Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 27

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 27
JÓNÍNA ÁSMUNDSDÓTTIR, GagnfræSaskúla verknáms: Gnótt fri&ar hafa þeir, er elska lögmál þitt, og þeim er viS engri hrösun hœtt. — Sálm. 119, 165. Þeir hafa frið, sem elska fagnaðarerindi Guðs og fara eftir því. Það er ekkert jafn dásamlegt og að trúa og treysta honum, hinum eina sanna Guði, sem heyrir allar okkar bænir, þótt þær séu ekki alltaf heyrðar á þann veg, sem við viljum. En við erum ekki fær um að dæma um, hvað hentar. Við fáum alltaf svar við því, sem við biðjum um. Eigum við það skilið, hvað Guð miskunnar sig yfir okkur og er okkur náðugur? Gerum við alltaf eins og hann vill, förum við alltaf eftir hans orði, færumst við ekki stundum undan, þegar við fáum tækifæri til að vitna um hans orð og dásamlegu kraftaverk? Drottinn gerir kraftaverk nú, alveg eins og þegar hann var hér á jörðu. Segjum við þá frá honum, og því, hversu dásamlegt það er að fylgja honum? Þegjum við ekki oft, þegar við höldum, að það sé betra? En bezt er að segja fleir- um frá honum, svo að fleiri megi finna hans náð og frið. Guð elskar okkur öll, og þar er enginn undan- skilinn. Hann gaf son sinn í heiminn, til að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilift líf. Guð fyrirgefur okkur allar okkar syndir, og það getur enginn verið trúaður nema biðja hann um fyrirgefningu synda sinna. Við erum öll synd- arar, hversu góð sem við höldum að við séum. Þeir, sem treysta Guði, eiga frið við hann, og það er bezt að eiga friðinn og trúna á hann í blíðu sem stríðu. Oft, þegar eitthvað amar að, biðjum við Guð um hjálp, en gleymum að þakka fyrir hjálpina, sem hann veitti okkur. En náð hans varir að eilífu, hvert sem við förum, eða hvað sem við gerum. Við gerum oft það, sem við hefðum ekki átt að gera, en Guð fyrirgefur það, ef við Jánína Ásmundsdóttir biðjum hann um það. Ef það er einhver, sem les þessi orð og hefur ekki gefizt Jesú, þá gcri hann það þegar, og Drottinn tekur alltaf á móti okkur. Þú, sem ert ungur, veizt þú, með hverju ungur maður getur haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði Drottins. Æ, ég það hryggur játa má, ó, Jesú náðarblíSi, að oft ég hef þér flúið frá i freistinganna striði. En, góði Jesú, gef þú mér, að geti’ eg hafnað syndum, og endurnœr mig œ hjá þér af ástar þinnar lindum. Á hverjum degi, herra minn, í hjarta mínu kenndu; mig áminn þú og anda þinn af ást og náð mér sendu. * KRISTILEGT SKÓLABLAÐ 25

x

Kristilegt skólablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.