið út smekklegt kver með ferÖaáætlunum skipa sinna fyrir þetta ár. Jafnframt eru í kverinu skrár yfir flutningsgjöld og far- gjöld íélagsins og ýmiss annar fróðleikur fyrir þá, er við félagið skifta. Þá eru og skrár yfir nokkr- ar vegalengdir innan lands og á milli landa. Dagatal er í kverinu og sýndar tunglkomur og tungl- fyllingar. Enn fremur er hafna- kort íslands téiknað innan á aftari kápuna, en myndir „Fossanna“ eru á þeirri fremri. Stéttarvitund vimm- stéttarinnar. Þektur enskur stjórnmálamaður sagði einhverju sinni á fundi verka- manna: „Það er ekki nóg að greiða atkvæði gegn yfirráðastéttinni. Við verðum að varast að styrkja hana með því að kaupa blöð hennar. Stéttarvitund vinnustéttarinnar á fyrst og fremst að birtast i þvi, að hún kaupi eigi blöð andstæðinganna, en. geri alt til þess að breiða út blöð sjálfrar sín.“ Driooja manna stjórn i for- föllum Mussolinis. Vegna veikinda Mussolinis hefir komið til tals að setja á fót stjórn þriggja manna, er hafi stjórn á hendi í forföllum Mussolinis og taki við stjórninni í Ítalíu, éf sjúkdómurinn, sem Mussolini hefir þjáðst af undan- farið, skyldi draga hann til dauða. Er þetta gert til þess að tryggja svart- liðum völdin, enda þótt Mussolini falli frá. í stjórninni er ákveðið að sitji þeir Federzoni, Farinacci og Badoglio hershöfðingi. Eru menn þessir foringjar hver fyrir sínu flokks- broti innan svartliðastefnunnar. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Jón Hj. Sigurðsson, Laugavegi 40, sími 179. Bæjarstjórnarfundur er í dag. 9 mál eru á dagskrá. Helzt þeirra eru kosningar forseta og fastra nefnda og önnur verka- skifting í bæjarstjórninni. Aðalfundur verkakvennafélagsins „Framsóknar“ er í kvöld kl. 8V2 í Góðtempiara- húsinu. Sjá auglýsingu í blaðinu í gær. Verkakonur! Gætið þess, að fjölsækja fundinn! Verkfræðiprófi við fjölvirkjaskólann í Khöfn hafa nýlega lokið Magnús Konráðsson frá Vatni í Skagafirði og Gunnlaugur Briein, sonúr Sigurðar póstmeistara. Magnús hefir sérstaklega lært hafn- arvirkjafræði, en Gunnlaugur raf- magnsfræði. Beizkur sannleikur: „Öll atvinnustarfsemi gengur miklu betur, ef hún er rekin í félagi", sagði Jón Sveinsson bæjarstjóri i fyrirlestri sínum s. 1. laugardag. Þá þótfust sumir áheyrendurnir sjá, nð einn stórkaupmaðurinn, kunnur sam- keppnispostuli, kiptist við. Alpjóðakaupstefna í Lyon. Ræðismaður Frakka biður þess getið, að haldin verði alþjóðakaup- stefna í Lyon 1.—14. marz í vetur. Sé það seljendum og kaupendum jafnhallkvæmt að koma þangað, Þeir kaupstefnugestir, sem hafa skirteini frá franska ræðismanninum hér, fá endurgjaldslaust aðgang að sýningarhöliinni. Ræðismaðurinn veitir þeim, sem vilja, nánari upp- lýsingar. Skemtisaga ný, frumsamin á íslenzku, hefst í blaðinu á morgun. Heitir hún „Hala- stjarnan" og lýsir viðskiftalífinu á Alþingi Islendinga. ísfissksala. Þessir togarar seldu afla sinn í Englandi í gær: Geir fyrir 747 ster- lingspund og Austri fyrir 1054. Jarðarför Sigurðar Jónssonar frá Yztafelli, fyrrv. ráðherra, fer fram á morgun og laugardag, húskveðjan á morgun,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.