Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 10

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 10
treystir honum, hann er á réttri leið. I bréfi sínu til Efesusmanna segir Páll: „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú, og er það ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf“. Engin verk, engir eigin verðleikar koma til greina. Það er eingöngu af náð Guðs. Það er sama, hver syndarinn er, hvað hann heitir, og hvað hann hefur gert af sér, Jesús Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga menn, til að leysa þá undan fjötrum syndarinnar og veita þeim hvíld. Og hversu unaðslegt er að vita þetta. Þótt sífelldur ótti og kvíði sæki að, þá meg- um við trúa honum fyrir þvi, leggja það í hans hendur, og hann mun veita okkur hjálp. Þó að við eigum í erfiðleikum og vanda, megum við treysta honum fyrir því, og hann mun greiða okk- ur veg. „Fel Drottni vegu þína, treyst honum, og hann mun vel fyrir sjá“. (Sálmur 37. 5). „Það orð er satt, og í alla staði þess vert, að við því sé tekið“. Það er sama á hvern hátt við lítum á það, það er í alla staði þess vert, að við tökum á móti því og trúum því, að það sé satt, og getum þannig tileinkað okkur það persónulega. Við skulum því aðeins að lokum athuga nokkur veigamikil atriði, sem hver sá þarf að athuga, sem vill virkilega vera lærisveinn Jesú Krists. BIÐJIÐ. Bænin er án efa eitt mikilvægasta at- riði í lífi hvers kristins manns. Sá, sem trúir á Guð og treystir honum í einlægni, hann finnur brátt, að Guð bregst ekki. En hann kemst einnig að raun um, að hann bænheyrir ekki alltaf eftir því, sem við viljum og höldum þannig, að sé okk- ur fyrir beztu. En þá vitum við lika þetta, að það sem Guð vill, er ætíð það bezta. (Sálmur 37. 5). Við þurfum því að biðja á hverjum degi, helzt oft á dag, til þess að við öðlumst samfélag við Guð og hljótum þannig kraft frá honum. Því að: „Þeir, sem vona á Drottin, fá nýjan kraft". Líf án samfélags við Guð er einskis virði og ber engan ávöxt. LESIÐ. Það er ekki nóg, að við tölum við Guð, hann þarf einnig að fá að tala við okkur. Við þurf- um því að lesa í Biblíunni á hverjum degi, til þess að við getum betur séð en áður, hvað er Guðs vilji. Við þurfum að lesa til að öðlast meiri þekk- ingu á Guði og hans orði. Lestur Guðs orðs er nauðsynlegur og ómissandi hverjum þeim, sem vill vera trúr og einlægur lærisveinn hans. HLÝÐIÐ. Það er ekki nóg að lesa, við þurfum að geta tileinkað okkur það, sem við lesum. Og það getum við með því að biðja ávallt, áður en við lesum. Við þurfum að varðveita orð Guðs í hjörtum okkar, til þess að það geti orðið okkur til blessunar. Við þurfum að hlýða hinni heilögu raust Guðs og fara eftir því, sem hann segir okkur. Við verðum að trúa því, að það sé satt, sem hann segir okkur í Biblíunni. Það eru margir, sem vilja fylgja Guði, þegar allt gengur vel, en fáir, sem vilja fylgja honum í þrengingum. En Jesús segir sjálfur: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér“. Það er einkum þetta þrennt, sem mig langaði að lokum til að leggja áherzlu á: 1. Að biðja, 2. Að lesa, 3. Að hlýða. „Það orð er satt og í alla staði þess vert, að við því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til að frelsa synduga menn“. Og þar á meðal erum við einnig, en aðeins ef við viljum trúa á hann og treysta honum. _ i'íjl ihóíumót ^ J\rii/ií((i ihólciácimtöL ef Kristilegt skólamót verSur haldiÓ um bœnadag- ana (25.—28.marz) í Vatnaskógi. öllum fram- haldsskólanemendum er heimil þátttaka, og ber þeim að snúa sér til skrifstofu K.F.U.M., Amt- mannsstíg 2 b, fyrir 22. marz. Stjórnin. Kristileg skólasamtök starfa að útbreiðslu fagn- aðarerindis Guðs meðal skólaæskunnar. Þau halda fundi sína á laugardögum kl. 8,30 e. h. að Amt- mannsstíg 2 B. Dagskrá fundanna er mjög fjöl- breytileg. Jafnframt gengst félagið fyrir bænarstund fyrir félagsmenn á þriðjudögum kl. 8,30 e. h. 8 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.