Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 26

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 26
SÓLVEIG Þ. ÁSGEIRSDÓTTIR, GagnfrœSaskóla Verknámsins: 17 er uecjiirLnn u Sólveig Ásgeirsdóttir Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. — Jóh. 14, 6. Hve oft hefur þú ekki lesið og heyrt þessi orð, en hefur þú gert þér grein fyrir, hvað þau inni- halda? Hvað á Jesús við, þegar hann segir þessi orð við lærisveina sína? Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið, enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Jú, hann er að segja okkur það, að við komumst ekki til föðurins nema trúa á Jesúm Krist, og Jesús er vegurinn, sem við eigum að ganga. Hann er hið eina sanna líf, sem við getum eignazt. Og þá spyr þú e. t. v.: Hvernig get ég fundið hann? Ég hef reynt það, en mér hefur ekki tekizt að finna hann. Þá vil ég spyrja þig, hvað þú eyðir miklum tíma daglega til að lesa Guðs orð, og hvað þú eyðir miklum tíma daglega til að tala við Guð? Taktu þér tíma til að lesa Guðs orð, byrjaðu lesturinn með bæn til Guðs, lestu reglulega, lestu í sam- hengi, lestu alltaf eins og þú sért að lesa í fyrsta skipti. Þú átt ekki að hugsa þannig: Já, þetta kann- ast ég nú við, þetta hef ég nú heyrt eða lesið áður, þá get ég sleppt að lesa það. Þannig megum við ekki hugsa. Við eigum að lesa hvert orð með at- hygli og athuga, hvað það inniheldur. Trúarlíf án lesturs og bænar er eins og líf án næringar. „Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig“, það skulum við hafa hugfast. Þegar ég heyrði fyrst kallið frá Guði, sagði ég: „Ég get ekki komið núna, ég er svo mikill syndari, ég verð að reyna að bæta mig.“ Og hvað gerði ég? Jú, ég gerði áætlanir, t. d. fyrir vikuna. Ég ætlaði að lifa syndlausu lífi í viku og sjá, hvernig mér tækist það. Ef mér tækist það, ætlaði ég að koma til Jesú og biðja hann að taka á móti mér. En hvernig fór? Jú, það fór illa, ég gerði margar áætlanir, en engin stóðst. Hvers vegna? Jú, vegna þess, að ég gleymdi að biðja Guð að hjálpa mér. Ég ætlaði að gera þetta ein og hlýða svo kallinu. En Jesús segir: „Enginn kemur til föð- urins nema fyrir mig.“ Ef við biðjum hann að hjálpa okkur til þess, þá gerir hann það áreiðanlega. [ dag er náðardagur, og Jesús er einmitt að kalla á þig í dag. Komdu til hans. Geymdu ekki til morg- uns það, sem þú getur gert í dag. Þú veizt ekki, hvað morgundagurinn ber í skauti sínu. Þér finnst það e. t. v. erfitt, meðan þú ert svo ungur. Þú hugs- ar e. t. v. um það, hvað félagarnir mundu hugsa. Þeir mundu segja, að þú værir eitthvað undar- legur. En þá skulum við athuga þessa félaga okkar, og ef við gerum það, sjáum við, að þessir félagar okk- ar vita ekki, hvað það er gott að eiga Jesúm sem vin og frelsara. Ef þeir vissu það, mundu þeir heldur ekki segja neitt. Ef Jesús er með oss, hver er þá á móti oss? „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið,“ segir Jesús. Já, Jesús, hann er hið eina sanna líf, sem við getum eignazt. „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka.“ Það er gott að vita það, að við meg- um koma til Jesú, eins og við erum, og hvernig sem við erum. Jesús sagði: „Ég er ekki kominn til að kalla réttláta, heldur syndara.“ „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir fáir.“ Eigum við ekki að leggja okkur fram og reyna að vera góðir verkamenn í víngarði Drottins og leitast við að vera góðir vottar hans, hvar sem er. Og við skulum ekki gleyma að biðja Guð og um leið trúa því og treysta, að Guð hjálpi okkur til þess. Guð gefi þér, sem enn hefur ekki komið auga á hann, náð til þess að koma til hans í trú. 24 KRISTILEGT SKÓLABLAÐ

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.