Fregnmiðinn - 20.06.1959, Blaðsíða 2

Fregnmiðinn - 20.06.1959, Blaðsíða 2
UMMÆL/ PJÓDKUNMM MMM UM MÖQMMAfltíU/Ð TÖISUÐ í öllum samskiptum manna er það góðra drengja háttur að gæta viss hófs, þó að skoðanir séu skiptar og hart sé deilt. Þessa er þvi meiri þörf 1 stjórnmálum en ella, þar sem þar er um að tefla örlög lands og lýðs, svo að óbætanlegt tjón kann að hljótast af, ef rangt er haft við. Svo hefur þó nú orðið í því máli, sem ís- lenzka þjóðin á meira undir að leysist far- sællega en fiest önnur, kjördæmamálinu. Prent- smiðja TÍmans hefur að undanförnu látið frá sér fara blað, að nafni "Kjördæmablaðið" sem út- býtt hefur verið ókeypis um land allt. Er öilum ljost, að kostnaðurinn af þeirri utgafu hvílir á öðrum en "ritstjórn og ábyrgðarmanni" blaðsins, og eru þvi þeir, sem kostnaðinn bera, raun- Verulega ábyrgir fyrir því, sem hér hefur á orðið, þó að hinni formlegu ábyrgð sé velt á annan. Af auðskildum astæðum hefur þótt hent- ara að dylja upphafsmennina sjálfa. Daginn eftir að prentaraverkfallið hófst kom út hið 3. tölublað Kjördæmablaðsins. Þegar lesnar eru yfirlysingar þeirra Sigurðar Nordal og Kristins jónssonar, er auðsætt af hverju þessi háttur var a hafður. Blaðið sjalft er prent- að og fullbúið áður en verkfallið skellur á, en því er ekki útbýtt fyrr en fyrirsjáanlegt er, að ekki er unnt að koma að leiðréttingum eða svör- um með venjulegum hætti, um ófyrirsjáanlegan tíma. Með þetta í huga eru þar birt ummæli tilgreindra manna, án þess að geta heimilda, þau, slitin úr samhengi of* snúið upp á allt annað en við var átt eða beinlinis rangfærð. Slíkar aðfarir eru ætí’ð fordæmanlegar, en þvúfrekar, þegar skákað er í skjóli þess, að aðilar geti ekki komið leiðréttingum til vitundar þeirra, sem reynt er að blekkja. Með þessu athæfi hefur verið framið eitthvert auðvirðilegasta drengskaparbrot, sem sögur fara af í íslenzkum st j ór nm álum. Með þessari óhæfu hefur Kjördæmablaðið sjálft dæmt sig úr leik, svo að ekki þarf frekar vitna við. En tilraunin til að fela sig bak við annan, má ekki verða þeim, sem á bak standa, tilbjargar. Kristinn jónsson skýrir frá, hverra erindreki sá var, sem til hans kom, og forðaðist að tala um sinn sanna útsendara. Framkoman gegn Sigurði Nordal ogg hegðun útsendaranna austur 1 Rangárvallasyslu minnir og mjög á til- vitnanir Tímans og annarra malsvara Fram- sóknarflokksins í meira en aldarfjórðungs gömul orð Ásgeirs Ásgeirssonar. Þessi orð voru mælt á meðan Ásgeir Ásgeirsson, einn forystu- manna í stjórnmálaátökunum, forsætisráðherra í umboði Framsólmarflokksins, og atvik öll og þjóðhættir voru á annan veg en nú. Vegna stöðu sinnar, þá getur herra Ásgeir Ásgeirsson, forseti íslands, ekki svarað rangtúlkun Tímans á orðum hans eða skýrt frá skoðun sinni á lausn kjördæmamálsins. Tilvitnanir í 26 ára gömul orð Ásgeirs Ásgeirssonar, misferlið með 32 ára gömul ummæli Sigurðar Nordal og rang- færslurnar á samtölum við Rangæinga er allt sama eðlis. Misfarið er með orð manna í þvú trausti, að leiðréttingum verði ekki komið við eða a.m.k. ekki nógu snemma. Ljósprentun: Offsetmyndir Verð kr. l.oo Menn deila með eðlilegum hætti um kjör- dæmamálið, eins og öll önnur mál, sumir láta það ráða atkvæði sinu á annan hvorn veg, aðrir ekki, af því að þeir telja önnur mál engu síður mikilvæg. Þetta gerir hver frjals kjos- andi upp við sjálfan sig. En allir heilbrigðir menn hljóta að sameinast um að fordæma jjau einstöku ódrengskaparbrögð, sem Framsoknar- menn hafa nú verið staðnir að, úbaráttu sinni fyrir vonlausum málsstað. Mun styðja S j á X f s t æ ð i s f 1 o k k i n n . Yfirlýsing frá Kristni jónssyni, Borgarholti, Holtum. í Kjördæmablaðinu 2. júnú s.X. , er haft eftir mér viðtal, sem er mjög rangfært. Ég átti stutt tal við tvo menn og mun annar þeirra hafa verið erindreki Framsóknar- flokksins, enda þótt hann forðaðist að tala um það. Það er rétt eftir mér haft, að ég er SjáXfstæðismaður, enda mun ég styðja Sjálfstæðisflokkinn við næstu kosningar, eins og áður, þótt ég sé ekki allskostar ánægður með kjördæmamalið. Það er ástæða til þess að vara fólk við þessháttar mönnum, sem óska eftir blaða- viðtali við menn og rangfæra svo það sem sagt er, en þannig mun flest vera, sem í Kjördæmablaðið er skrifað, samanber við- tal við Ólaf, hreppstjóra í Hábæ, sem einnig er rangfært. Borgarholti, 7. júni, 1959 Kristinn jónsson ÓLAFUR SIGURÐSSON, hreppstjóri, 1 Hábæ hefur sjálfur sent Kjör- dæmablaðinu yfirlýsingu vegna "viðtals", sem blaðið átti við h a n.n . AðstatSa þeirra sem í sveitunum búa til kjördæmamálsins verður á vissan hátt prófsteinn á það hvort sveitafólkið kýs að einangra sig í vonlausri baráttu eða kýs drengilegt samstarf við þær stéttir sem í þéttbýlinu búa. Jón Sigurðsson.

x

Fregnmiðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnmiðinn
https://timarit.is/publication/2031

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.