Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLAÐID Svartliðástefnan ítalska predikuð hér á landi. „Trúið honum vart. Hann es illr ok svartr." Gunnlaugr ormslunga. Efiir á var það lýðum ljóst, að pei irigagræðgi íhaldsliðsins var ursök ófriðarins mikla. Þetta var fjölda manna ókunnugt í fyrstu, því að auðvalds- og íhalds-blöð- in rugluðu fólkið með glamri sínu, og undir yfirskyni ættjarðarást- ar og tryggingar friðarins í fram- tíöinni voru milljónir manna narr- aðar út á vígvellina, látnir skjóta niður aðra saklausa hugsunar- leysingja, sem létu auðborgarana tæla sig út í stríðið, og síðan sjálfir gerðir að „fallbyssufæðu". Loks opnuðust augu margra, og þeir sáu, að öll dýrðin, sem hafði átt að falla þeim í skaut að strið- mu loknu, varð hörmungar ein- ar. Og þá var tekið að vinna að því, að reyna að koma í veg fyrir, að hörmungar' nýs ófriðar dyndu yfir. Því er svo langt komið á pappírnum, að nokkur ríki hafa komið sér saman um, að láta gerðardóma skera úr deilumálum sinum. Að vísu má búast við, að auðvaldið virði gerðardóma lítils, þegar því býður svo við að horfa. Hins vegar sjá allir sæmi- lega skynsamir og góðgjarnir menn, að gerðardómar eru betri til úrskurðar deilumála milli ríkja heldur en fallbyssur og eiturgas. En „Morgunblaðið" er á öðru máli. Á laugardaginn var birti það með hrifningu þessar klausur úr norsku blaöi, í bónorðsbréfi í- haldsiiðsins þar til bændaflokks- ins: „Enginn kypti sér upp við það," (þótt stjórnin hefði ekki stuðning meiri hluta þingsins]. . . „Menn höfðu önnur áhugamál flokkanna að rífast um: vínbannið, gerð- ardóma og adra naudaómerk'lega hluti." (Auðkent hér.) Áður var alþjóð kunnugt um brennivínsþorsta „Morgunblaðs"- liðsins og fjandskap þess við vin- bannið. Nú sést hugur þess til gerðardómanna. Alt er á eina bókina lært fyrir þessu stærsta málgagni Ihaldsins hér á landi. Eina áhugamálið er, að fhaldið hakli völdunum bæði hér og ann- ars staðar. Þegar hræðslan við kosningaósigur á næstu árum grípur þ||Ö heljartökum, — þá burt með alt þingræði og al- mennan kosningarrétt! 1 staðinn á að koma mussolinskt einveldi með ríkisher og axarsköftum eða þá byssustingjum e. t. v. Færi samt svo ólíklega, að einvaldinn væri ekki nógu góður við auð- valdsliðið, þá „má drepa hann, ef ekki er annars kostur". Sbr.i greinina, sem fhaldið hefir fengið Guðmund Hannesson til að þýða í „Morgunblaðið" í gær. Það hefir víst haldið, að G. H. myndi betur takast að sannfæra fólkið með þýðingum sínum, heldur en „rit- stjórunum", því að G. H.i var góður læknir á yngri árum sín- um. En læknisment og stjórnmál er sitt hvað, og sjálfur varð G. H., ao fylgjast með og greiða at- kvæði með rýmkun kosningarrétt- arins, þegar hann var þingmaður. Alþingi kemur saman í dag. Ætli meiri hluti þingmanna sé svo blindur, að hann sjái ekki, hvað íhaldsliðið, sem stjórnar „Morgunblaðinu", ætlar sér með þessu? Nú er byrjað að reyna að koma fólkinu í skilning um,. að ef þingmennirnir séu ekki nógu auðsveipir við íhaldsstjórn- ina og þá, sem stjórna henni, þá eigi að leggja þingið niður, gera Jón Þorláksson eða Ólaf Thórs að íslenzkum Mussolini og stjórna svo landinu með axar- skaftaliði, sem danzar eftir pípu- blæstri dökkasta íhaldsliðsins,. Skyldu þeir verða margir, al- þingismennirnir, sem gangast upp við slíkar hótunarpredikanir ? Slíkt væri ólíklegt, e'n það kemur bráð- lega í ljós. Almenningur mun sjálfsagt úr þessu fara að skilja, að málstaður íhaldsins er svo „illur og svartur", að háskalegt er að veita honum brautargengi. Pukursfundur íhaldsins fyrir kvenfólk. Síðast liðið þriðjudagskvöld var fundur haldinn í húsi K. F. U. M. eftir boði Jóns Þorlákssonar og Magnúsar Guðmundssonar. Var aðallega boðið á fundinn kven- kjósendum, en öllum með lokuð- um bréfspjöldum. Þó voru þar nokkrir karlmenn. Aðalumræðu- efnið var landskjörið og íhalds- iistinn, og var lýst yfir því, að Jón Þorláksson yrði efstur á listan- um, en meira yæri enn ekki ráðið; þó myndi kona fá að vera éin- hvers staðar á listanum. Biðlaöi síðan Jón Þorláksson mjög til kvenfólksins og kvað það æðsta dómstól karlmannanna, en heldur þóttu undirtektirnar daufar, og engin kona tók til máls. Var síðan stungið upp á því, að mynda sam- eiginlegt íhaldsfélag karla og kvenna, því að nú nægði ,Stefn- ir" ekki lengur, og myndi vera bezt að kalla það „Umbótafélag- ið". Tillögumennirnir voru þeir Árni frá Höfðahólum og Björn R. Stefánsson, sem nú eru aðal- bjargvættir Ihaldsins hér í bæn- um. Síðan var kosin undirbún- ingsnefnd og urðu í henni tvær konur, þær Sigurbjörg Þorláks- dóttir (systir Jóns) og Steinunn H. Bjarnason. Að endingu bað Jón Þorláksson þess lengstra orða, að ekki væri minst á þenna fund úti um bæ. Er hann þó ekki vanur því að láta þegja um það, sem honum er sjálfum til sóma. En sennilega heldur hann, að kvenna- veiðarnar gangi illa með þessu ú- framhaldi. Kona. Aðalfundur Fiskif éiaos Islands. Aðalfundur Fiskifélags íslands var haldinn á miðvikudag í kaup- þingssalnum í húsi Eimskipafé- lags íslands. Forseti þess, Krist- jári Bergsson, gaf skýrslu. M. a. skýrði hann frá því, að Verkfræð- ingafélag fslands hefði stungið upp á því, að maður yrði sendur utan til þess að kynna sér verk- smiðjuiðnað úr fiskiafurðum. Væri Fiskifélagið því samþykt, en ekki hefði þó enn orðið úr framkvæmd þess. Einnig skýrði hann frá því, að Hendrik Ottósson hefði ráðið Fiskifélaginu til að leitast fyrir um markað í Rússlandi fyrir ísl. síld. Þá talaði Kr. B. um markaðs- horfurí Eystrasaltslöndunum fyr- ir íslenzka síld og upsa og fyrir íslenzka síld i Þýzkalandi og taldi söluvoriir í þeim löndum, ef vel væri unnið að því að útbreiða

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.