Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 12

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 12
FELIX ÓLAFSSON, Sæll vertu lesandi góður! Það var skynsamlegt af þér að líta í „Kristilegt skólablað“. Bara að skólafélagar þínir sjái nú ekki til þín. Þeir gætu haldið, að þú værir orðinn heil- agur. Ég tala nú ekki um, ef þú værir að lesa grein um kristniboð. Líklega ertu þó ekki með öllu and- vígur kristindómi. Nei, hvers vegna ættir þú að vera það? Það getur verið gott að eiga Guð að, þegar prófin fara að nálgast. Ekki aðeins skóla- prófin, heldur þau próf, sem þú munt verða að ganga í gegnum á lifsleiðinni. Það kann svo Sem vel að vera, að þú hafir dá- lítið gaman af trúmálum, svona innst inni fyrir. Og það hefur dýpri og eðlilegri orsök, en þú gerir þér grein fyrir. Guð hefur fylgt þér eftir frá þeim degi, er þú fyrst sást dagsins ljós. Hugsaðu þig vel um. Er það ekki einmitt staðreynd, að hann hafi aldrei sleppt af þér hendinni. Hvar værir þú á vegi staddur, ef hann hefði gert það? En hvers vegna hefur hann látið sér svo annt um þig? Auðvitað vegna þess, að hann elskar þig. Þú ert dýrmætur í augum hans. Það segir Biblían. En hún segir einnig, að hann hafi haft fyrirætl- anir í hyggju með þig. Það var aldrei ætlun Guðs, að þú skapaðir sjálfum þér frægð og hylli, en gleymdir honum. Það var ekki ætlun hans, að líf þitt yrði innantómt og sjálfselskufullt. Þú áttir að framkvæma vilja hans honum til dýrðar. Fyrsta skilyrðið fyrir, að svo geti orðið, er, að þú trúir því, að Jesús Kristur sé sonur Guðs og frelsari heimsins. Það skiptir svo miklu máli, vegna þess að án þeirrar trúar nær lífið aldrei tilgangi sínum. Það er ekki hægt að lifa og þjóna Guði, en afneita syni Æskan og hans. Auk þess er það einmitt vilji Guðs, að allir tnenn megi öðlast trú á Jesúm Krist. Án þeirrar trúar er ekkert samfélag við Guð hugsanlegt. Þetta var því ætlun Guðs: að þú mættir eignast þessa trú, og að þú lifðir fyrir það eitt að útbreiða trúna á hann. Þess vegna varðar kristniboðið hvern einasta kristinn æskmnann mikið. Kristniboð er útbreiðsla trúarinnar. Það er þitt hlutverk. Og Guði nægir ekki, að menn helgi honum tvö eða þrjú síðustu ár ævinnar. Hann vill eiga allt líf okkar. Nú geta ekki allir orðið kristniboðar að atvinnu, en það er ekkert því til fyrirstöðu, að málefni Drottins verði okkur kærara en allt annað, í hvaða stétt eða stöðu þjóðfélagsins, sem við erum. Ég þekki marga menn, sem á unga aldri fengu skýrt kristniboðskall. Þeir ályktuðu þá strax, að Guð 10 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.