Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 14

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 14
BENEDIKT ARNKELSSON, CAND. THEOL. tók saman. BenecLikt Arnkelsson Hún var dóttir auðugs prests og einnar af fjór- um konum hans, þeirrar sem hann hafði mestar mætur á. Chundra Lela skyldi hún heita, „Leikur tunglsgeislanna". Vafalaust fólst í nafngiftinni vísbending um vonir foreldranna um dóttur sína. En líf hennar varð enginn leikur. Saga hennar er jafnframt saga milljóna Austurlandabúa, heið- inna manna, sem leita sannleikans og friðar í hjarta, en finna ekki -— fyrr en þeim berst boð- skapurinn um hann, sem er sannleikurinn. Um aldaraðir og allt til vorra daga hafa barna- brúðkaup tíðkazt í Austurlöndum. Chundra Lela var sjö ára, þegar foreldrar hennar giftu hana. „Mann“ sinn missti hún þó aðeins tveim árum síðar, og þá var hún orðin ekkja. En auðvirðilegri mannverur voru tæplega til en barnungar ekkjur. Faðir hennar, sem var í þjónustu konungsins, kenndi henni að lesa mál þjóðar sinnar, Nepal, og sanskrít, hina fornu frumtungu Indlands. Stúlkan var miklum gáfum gædd. Hún kynntist einnig trú feðranna, og áður en hún varð 13 ára, fór hún í fyrsta sinn í pílagrímsgöngu með föður sínum á helgan stað í Austur-Indlandi. Þar lézt faðir henn- ar, og var líkið brennt fyrir augum telpunnar. Þekkingarþorsti var henni í blóð borinn. Hún tók að lesa af kappi helgar bækur, þótt ung væri. Hún fræddist meira um helgistaði Indlands og um þau fyrirheit, sem voru tengd því að vitja þeirra. Hið ömurlega hlutskipti hennar jók á þrá hennar eftir friði og fótfestu. Hún fylltist því eft- irvæntingu, þegar hún las í trúarbók einni, að henni væri heitin fyrirgefning þeirrar syndar, sem valdið hefði ekkjudómi hennar, ef hún bæðist fyr- ir í fjórum tilteknum musterum. Einnig heiðingj- arnir hafa samvizku. En hún er ekki upplýst af heilögum anda, heldur mótast af umhverfinu, af ríkjandi skoðunum. Lela þráði að hljóta þessa fyr- irgefningu. En fengi hún að fara? Hún strauk að heiman að næturþeli. Hún bjó sig pyngju og fataböggli og hlaut fylgd tveggja þjónustustúlkna. Þær hétu henni trúnaði og skyldu hljóta að launum eilífa blessun. Ferðin til friðar var hafin. Lela fór höndum um talnaband sitt á göngunni og þuldi fyrir munni sér særingaþulur, sem hún hafði lært í Veda og öðrum helgum rit- um. Hún baðaði sig í öllum helgum ám, sem á vegi hennar urðu, fómaði á ölturum, gaf brama- prestum ölmusur og vitjaði mustera. Þetta skyldi verða einlæg pílagrímsganga. Hún kom m. a. til Kalkútta, þar sem stærsta musterið er helgað „blóðugu gyðjunni“, sem skrýðist hálsbandi úr hauskúpum. Fyrrum þá gyðja þessi mannfórnir, og ræningjar brýndu sveðjur sínar frammi fyrir henni og báðu hana að leggja blessun sína yfir hryðjuverk þeirra og manndráp. Lela kom á fyrsta helgistaðinn, sem fyrirgefn- ingin var tengd við, musteri Jagannaths á austur- strönd Indlands. Vart getur ógeðslegra skurðgoð í öllu Indlandi en líkneskjuna af Jagannath, Heims- drottnaranum. Chundra Lela dvaldist þó tvær vik- ur í návist hans og framkvæmdi þá helgisiði, sem krafizt var. Musterið í Ramanath er í Suður-Indlandi, nið- ur undir Ceylon. Það er forkunnar fagurt. Það geymir stein, sem guðinn Ram á að hafa komið þar fyrir og hindúar tilbiðja. Steinninn er laug- aður vatni úr hinni helgu á, Ganges, en vatnið síð- an selt pilagrímum. Milljónir manna tilbiðja Ram, þótt „saga“ hans sé hin fáránlegasta. I tíu daga ákallaði Chundra Lela Ram. Hún keypti sér litla mynd af guðnum og tók hana síðan með sér á öll- um ferðum sínum og tilbað framar öðrum goðum. Dwarakanath hét þriðji helgistaðurinn, sem 12 KRISTILEGT SKÖLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.