Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 11
HILMAR E. GUÐJÓNSSON,
Verzlunarskóla íslands:
a n n uar áœróur
„Hann var særður vegna vorra synda,
kraminn vegna vorra misgiörða, og hegn-
ingin, sem vér höfðum til unnið, kom
niður á honum, og fyrir hans benjar
urðum vér heilhrigðir". (Jes. 53. 5).
Hver er þessi „hann“, sem talað er um í þessu
versi? Hver er þessi „hann“, sem var særður vegna
vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða?
Skelfing spyr ég barnalega. Gerist þess nokkur
þörf að spyrja að þessu? Veit þetta ekki hver heil-
vita maður? Vita ekki allir, að „hann“ er Jesús
Kristur? Jú, sennilega rennur það nú upp fyrir
flestum, svona þegar minnzt er á hann, að þeir
hafi einhvern tíma heyrt hans getið. Og ef til vill
eru einhverjir, sem vita, að hann var merkileg
persóna í mannkynssögunni, að tímatal okkar er
miðað við fæðingu hans, og þar fram eftir götun-
um. En því miður eru þeir teljandi fáir, sem
þekkja hann í raun og sannleika. t>ekkja hann
sem sinn persónulega frelsara. Frelsara, sem hefur
leyst okkur mennina úr viðjum syndarinnar með
þvi að taka á sig þá réttmætu hegningu, sem við
höfðum til unnið. Og sú hegning, sem við höfð-
um til unnið, var dauði. Því að laun syndarinnar
er dauði. Og hér er ekki nokkur maður undanskil-
inn. „Því að allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð“. (Róm. 3,23). Hverjum einasta manni var
því fyrirhúinn eilífur dauði.
En almáttugur Guð gat ekki horft upp á það, að
við mennirnir dæjum í synd. Til þess var hann
of kærleiksríkur. Hann ákvað því að fórna sín-
um einkasyni fyrir okkur. „J’ví að svo elskaði Guð
heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess
að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi
eilíft lif“. (Jóh. 3,16).
Er ekki dásamlegur boðskapur fólginn í þessum
orðum? Jú, vissulega. Okkur syndugum mönnum,
sem ekkert er fyrirbúið nema eilífur dauði, eilif
útskúfun úr samfélaginu við Guð, eilíf glötun,
okkur er nú veitt sakaruppgjöf, aðeins ef við vilj-
um trúa á Jesúm Krist, Guðs son, sem lagði líf
sitt í sölurnar fyrir mig og fyrir þig.
Er þessi boðskapur ekki þess virði, að við gef-
um honum gaum? Höfum við efni á að afneita
Jesú Kristi? Ég held ekki. Og ég meira en held
ekki, ég veit, að við höfum ekki efni á því. Við'
vitum ekki hvenær ævi okkar lýkur hér á jörð. Og
erum við þá viðbúin að mæta Guði? Nei, ekki á
meðan við enn erum að burðast með syndir okkar
sjálf. Ekki meðan við enn höfum ekki kannast við
synd okkar og sekt frammi fyrir Guði. Við skulum
því snúa okkur til hans í auðmjúkri bæn um fyrir-
gefningu synda okkar. Og við skulum ekki draga
það neitt, við skulum gera það strax. Það getur
orðið of seint að gera það á morgun, en í dag er
náðardagur. Og gefum honum hjarta okkar allt.
Það þýðir ekki að ætla honum rúm úti í einhverju
horni hjartans, en ætla sjálfum sér að ráða yfir
hinu. Ef við viljum í raun og veru vera honum
trú, verðum við að afhenda honum allt, stórt og
smátt. Við verðum að leggja alla hluti fram fyrir
Guð og skoða þá í ljósi hans orð og athuga, hvort
við gerum hans vilja eða ekki. Ef við álítum eitt-
hvað hans vilja, ber okkur að framkvæma þ.að með
hjálp Guðs. Því að það er útilokað fyrir okkur
að ætla að fela eitthvað fyrir Guði, því að hann
Framh. á bls. 17
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
9)