Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Síða 6
SÉRA SIGURBJÖRN EINARSSON PRÓFESSOR
Sbimmumót Ja
I.
„Vort land er í dögun af annarri öld“, kvað
Einar Benediktsson um aldamótin síðustu. Hann
var ekki aðeins að heilsa 20. öldinni. Hann fagn-
aði dögun yfir landinu. Sá árroði, sem Fjölnis-
menn sáu aðeins í draumum, var að verða bjarmi
raunverulegs dags. Frelsið var að koma. Og í kjöl-
far þess mundi alhliða framför verða, auðlindir
lands og hafs mundu ausnar, allir hagir blómgast,
fossarnir verða beizlaðir, túnin stækka, skógar
vaxa, þjóðin réttast úr kútnum.
Þannig horfðu vakningamenn þjóðarinnar,
skáld hennar og aðrir leiðtogar, fram, þegar þessi
öld hófst. Og þeir, sem þá voru ungir, sáu þessar
stóru sýnir með þeim. Þeir tóku ekki við miklum
arfi af feðrum sínum. Hvert sem litið var, blasti
það við, „hvernig feður vorir námu landið — ekki“,
eins og eitt skáldið komst að orði. En því skemmti-
legra var að lifa, fannst ungu fólki þeirra tíma.
Hin nýja dögun yfir landinu kom með óþrjótandi
tækifæri, ótæmandi verkefni handa ungri, bjart-
sýnni kynslóð. Menn horfðu fram, gunnreifir.
„Heilir hildar til, heilir hildi frá koma hermenn
vorgróðurs Isalands“. Menn horfðu aftur beiskju-
laust, hertu aðeins vopn sín við glæður minning-
anna, brýndu þau á þeim steinum, sem stóðu við
götur sögunnar. „Lifi minning liðins tíma, langt-
um meir þó tímans starf“ (Hannes Hafstein).
Vaka og starf var kjörorðið. Því að það var dögun
yfir landinu, þjóðlífinu, heiminum í heild, bjart
yfir framtíðinni.
Þetta viðhorf og útsýn var ekki séríslenzkt fyrir-
bæri, þó að íslenzkar aðstæður, sögulegar, stjórn-
málalegar og menningarlegar mótuðu það hér og
íslenzkir afburðamenn, sem báru merki fyrir þjóð-
inni. Öldin hófst í árdegisbjarma mikilla vona og
mikillar bjartsýni um alla Norðurálfu. Það skal
ekki rakið frekar hér. Við megum minnast alda-
mótakynslóðarinnar íslenzku með virðingu og
þakklæti, hvað sem öllu líður. Og vissulega hafa
margir draumar hennar orðið veruleiki á undan-
förnum áratugum hér á landi.
II.
Hvernig er ort á íslandi í dag? Og hvernig hugs-
ar unga fólkið í dag?
Sjaldan hygg ég að meira bil hafi verið milli
hugarafstöðu tveggja kynslóða, sem þó eru ekki
að skildar nema af einum ættlið, og þeirrar, sem
var ung um aldamót, og hinnar, sem nú er ung.
Enda hefur straumurinn í tímans rás fallið hrað-
ar á þessu skeiði en oftast endranær.
Þjóðleikhúsið sýndi leikrit í vetur, sem hlaut
misjafna dóma. Það verk er merkilegur aldarspeg-
ill. Persónurnar eru ungt fólk, evrópska æskan,
eins og hún er á sig komin í dag, þessar fjórar
manneskjur, sem birtast á sviðinu, er æskan, séð
með augum höfundar. Og þetta fólk horfir ekki
fram,- heldur um öxl. Og það horfir ekki um öxl
í aðdáun eða þakklæti, horfir ekki yfir feril og
verk þeirra kynslóða, sem næst fóru á undan, horf-
ir ekki yfir þann heim, sem það er að taka við,
4
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ