Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 13
KRISTNIBOÐI
kmtmboðið
ætlaði þeim að fara út til heiðinna þjóða með
fagnaðarerindið. Síðar kom í ljós, að svo var ekki.
Var köllun þeirra þá blekking? Engan veginn.
Guð vildi einmitt tendra eld kristniboðsins í hjört-
um þeirra, til þess að þeir yrðu máttarstólpar þess
heima fyrir.
Sjálfur var ég mjög ungur, þegar ég sannfærð-
ist um, að Jesús Kristur væri frelsari minn og allra
manna. Mér varð ljóst, að án hans gæti ég hvorki
lifað né dáið, vegna þess að ég þyrði ekki að horfa
framan í Guð. Ég var syndugur maður, sem
ekkert hafði fram að bera. En í fylgd með syni
Guðs gat ég gengið fram fyrir hann, hvenær sem
var. Hann var borgunarmaður minn. Nokkru
seinna fór ég einnig að fá áhuga á kristniboði.
Þetta tvennt hlýtur að fara saman. Það hlýtur að
vera eitthvað ábótavant við trú þess manns, sem
Velix Ölafsson krisíniboSi viS smiSar á kristniboSsstöSinni
í Konsó.
Ljós heimsins
engu lætur sig skipta sálarheill þeirra milljóna,
sem ekki þekkja Jesúm Krist. Við vitum, að tíman-
legt böl þeirra er yfirleitt mikið, en verst er þó
hið andlega myrkur, sem umlykur þá. Þeir þekkja
ekki Guð. Þeir dýrka skepnuna í stað skaparans
og elska sjálfa sig meira en Guð og náungann.
Enginn treystir öðrum. Hjátrú, ótti og tortryggni
stjórna gjörðum manna. Og þó dó Jesús fyrir þá.
Hann elskar þá jafn heitt og hann elskar þig.
Hann vill, að þeir verði hólpnir, á sama hátt og
hann vill, að þú verðir það. En „hvernig eiga þeir
á hann að trúa, ef enginn vill segja honum frá?“
Þar var þitt hlutverk.
1 Suður-Eþíópíu er dálítill íslenzkur kristniboðs-
akur. Þar bíða mörg óleyst verkefni. Og þau verk-
efni verða ekki framkvæmd nema því aðeins, að
kristin æska Islands hlýði kalli Guðs. Þú ættir því
að biðja hann að leggja þér svo ómótstæðilega á
hjarta útbreiðslu Guðs ríkis, að þú getir ekki ann-
að en helgað því líf og krafta.
Og svo ætla ég að enda á sama hátt og ég byrj-
aði. Það kann að vera, að þú hafir skeytt fremur
lítið um andleg mál upp á síðkastið. Þannig fer
fýrir svo mörgum á unglingsárunum. En þú biður
e. t. v. „Faðir vor“ ennþá, svona öðru hverju að
minnsta kosti. Þá biður þú einnig „tilkomi þitt
ríki“. Það er bæn fyrir kristniboðinu. Minnstu þess
næst, þegar þú ferð með þá bæn og alltaf hér eftir,
að Guð skapaði þig einmitt, til þess að sú bæn
mætti rætast. Líf þitt nær því aðeins tilgangi sín-
um, að þú í samfélagi við hann þjónir honum.
Og enga lífshamingju, enga gæfu get ég hugsað
mér meiri en þá að fá að vera nálægt honum og
vera kallaður samverkamaður hans.
KRISTILEGT SKÖLABLAÐ
11