Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 06.02.1926, Blaðsíða 3
6. dez. 1926. ALÞÝÐUBLAÐID þessar markaðsvörur Islendinga þar. Þá talaði hann um námskeið þau, sem Fiskifélagið hefði haldið, til kenslu í meðferð mótorvéla, «og lýsti því, hve sú kensla væri nauðsynleg, því að mikið riði 'á því, að vélamenn væru leiknir í starfi sínu. Forseti Fiskifélagsins bar fram tillögu um miðunarstöð á. Vestur- landi. Sigurjón Ólafsson skipstjóri , lýsti yfir því, að björgunarnefnd- in myndi skila áliti sínu til fiski- þingsins, þar sem þetta væri ein af tillögum þeim, sem hún gerði En efamál væri, hvort hægt væri að gera ákveðnar tillögur um byggingu stöðvarinnar áður en rannsókn færi fram, þar sem hér væri um kostnað að ræða, er nema myndi 80 þúsundum króna, og reksturskostnaður yrði um 30 þúsundir króna. Sigurjón Á. Ólafsson gerði fyr- irspurn um, hvenær símalína myndi lögð suður á Reykjanes. Upplýsti forsetinn, að henni væri ætlað að bíða, og taldi meiri nauðsyn á símalínu að Skálum á Langanesi. Þá voru samþyktar tillögur frá Sigurjóni Á. Ólafssyni og Ben. Sv. alþm. um að skora á fiskiþingið, að það beiti áhrifum sínum til að fá símalínur þessar lagðar á næsta sumri. Nokkrar umræður urðu um eft- irlit með því, hvort sjófræði- áhöld, sem talin eru nauðsynleg á öllum skipum, er sigla landa á milli, væru til á íslenzku togur- unum. Fundurinn var illa sóttur, mjög stuttur og afardaufur. Virtist svo, sem áhugamál stjórnarinnar væru fá, þau, er hún ætlaði að leggja fyrir fiskiþingið, og frá hálfu fundarmanna var litlu bætt við. Fleygur gestur. Á Reykjanes kom í haust held- ur lítill hrafn, þó» nokkuð minni en íslenzkir hrafnar, og er mér sagt, að hann sé af færeysku kyni. Hann var að snúast hér í kring um húsið, en var í fyrstu hræddur við fólkið. Svo tókum við að gefa honum ýmsan mat, og varð hann þá fljótt mjög gæf- ur. Kemur hann alt af í sama mund á morgnana og fer burt aftur á ákveðnum tíma á kvöld4- in. Hann er allan daginn að vappa kring um húsið, sérstaklega við einn glugga, sem honum hefir verið gefið út um. Hann er orðinn svo gæfur, að hann hreyfir sig ekki, þótt við göngum 1—2 faðma frá honum, og kemur oft inn á þröskuldinn í húsinu og situr þar. Hann heyrist aldrei krunka eins og aðrir hrafnar. Gaman höfum við af honum, þegar honum er gefið meira en hann getur etið í einu. Þá felur hann afganginn á mörgum stöð- um. En svo á hann í stríði við hund, sem ég á. Hundurinn vill bita hjá krumma og er lyktnæm- ur og fundvís á felustaðina. Sjá- anlega felur krummi mat sinn á svona mörgum stöðum til þess að hafa eitthvað, þótt sumt tap- ist, því að hundurinn finnur sjald- an alla felustaðina. Einn daginn var ég að vinna dálitið frá bænum. Þá kemur krummi ög sest við fæturna á mér og situr þar lengi, svo ná-. lægt mér, að ég hefði getað náð til hans með hendinni. Ég var aí. hugsa um, hvað hann væri að vilja mér, og talaði við hann. í því kemur sendimaður heiman að til þess að láta mig vita, að það sé kominn gestur, sem vilji finna mig. Eftir tímalengdinni að dæma hefir hrafninn flogið af stað um það leyti, sem gesturinn var að koma heim að húsinu. Þegar ég lagði af stað heim, flaug hann sömu leið. Hann gegnir þegar ég kalla: „Krunkur minn!" og flýtir sér þá mikið. Hann býzt við að fá eitthvað í gogginn. Hér eru oft á sveimi tveir ís- lenzkir hrafnar, og sæta þeir færi, að ráðast á aðkomukrumma, og lítur út fyrir, að þeir ætli að drepa hann. Þá flýr hann hið fljótasta undir viðarbunka, sem er rétt við gluggann, sem hann dvelur oftast við, og þar þora þeír ekki að honum. Krummi etur allan mat, sem við höfum boðið honum, én gráð- Guðbs*. Jönsson: Halastjarnan. kvensum og landeyðum bæjarins og höguðu sér eins og þau væru stödd á Bíó og deildarsalurinn væri hvíta tjaldið, en þingfund- urinn forláta skrípamynd, sem sýnd væri á því. Á pöllunum sátu þrír sveitarlimir og ræddu sín á milli rætni bæjarstjórnar- innar, og í blaðamannastúkunni sat einmana ritstjóri og hélt sér vakandi með því að ydda blýant. Enginn tók eftir því, sem fram fór, nema innanþingsskrifararnir, en þeim var líka borgað fyrir það. Þarna var það dæmalausasta andvaraleysi, og á dauða sínum gat maður átt von, en ekki því, að þarna væri stinningskaldi, hvað þá heldur stormur eða jafnvel fárviðri eins og veðurskeytin svo fagurlega að orði komast. Og manni varð litið af manni á mann, en þeir voru ekki í storminum fremur en Jehóva forðum. Rok, stormur. Nei; það var ekki rok í þessum andlitum; það var nálardofi. Loksins staldraði augað þó við mann. Hann var á að gizka sex- tugur, feitlaginn og skegglaus, bjarthærður, brúnalaus og slétt- holda í framan. Það fór hér eins og með demantinn, að hann blik- ar þeim mun betur í gullhring, ef hann er ekki greyptur í gullið sjálft, heldur í silfur, platínu eða eitthvað annað, því að við hlið- ina á sér hafði hann kornungan, glaðvakandi þingmann með glett- ið háðsbros í augunum, og hann dró áreiðanlega athyglina að þeim gamla. Ungi maðurinn virtist ekki eiga vel heima í þessari samkundu; til þess var hann of lifandi. En karl- inn! Þótt nóg væri lognið í andlit- inu á honum, var þar samt eitt- hvað annað og meira, sem ekki var framan í hinum. En hvað var það? Það var stormur, ofsa- rok. Það var fárviðrið, sem verið var að leita að. Þarna kom það, -— lognrokið, roklognið eða hvaða nafn menn vilja velja því. Og því var þetta voðaveður í þingmanninum? Séra Davíð Þorkelsson var ann- ar þingmaður Fjarðamanna. Fyrir sex árum hafði hann verið kos- inn á þing með Árna samábyrgð- arstjóra Eyvindssyni. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.