Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 24
Hvílík sigurvissa og öryggi. Þá skildi ég það bet-
ur en nokkru sinni fyrr, hvað þeir eiga mikið, sem
eiga slíka von. Og svo lét hann okkur lesa eitt af
uppáhaldsritningarorðum sínum, Heb. 12.22, og
útlagði það á sinn hátt.
Þannig leið síðasta kvöldið, sem við vorum hjá
honum.
A sunnudagsmorguninn voru guðsþjónustur í
öllum þrem kirkjum sveitarinnar, og fór ég í
Bergskirkju. Þar messaði einn kennarinn okkar.
Margir komu til guðsþjónustunnar, og þótti mér
vera sérstakur helgiblær yfir henni. Þangað kom
margt fólk úr sveitinni, það hafði frí frá hvers-
dagsvinnunni og kom því í kirkju til að hlusta á
Guðs orð. Mér var sérstaklega minnisstætt, þegar
við, sem í nemendakórnum voru, stóðum fyrir
framan fólkið og áttum að syngja, hvað allir voru
fullir eftirvæntingar. Það er eins og ég sjái ennþá
öll þessi ljómandi andlit.
Þegar aftur var komið til Nevlunghavn og við
höfðum borðað miðdegisverð, fóru nokkrir nem-
endur í gönguferð út fyrir þorpið. Ég slóst í för
með þeim, þar sem ég hafði ekkert annað fyrir
stafni. Fórum við eftir fáförnum vegi, sem lítið er
ekinn. Á einum stað komum við að helli. Opið á
honum var tæplega tveir metrar á hæð og einn
metri á breidd og lá utan í klettavegg. Við sáum
greinilega göngin, sem lágu inn í hann. Það varð
úr, að við fórum allir inn til að rannsaka hann
LELA Framh. af hls. 14:
nokkur kemur til hennar, heilsar og spyr: „Ert þú
Chundra Lela?“ „Já, sonur minn. En ég þekki þig
ekki“. „Manst þú eftir því, að þú varst við Mag
mela í Allahabad fyrir fjórtán árum?“ „Já, ég var
þar“. „Minnist þú þess, er þú áttir miklar kapp-
ræður við hóp bramatrúarmanna dag nokkurn, að
þeir gátu ekki eytt rökum þeim, sem þú barst fram
kristindómnum í vil, og hurfu svo á brott, hver
á eftir öðrum? Manst þú eftir því, að undir lokin
kom hindúadrengur til þín og sagði þér, hversu
órór hann væri inni fyrir, og þú sagðir: „Ungi
maður, ef þig langar til að hljóta hamingju í þessu
lífi og vera öruggur um það líf, sem er fyrir hönd-
um, þá afneitaðu hinum falska átrúnaði þínum,
og gerztu einlægur kristinn maður“? Ég er ungi
pilturinn. Ég gat aldrei losað mig við síðustu setn-
inguna. Ég einsetti mér þann dag að kynnast
Kristi. 1 tvö ár barðist ég eins og í myrkri án þess
betur. Hafði einn piltanna eldspýtur, sem við gát-
um notað. Sáum við þá, að hellirinn var gerður af
mannahöndum. Seinna var okkur sagt, að þetta
hefði verið skotfærageymsla, sem Þjóðverjar not-
uðu í stríðinu.
Um kvöldið var haldin samkoma í Nevlung-
havn. Kveðjusamkoma fyrir allan nemendahóp-
inn. Yar þar þéttskipað, og urðu sumir að láta sér
nægja að standa. Báðir prestar sveitarinnar (Kobro
og Holdskog) voru mættir, og þökkuðu þeir komu
okkar fyrir hönd safnaðanna. Tveir af kennurum
töluðu á samkomunni, og þess á milli var mikill
söngur og hljóðfærasláttur. 1 lok samkomunnar
var okkur öllum boðið upp á kaffi. Og er allir höfðu
fengið nægju sína, var haldið áfram að syngja.
Siðan voru margir, bæði ungir og gamlir, sem
vitnuðu um trú sína á Drottin Jesúm, og seinast
var endað með bæn.
Og nú leið að því, að heim skyldi haldið. Okkur
var sagt að fara beint í bílana.
Þegar allir voru í þann veginn að fara út, mætti
ég gamla manninum. Hann þakkaði mér fyrir
komuna og bað mig vel að lifa, og hann bætti við
klökkur, að hann hefði alltof lítið minnzt Islands
í bænum sínum. Síðan kvaddi hann mig. En ég
hélt af stað til bílanna. . . .
Lengi hef ég minnzt þessarar ferðar suður til
Brunlaness. En alltaf verður það fyrst og fremst
þessi gamli maður, sem mér kemur í huga.
að finna hann. Það var svo þungbært að yfirgefa
allt hans vegna. Loks tók baráttan enda, og ég
var skírður og hef verið kristinn í tólf ár. Nú er
ég prófessor við skóla Lundúnatrúboðsins í þessum
bæ. Allt fólkið mitt heima í þorpinu eru hindúar.
LIús föður míns er meira að segja fullt af skurð-
goðum. Villt þú nú ekki koma og skýra þeim frá
misskilningi þeirra og frá því, hvernig þú fannst
Guð?“
Hún fór með honum heim í þorpið hans. Þangað
hafði aldrei komið kristniboði. Hún vitnaði um
Jesúm Krist dag og nótt í tvær vikur. Og Orðið
bar ávöxt.
Þannig hélt konan frá Neapel áfram að segja
frá honum, sem hafði bundið endi á þjáningar
hennar og veitt henni frið í hjarta og verkefni að
lifa fyrir. Hún lýsti í myrkri heiðni og hjátrúar,
unz meistari hennar og frelsari kallaði hana heim
til síns eilífa fagnaðar.
22
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ