Fregnmiðinn - 20.06.1959, Síða 1
1*1 IÐI N N
1. tbl. 1. árg. juni 1959 . Útg. : Sjálfstæðisflokkurinn
Ábm. : Magnus jónsson
mun Stwm mrnuffm mvrmu
Sigurður Nordal
í 3. tölublaði K.iördæmablaðsins frá 2. juní* eru (með feitu letri!)
prentuð ummæli eftir mig um "strjálbýlið og íslenzka menningu". Ég
hefi orðið þess áskynja úr ýmsum áttum, að svo er litið á sem ég hafi
skrifað þetta handa blaðinu og það eigi að vera andmæli gegn þeirri
lausn kjördæmamálsins, sem samþykkt var nýlega á Alþingi. Hvort
tveggja er eðlilegt. Blaðið hefur ekki sýnt þá ráðvendni að skýra frá
því*, hvaðan þessi ummæli séu tekin. Það er svo einsýnt 1 öllum mál-
flutningi sínum, að engum getur dottið 1 hug að þar sé neitt prentað
nema 1 einum og sama tilgangi, hvers efnis sem það annars er. Og
þetta tölublað þess kom einmitt ut um leið og öll önnur blaðautgáfa
stöðvaðist, svo að ég hafði ekkert tækifæri til þess að leiðrétta þennan
misskilning þegar 1 stað.
Fyrrnefnd ummæli eru, vitanlega að mér fornspurðum, sott 1 32
ára gamla grein, sem var prentuð i' Vöku árið 1927. f þeim er ekkert, .
sem ég er ekki fús að standa við enn 1 dag. En eins og hver maður
getur séð, sem nennir að lesa þau, koma þau kjördæmamálinu ekki
lifandi vitxind við. Ef ég hefði ætlað mér að styðja málstað Kjördæma-
blaðsins, mátti ekki minna vera en ég hefði minnzt eitthvað a það, sem
nu er deilt um. Eins og allir vita, voru þeir þrýr flokkar, sem stóðu
að samþykkt síðasta þings, sammála Framsóknarflokknum um að hafa
rett kjosenda 1 strjálbýlinu áfram meiri en kjósenda 1 þéttbýlinu, og
Framsókn aftur þessum þrem flokkum um hitt, að ekki væri lengur
stætt á svo miklu misrétti sem átt hefur sér stað upp á siðkastið.
Eini raunverulegi ágreiningurinn er þá um það, hvort gera skuli rétt
einstakra hluta dreifbýlisins og kjósenda þar jafnari en hann er nu.
Að þessu stefnir einmitt hin fyrirhugaða breyting á kjördæmaskipuninni.
Ef nokkurum manni gæti verið forvitni á að vita, hvernig einn óbreyttur
reykviskur kjósandi ætlar að verja sinu léttvæga atkvæði, er mér sönn
ánægja að lýsa yfir þvá, að ég mun neyta þess til að styðja þessa fyrir-
huguðu breytingu, - meðal annars vegna þess, að ég hygg hun muni
verða til verulegs ávinnings fyrir strjálbýlið.