Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 25
JÖRGEN ÁGtJSTSSON,
Námsflokkum Reykjavíkur:
komu og þjómiSu honum. — Matt. 4,
10—11.
Það er svo margt, sem verður á vegi þínum, og
þar á meðal er Satan, sem reynir að ginna þig til
þess að þjóna sér. En það er ekki hann, sem þú átt
að þjóna. Það er Drottinn, sem getur orðið þinn
persónulegi frelsari, ef hann er það ekki nú. Það
var hann, sem kom í heiminn, til þess að hver,
sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft
líf. Drottinn kallar á alla menn til þess að koma
°g fylgja sér.
Það eru of fáir, sem vakna við kall hans, en of
margir, sem halda áfram að sofa. Og þeir hugsa
með sér: Ég er of ungur ennþá, hann getur beðið.
Ert þú einn af þeim, sem sofa og hefur ekki vakn-
að við kall hans?
Ef þú ert einn af þeim, sem sofa, vakna þú þá
til lífsins, sem bíður þín. Þá sérðu fyrst hið sanna
líf og það í samfélaginu við Jesúm Krist, frelsara
þinn. Og það er eitt, sem þú mátt ekki gleyma, ef
þú átt samfélag við Jesúm Krist, það eru bænirnar.
Til hans verðum við að biðja og það án afláts. Það
er ekki nóg að biðja einstöku sinnum. Nei, þú
verður að vera í stöðugu sambandi við Jesúm Krist,
frelsara okkar mannanna. Guð bænheyrir okkur
og það oft betur en við vonum. Já, Drottinn vakir
yfir okkur og sér, hvers við þörfnumst. Já, það er
hann, sem þú átt að tilbiðja, en ekki aðra guði.
Þú veizt eflaust, hvað stendur í hoðorðunum:
„Þú skalt ekki aðra guði hafa en mig.“ Þú kann-
ast líka við söguna úr Biblíunni, þegar Satan fór
með Jesúm upp á fjallið og sýndi honum öll ríki
heims. Og sagði: Allt þetta getur þú eignazt, bara
ef þú fellur fram og tilbiður mig. Og það var mikil
freisting fyrir Jesúm. Og Satan freistar þín líka,
bæði í stóru og smáu. Og eitt skalt þú muna, að
Drottinn er að kalla á þig, ef þú ert ekki búinn
að svara honum.
0, hve satt er það, sem skáldið segir:
Bœnin má aldrei bresta þig,
búin er freisting ýmislig.
Þá líf og sál er luS og þjáð,
'lykill er hún aS Drottins náS.
Já, bænin er sannkallaður „lykill að Drottins
náð“, hún lýkur upp fyrir okkur dyrum himins,
því hún sameinar okkur Guði og vorum frelsara,
hún hreinsar, huggar og helgar okkar hjarta.
Að biðja er að anda að sér lífi. Það nægir ekki
að lesa, því að margir eru vantrúaðir heiðingjar
til, sem lesa hana, en kynnast henni aldrei. Þú
verður að lesa Biblíuna og umfram allt að biðja.
Bænin er eini rétti lykillinn, sem getur opnað
sannleikann fyrir þér.
Við megum ekki bera því við, að við höfum
ekki tíma til bænar. Því hver hefur ekki tíma til
að anda?
Hafi andi vor þegið líf af Kristi á hann að lifa
við bæn.
Hjálpi Drottinn okkur til að lifa þannig í bæn.
Með bæn er unnt að lifa í samfélagi við Guð,
bæði nú og á himnum að eilífu.
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
23