Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 22

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Qupperneq 22
HELGI HRÖBJARTSSON, HandíSa- og myndlistaskólanum: Hann var §jómaðnr eg liafdi verið við í§land Sagt frá skólaferbalagi. Helgi Hróbjartsson Allir voru í óða önn að komast í bílana, hver með sína tösku eða böggul. Og nú var um að gera að vera íljótur til þess að fá gott sæti. Þetta voru bibliuskólanemendur, 76 að tölu, á leið frá skarki Oslóborgar í sveitasæluna, eins og það er stundum kallað. Ferðinni var heitið til Brunlanes í Vestfold, byggð, sem liggur fyrir sunnan Larvík. Bíllinn þaut eftir veginum. Allir voru í góðu skapi. Það var talað, skrafað og sungið. Brosandi æskufólk var í hverju sæti. Fyrsti viðkomustaðurinn var búnaðarskólinn á Gjennestad. En tíminn var of naumur, til þess að möguleiki væri á að skoða skólann sem skyldi, og urðum við að láta okkur nægja að ganga um stað- inn. Þessi skóli er rekinn af norska heimatrúboð- inu. Ffeimatrúboðið hefur að minnsta kosti 3—4 slíka skóla víðs vegar um Noreg. Síðan var haldið áfram og keyrt í gegnum bæ- inn Larvik án viðdvalar. Myrkrið var þegar skoll- ið á, og enn áttum við spölkorn eftir. Við vorum komin af suðurlandsþjóðveginum og vorum nú á mjóum malarvegi. Okkar endanlegi ákvörðunar- staður var Helgeroa, lítið og snoturt þorp í Brunla- nes. Hér komum við inn í samkomuhús, og var þar vel tekið á móti okkur. Þar fengum við smurt brauð með alls konar góðu áleggi og margt ann- að, sem bragðaðist vel, enda borðuðu allir mikið og með góðri lyst. Eftir máltíðina var hópnum skipt niður. Söng- flokkurinn svokallaði fór með einum kennaranum (Fuglestrand) til Tvedalen, sem var í næsta ná- grenni, til þess að halda samkomu þar. En við hin, þ. e. a. s. nemendakórinn, vorum áfram í Hel- allt leikur í lyndi, heldur einnig, og ekki síður, í erfiðleikum. Það er ekki nóg að lesa og heyra orð hans. Til þess að geta verið hans lærisveinar verðum við líka að biðja til hans, fela honum allt í hendur. Hann sér bezt fyrir öllu. Við þurfum einnig að segja öðrum frá honum, færa þeim þennan gleðilega boðskap, sem við höf- um fengið að heyra og njóta. Og við skulum láta játningu okkar hljóma hátt með því að breiða hans ríki út á meðal mannanna. Það er alls ekki litill sómi að fá að þjóna honum, sem með krossdauða sínum leysti okkur frá syndinni. Við þurfum að helga okkur af alhug honum, hikum ekki, heldur göngum hiklaust með honum. Með honum eigum við að berjast mót syndinni, fylkja okkur undir merki hans, koma að krossin- um, þar sem Guð gefur okkur gleði í trúnni. Þar eignast hjörtu okkar hans frið. Kæri vinur, ég vona að þú leitir hans, treystu honum, hann mun vel fyrir sjá. Og að lokum vil ég enn minna þig á orðin í Orðskv. 23. 26: „Son minn, gef mér hjarta þitt“. Gwð vill eiga hjarta þitt, Kristur kallar þig. 20 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.