Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 17
STÍNA GíSLADÓTTIR
Menntaskólanum í Reykjavík:
Ég yrði ekki undrandi, þótt þú hlægir að þessari
spumingu, því að auðvitað hefur þú ekki séð
Jesúm. Ég gæti ímyndað mér, að þú mundir svara
á þá leið, að Jesús búi á himnum og sé þess vegna
fjarri okkur, eða að þú mundir segja, að hann
væri ósýnilegur. Þetta er í rauninni mjög eðlilegt
svar. Því að ef við tökum það bókstaflega, hefur í
raun og veru ekkert okkar, sem nú lifum, séð
hann. En hvaða fjarstæða er þá að koma með
spurningu af þessu tagi? Er það ekki kjánalegt, úr
því að ég játa það sjálf, að þú hafir ekki séð Jes-
úm? Nei, ég ætla nefnilega að benda þér á annað.
Ég hefi séð Jesúm, ekki í mannslíki, heldur sem
lifandi, áþreyfandi staðreynd. Jóhannes segir í
upphafi 1. bréfs síns: „Efni vort er það sem var
frá upphafi, það sem vér höfum heyrt, það sem
vér höfum séð með augum vorum, það sem vér
horfðum á og hendur vorar þreifuðu á, það er orð
lífsins.“ Og þó höfðu þeir ekki allir séð Jesúm
í mannsmynd. En hvað er þá átt við með þessu?
Ég get líkt sýninni við myrkan morgun, þegar nap-
ur kuldi ríkir og myrkrið umlykur allt, en svo allt
í einu sér þri sólina koma upp og allt verður al-
bjart. Þannig er Jesús; birtu leggur af honum.
Ég sá Jesúm dag nokkurn, þegar mér fannst eng-
inn litur á neinu og allt svo hræðilegt. Hann birt-
ist mér þannig, að birta kom úr fjarska og gerði
hið nakta og fátæklega fallegt. Bjarminn leið yfir
engi — og ég sá hann lýsa upp, jafnvel dimmasta
kofa, og umlykja hið hræðilegasta hinni miklu
dýrð sinni. Hann lýsti upp hjarta mitt, sem var
svartara en allt annað. Hamingjusöm stóð ég
frammi fyrir þessari miklu dýrð ljóssins. Þennan
bjarma skalt þú samt ekki álíta sólargeisla; hann
er miklu meira. Það var bjarminn frá Drottni,
hann lýsti upp hið syndum hulda hjarta mitt.
Ég vildi gjarnan geta sýnt þér þessa dýrð, en ég get
það ekki, og henni verður aldrei lýst. En nú veit
ég, hvað það er, og það er þess vegna, sem mig
langar einnig til, að þú sjáir þetta.
Hér færðu skýringuna á því, sem svo margir
spyrja um: „Hvers vegna er þetta fólk að segja
okkur frá þessari vitleysu? Ef það er sælt í þessari
trú sinni, og við erum sæl eins og við erum, þótt
við séum ekki að tilbiðja einhvern Guð, sem alls
ekki er svo mikið sem hægt að sjá, því þá ekki
að láta okkur vera i friði?“ — Við erum að vísu
sæl í okkar trú hvert um sig, en það er meira, sem
okkur vantar. Ég hef lifað lífi án Guðs, látið mér
allt í léttu rúmi liggja, en ég hef einnig séð Jesúm.
Þess vegna veit ég, já, af eigin reynslu, hvernig
þér líður, og þess vegna þrái ég, að þú komir til
hans. Ég hef reynt hvort tveggja, en þú aðeins
annað. Á því sérðu, að ég segi þetta ekki út í blá-
inn, en þekki þetta. Ég skil þig einnig vel, en láttu
samt eftir.
1 1. Mós. 21. er sagt frá konu, Hagar að nafni,
sem var með bara sitt úti í eyðimörk. Vatnið var
þá þrotið, sem hún hafði meðferðis, og sagði hún
því: „Ég get ekki horft á, að barnið deyi“.
Kæri vinur, mig langar einnig til að taka þessi
orð mér í munn. Þú ert eitt af börnum Guðs. Hann
hefur keypt þig með blóði sínu, er hann úthellti
á krossinum. Þú kemst ekki undan. Þótt þú reyndir
að fela þig, kæmist þú samt ekki hjá því að vera
hans barn, „því að hvort sem vér lifum eða deyj-
um, þá erum vér Drottins. Hugsaðu þér móður,
sem veit af barni sínu langt í burtu og veit af þján-
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
15