Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 23

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 23
geroa. Um kvöldið héldum við samkonm á staðn- um, þar sem skólastjóri okkar talaði. Áður en við komum til þorpsins, hafði allt ver- ið undirbúið fjTÍr komu okkar. Áætlun hafði ver- ið gerð yfir þá daga, sem við áttum að vera í Brunlanes, svo að ekkert var að gera nema að biða og heyra, hvað væri næst á dagskránni. Eftir samkomuna var öllum nemendunum rað- að niður á ýmis heimili, tveimur og tveimur sam- an. Ég, ásamt öðrum nemanda, fylgdi gömlum manni. Heimili hans var í Nevlunghavn, sem er lítill fiskibær við ströndina. Okkur var innilega tekið á heimili gamla mannsins. Inni stóð hlaðið borð af tertum og kökum og alls konar góðgæti öðru. Okkur var vísað til sætis við borðið. Það hafði verið beðið eftir okkur, þar eð áliðið var kvölds. En varla höfðum við tíma til að njóta þess, sem fram var borið, þar sem umræður og samtöl skip- uðu fyrsta sæti. Umræðurnar snerust meðal ann- ars um Island. Gamli maðurinn sagði okkur frá því, að hann hefði dvalið á Islandi um það bil 8 ár um aldamótin, og hann sagði okkur frá ýmsum atvikum, sem höfðu komið fyi'ir hann þar. Við höfðum unun af að hlusta á frásögn hans. Hann hafði verið lengst af sjómaður og ferðazt um öll heimsins höf, suður til Ástralíu, vestur til Am- eríku og til Asíu og Afríku. En núna var hann hættur sjómennskunni, hann var orðinn gamall, nærri níræður og setztur í helgan stein. „En það er eitt,“ sagði hann, „sem hefur hald- ið mér uppi öll þessi ár. Ég hef átt frelsara og vin, Jesúm Krist.“ Síðan sagði hann okkur frá því, að hann hafi verið kristinn frá því hann var 21 árs gamall. Hann sagði okkur, hvað það gat verið erf- itt að vera kristinn á sjónum. Freistingarnar þar eru margar, þær leynast í hverri höfn, á hverjum viðkomustað. Hann tók upp slitna biblíu, rétti fé- laga mínum og sagði: „Lesið Jesaja 50, það varð mér einu sinni til hjálpar inni i myrkviði Af- riku, þar sem ég lá og efaðist um sáluhjálp mína.“ Og félagi minn las: „Svo segir Drottinn: „. . . Hvers vegna var enginn fyrir, þegar ég kom, hví gegndi enginn, þegar ég kallaði? Er hönd mín þá svo stutt orðin, að hún geti eigi frelsað, eða vantar mig mátt til að bjarga? . . .“.“ Hann benti okkur á ýmsa fleiri ritningarstaði. Það var orðið áliðið nætur, þegar við loksins gengum til náða. Ég undraðist, hvað g.amli maður- inn var málhress svona langt fram eftir nóttunni. „Ég verð aldrei þreyttur, þegar ég tala um Drott- in minn og frelsara,“ sagði hann. Þegar við vöknuðum morguninn eftir var bjart veður. Og er við höfðum snætt morgunverð, fórum við út og skoðuðum þorpið. Mættum við þá mörg- um skólafélögum, sem voru einnig að skoða sig um. Og nú var spurt og spjallað, og allir höfðu frá nógu að segja. Allir fullyrtu hver um sig, að þeir hefðu haft það bezt og verið hjá bezta fólkinu. Um kvöldið fóru kennarar skólans með sinn nemendahópinn hver á ýmsa samkomustaði víðs vegar um sveitina. Við fengum hlýjar móttökur, og kvöldið var hið ánægjulegasta. Á leiðinni til baka var mikið sungið í bilnum, það var eins og það væri ekki hægt að hætta að syngja. Gamli maðurinn var ekki genginn til náða, þegar við komum, heldur sat hann í stofunni og las í blaði. „Sælir, drengir, þetta hefur gengið vel?“ spurði hann, um leið og hann bauð okkur sæti. Við sögð- um honum frá atburðum kvöldsins og hvemig allt hefði gengið til. Hann sjálfur hafði ekki getað far- ið með okkur, þar sem langt var að fara. Eins og kvöldið áður sátum við ásamt honum inni í stofunni og töluðum saman. Það, sem mér er einna minnisstæðast frá því kvöldi, var, þegar hann fór að segja okkur frá sonum sinum og minntist sérstaklega á einn son sinn, sem hann hafði misst. „En ég fæ að sjá hann aftur, þegar frelsari minn kallar mig heim,“ sagði hann, og andlitið ljómaði. KRISTILEGT SKÖLABLAÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.