Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 20

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 20
Svandís PéturscLóttir Þegar nú Jesús hafði til sín tekið edikið, sagði hann: „Það er fullkomnað!" Og hann hneigði höfuðið og gaf upp andann. Jóh. 19. 30. „Það er fullkomnað“. Þú hefur heyrt þessi orð nefnd, „síðustu orð Jesú á krossinum", en hefur þú nokkurn tíma hugsað um, hvað er fólgið í þess- um orðum? Þú skalt aðeins, áður en þú hugleiðir þau nánar, staðnæmast þarna hjá krossi Jesú og líta fljótt yfir æviár hans. Þú manst eftir því, að hann fæddist í fjárhúsi og hann var lagður í jötu, því það var ekki rúm fyrir Maríu og Jósef í gisti- húsinu. Samt sem áður komu menn að jötunni og veittu honum lotningu, en aðrir ætluðu að taka hann af lífi. Boðskapurinn um fæðingu hans hljóð- aði þannig: „Yður er í dag frelsari fæddur“. Mörg ár eru liðin. Nú sérð þú Jesú á gangi með- fram ánni Jórdan, og þér er bent á hann með þess- um orðum: „Sjá, Guðslambið, er ber synd heims- ins“. Síðan sérð þú hann álengdar, þegar hann tal- ar við fólkið, gerir kraftaverk og læknar. Svo er hann handtekinn og dreginn fyrir dóm, en ráða- menn landsins finna enga sök hjá honum. Þó er hann hæddur, píndur og að lokum krossfestur sak- laus, milli tveggja illræðismanna, til þess að ræt- ast skyldi: „Og menn bjuggu honum gröf meðal illræðismanna, þótt hann hefði eigi ranglæti fram- ið og svik væru ekki í munni hans.“ (Jes. 53. 9). Svo voru síðustu orð hans: „I3að er fullkomnað“, og hvað átti hann við með því? Hann hafði full- SVANDÍS PÉTURSDÚTTIR, Menntaskólanum í Reykjavík: komnað verkið, sem Guð hafði sent hann til að vinna. Því að Guð elskar þig svo mikið, að hann sendi son sinn, Jesúm Krist, hingað niður á jörðina til þess áð deyja fyrir þínar syndir, svo að þú gætir öðlazt fyrirgefningu og eilíft líf. Þú hefur kannske aldrei hugsað um það, að þú værir í raun og veru syndari. En ef þú lest Róm. 1.28—32 og prófar síðan sjálfan þig, kemstu bráðlega að annarri niður- stöðu. Og þá er gott til þess að vita, að Jesús Krist- ur, frelsari mannanna, hefur greitt sektina. Hann ber burtu syndirnar, afmáir þær, aðeins ef þú kemur með þær fram fyrir hann. Því það sem hann átti við með orðum sínum. „Það er fullkomn- að“, er, að hann hafi greitt sektina. Taktu á móti Jesú inn í líf þitt og játaðu syndir þínar fyrir honum. Þá muntu eignast hið eina sanna líf, sem vert er að lifa. Þú munt eignast vin, sem stendur við hlið þér í blíðu og stríðu, reiðubúinn að hjálpa, hvenær sem þörf krefur, Og að lokum muntu fá að dvelja um eilífð með Guði, þegar jarðvistardögum þínum lýkur. Jesús er tilbúinn og biSur. ÞaS stendur því aS- eins á þér aS koma. Eftir að þetta allt var skeð, edikið Jesús smakka réð, þrótt og lífskrafta þverra fann, „það er fullkomnað", sagði hann. Herra Jesú, ég þakka þér, þvílíka huggun gafstu mér, ófullkomleika allan minn umbætti guðdómskraftur þinn. 18 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.