Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 8
Þessi maður talar úr hópi rithöfunda, er rithöf-
undur sjálfur og auk þess skólamaður. Og þetta
er sagt í sjálfu útvarpinu, hinu mikla menningar-
tæki, sem eldri kynslóðin hefur gefið þjóðinni og
veitir menningu yfir landið í fossaföllum, bók-
menntum, tónlist, fræðslu margs háttar, auk þess
miklu af léttu skemmtiefni, — þar á meðal jass
af nýjustu gerð —, sem einmitt er flutt að óskum
unga fólksins, að því er sagt er. Þetta er sagt um
og við þá kynslóð, sem hefur numið miðin um-
hverfis landið með glæsilegum veiðiskipum, lagt
vegi um landið þvert og endilangt, byggt hafnir,
smíðað brýr, reist glæsilega höfuðborg, auk margra
minni bæja. Þetta er sagt um og við þá kynslóð,
sem hefur reist skólahús handa æskulýðnum, fleiri
og fegurri en nokkurn gat dreymt um fyrir 50 ár-
um að hér yrðu reist. Þetta er sagt um og við þá
kynslóð, sem á síðari árum hefur reist félagsheim-
ili, handa unga fólkinu til þess að skemmta sér í,
forkunnar vel búin og ósparlega. Þetta er sagt um
og við þá kynslóð, sem hefur talað meira um um-
hyggju sína fyrir æskulýðnum, hinni uppvaxandi
kynslóð, en nokkur önnur. Og þetta er sagt um og
við þá kynslóð, sem mótaði daginn, er roðaði tinda
um aldamót, og lifði það óneitanlega að sjá margt
rætast af þeim fyrirheitum, sem virtust letruð í
roðann þann.
Hvað er svo að? Hvað hefur brugðizt?
Sú spurning snertir ekki Islendinga eina. Það er
almennt einkenni nútímans um alla 'Evrópu, að
ungir og næmir og gáfaðir menn horfa reiðir um
öxl yfir næstu fortíð. Hin ágætu mannfélög, sem
byggð hafa verið upp, ramba undir fótum þeirra,
vegir, flotar, bílar, hús, skólar, útvarp, félagsheim-
ili handa unga fólkinu til þess að skemmta sér í,
þessu yfirborði gapir tóm, gín undirdjúp tilgangs-
lausrar, guðlausrar tilveru, undir sýður og vellur
í þeim botnlausa vítispytti, sem hefur spúð glæp-
samlegu styrjaldarfári, byltingum, óstjóm og harð-
stjórn yfir þá fögru veröld, sem við byggjum og
mótum. Og það er einmitt kynslóðin, sem er að
skila af sér, sem hefur opnað þessa brunna undir-
djúpsins eða vanrækt að gæta nauðsynlegra ör-
yggisventla, og ekki annað sýnt en að upp úr sjóði
enn og þá svo, að vart þurfi um sár að binda úr því.
Hér á landi kann þetta að vera miður áleitið við-
horf og fjarstæðara en í þeim löndum, sem nær
hafa verið vettvangi örlagaríkustu viðburða aldar-
innar og þar sem ummerki þeirra eru ótvíræðari.
En sama kalda undirstraums í kenndalífi og lífs-
útsýn kennir hér á landi. Eða er ungt fólk á Is-
landi bjartsýnt? Er það sátt við samtíð sína, von-
glatt og öruggt um framtíðina? Ungu skáldin
svara fyrir sig. Þau tala ekki fyrir allra munn.
En skáld eru löngum skyggn á það, sem dylst í
hugum jafnaldra.
Hvers vegna er þessu á þennan veg farið?
StjórnmáLaáhugi Islendinga er alkunnur. Og
næg eru tækifærin fyrir ungt fólk að fylgjast með
stjórnmálalegum umræðum. Allir stjórnmálaflokk-
ar heita umbótum á hag þjóðarinnar, vaxandi hag-
sæld, batnandi lífskjörum. Vafalaust vilja þeir all-
ir beita alefli sínu í þessa átt. Öll þessi umsvifa-
miklu samtök, stjórnmálaflokkarnir, lofa batnandi
lífskjörum, framhaldi þeirrar uppbyggingar at-
vinnuveganna, sem er stolt okkar, eldri kynslóðar-
innar, lofa fleiri og betri höfnum og vegum, fleiri
og betri skipum, glæsilegri skólum og félagsheim-
ilum, fjölbreyttari menningarstarfsemi. Bætt lífs-
kjör eru síendurtekið fyrirheit allra, sem láta til
sín taka í þjóðmálum. Bráðum fáum við sjónvarp.
Bráðum eiga allir bíl.
Hvað er svo að? Hvers vegna æpir ungi maður-
inn í kapp við ærandi jass og æðislegar saxófón-
rokur, horfandi öskureiður um öxl yfir þetta allt,
segjandi í fúlustu illsku, að engin kynslóð hafi átt
feðrum sínum minna að þakka en sú, sem nú er
ung og tekur við öllum þessum áþreifanlegu um-
bótum og margítrekuðu fyrirheitum um batnandi
lífskjör? Og þeir eru jafnvel til, sem þykir blóð-
ug austræn harðstjórn boðlegar útgöngudyr út úr
þessum heimi hinna hröðu framfara og kröftugu
loforða. Sú kynslóð, sem á minna að þakka en
nokkur önnur, á einskis að sakna né á að hætta,
þótt hún fleygi sér í flauminn, sem stefnir til
kommúnískrar byltingar.
Er það ef til vill að sannast áþreifanlegar en
nokkru sinni fyrr í sögunni, að maðurinn lifir ekki
á „brauði“ einu saman, og að það stoðar lítt að
eignast allt, ef sálinni er búið tjón?
V.
Það er köllun hverrar nýrrar kynslóðar að leggja
dóm á feðranna verk. En sá dómur þarf að vera
stórhuga og róttækur. Og hann þarf að vera já-
kvæður um markmið. En til þess verður hann að
vera reistur á lífrænum forsendum.
Framh. á bls. 34
6
KRISTILEGT SKÖLABLAÐ