Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 9
ÞÓRIR GUÐBERGSSON,
Kennaraskóla íslands:
„Það orð er satt og í alla staði þess vert,
að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom
í heiminn til að frelsa synduga menn,
og er ég þeirra fremstur“.
(I. Tím. 1. 15).
Þórir GuÖbergsson
Það eru um það bil 1900 ár, síðan þessi orð voru
skrifuð. Páll postuli hefur verið fangi í Róm, en
honum er annt um alla sína vini, þess vegna send-
ir hann Tímóteusi bréf. Hann veit, hvernig tím-
arnir eru, hann veit, hvernig aldarhátturinn er.
Alls konar kreddur og annarlegar kenningar vaða
uppi, og hinn fáfróði almúgi lætur blekkjast af hin-
um ýmsu mönnum, sem hafna hinni heilnæmu
kenningu um Jesúm Krist, en steypa sér hins vegar
út í alls konar vanheilög kerlinga-ævintýr, eins og
Páll orðar það sjálfur. Tímóteus er ungur maður
og hefur ef til vill ekki öðlast svo mikla reynslu.
Hann er nú mitt á meðal þessara manna, og þess
vegna sendir Páll honum bréfið m. a. Hann þarf
á áminningu og uppbyggingu að halda. Og þannig
er það enn þann dag í dag. Menn hrekjast fram
og aftur fyrir hverjum kenningarvindi og ruglast
í ríminu, af því að þeir fá ekki að heyra nógu
skýrt hina heilnæmu kenningu. Páll hafði öðlazt
alveg sérstaka reynslu. Hann var útvalið verkfæri
Guðs og kom þannig miklu til leiðar. En honum
er mikið niðri fyrir. Hann vill, að aðrir eignist
þá sömu trú og hann. Hann getur því ekki þagað
yfir því. Hann segir einnig Tímóteusi frá því í
þetta sinn. „Það orð er satt, og í alla staði þess
vert, að við því sé tekið“. Hann, sem áður barðist
gegn kristnidóminum, hefur verið tekinn í sátt við
Guð. Og hann gekk jafnvel svo langt, að hann of-
sótti hina kristnu söfnuði með ákafa. Og liann fann
mikið til þess, sem hann hafði gert. Honum fannst
hann vera fremstur allra syndara. Enginn hafði
brotið svo alvarlega gegn Guði sjálfum sem hann.
En hann hafði gert upp sakimar við Guð og hann
hafði fengið fyrirgefningu allra sinna synda. Þess
vegna verður þetta eins og miklu Ijósara; úr því
að Jesús getur fyrirgefið honum, þá ættu allir
fremur að geta eignast fyrirgefningu. Guð fer
ekki í neitt manngreinarálit. „Komið til mín allir
þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég
mun veita yður hvíld“. t’annig er þetta orðin lif-
andi staðreynd, ekki aðeins fyrir Páli, heldur svo
ótal mörgum öðrum á öllum öldum, allt fram á
þennan dag, að Kristur Jesús kom í heiminn til að
frelsa synduga menn. Allir hafa syndgað. Allir
hafa brotið meira eða minna gegn Guði. En samt
sem áður elskaði hann okkur svo mikið, að hann
sendi okkur sinn einkason, til þess að hver sem á
hann trúir, skuli ekki glatast, heldur hafa eilíft
líf. Það var vissulega mikið í húfi, því að „hann
var særður vegna vorra synda og kraminn vegna
vorra misgjörða, hegningin, sem vér höfðum til
unnið, kom niður á honum, og fyrir kms benjar
urðum vér heilbrigðir“. (Jes. 53.5)
Er hægt að fá það fram með skýrari orðum?
Páll vissi það líka vel, að það var ekkert hjá hon-
um eða í honum sjálfum, sem gat veitt honum
fyrirgefningu. Það var aðeins af einskærri náð og
engu öðru. Þvi að hegningin, sem hann hafði til
unnið, kom niður á Jesú. Og þannig er það einnig
með okkur. Við finnum og vitum, að við brjótum
gegn vilja Guðs og við erum engan veginn þess
verðug að fá fyrirgefningu. En miskunn Guðs er
óendanlega mikil og trúfesti hans varir að eilífu.
Sá, sem í einlægni og auðmýkt trúir Guði og
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
7