Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Page 32
RtJNA GlSLADÓTTIR,
Kennaraskóla Islands:
Rúna Gísladóttir
Við getum lagt mismunandi merkingu í sögn-
ina að sofa. Menn geta t. d. verið sofandi á einu
sviði, en vel vakandi á öðru. Yfirleitt eru menn
vel vakandi og hafa bæði eyru opin, ef rætt er um
eitthvert áhugamál þeirra. En aftur á móti verða
þeir sljóir og þungir, ef eitthvað, að þeirra dómi
lítils virði eða þrautleiðinlegt, ber á góma.
Til er bæði líkamlegur og andlegur svefn. Stór-
mikill munur er á þessu tvennu, en þó er það hvað
öðru skylt. Eitt er að sofa líkamlegum og annað
að sofa andlegum svefni. Líkamlegur svefn er
manninum nauðsynlegur til hvíldar og endur-
heimtingar bæði andlegra og líkamlegra krafta frá
degi til dags. Nægur Hkamlegur svefn er því að
einhverju leyti undirstaða andlegrar vöku.
En nú spyr einhver: „Hvað um andlega svefn-
inn, er hann nauðsynlegur?“ Ja — sumir halda,
að hann sé hollur, þeim finnst gott að geta „slapp-
að af“, og vilja helzt vera lausir við „heimspeki-
leg heilabrot“, eins og þeir komast að orði. En er
þetta rétt hugsað? Lifum við mennirnir hér á
jörðinni aðeins til þess að slappa af og láta okkur
líða sem bezt? Nei, áreiðanlega ekki. Einhver til-
gangur hlýtur að vera með lífi okkar hér. „En
hvernig er hægt að vita, hver sá rétti tilgangur
tilveru okkar er?“ spyr þú kannske. „Einn segir
eitt og annar segir hitt, og hverjum á ég að trúa?“
— En þú hefðir átt að hugsa þig svolítið um, áður
en þú barst þessa spurningu fram. Þegar þú varst
10 ára, byrjaðir þú að læra biblíusögur, eða að
minnsta kosti gerir skólaskyldan ráð fyrir því. Og
ef þú rifjar upp í huga þér frásögnina af því, þegar
Jesús kallaði fyrstu lærisveinana, þá manstu e. t. v.,
hvað hann sagði. Orðin voru ekki mörg, en þau
voru ákveðin og gagnmerk: „Fylg þú mér“. Þessi
orð sagði hann ekki aðeins við fyrstu lærisveinana,
heldur segir hann þau við sérhvern mann enn í
dag. Enn í dag er hann að kalla til sín lærisveina,
og hann kallar einnig á þig. Hann kallar til þín
hárri raustu: „Vakna þú sem sefur og rís upp —“
°g »fylg þú mér“.
Og hvernig er þá ástatt með þig, ætlar þú að
hlýða kalli hans? Eða ætlar þú að slá hendinni á
móti boði hans, hafna honum? „Sá, sem ekki er
með mér, er á móti mér, og sá, sem ekki saman-
safnar með mér, hann sundurdreifir“, segir Jesús.
Einnig segir hann: „Sá, sem trúir, hefir eilíft líf“
og „þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki
burt reka“. Hversu dásamlegt er að mega trúa
slíkum fyrirheitum og treysta þvi, að þá munum
við eiga eilíft líf í vændum.
Ennfremur segir Jesús: „Himinn og jörð munu
líða undir lok, en orð mín munu alls ekki undir lok
líða. En um þann dag og stund veit enginn, ekki
einu sinni englar himnanna né sonurinn, heldur
aðeins faðirinn einn“. „Fyrir því skulið og þér
vera viðbúnir, því að mannssonurinn kemur á
þeirri stundu, sem þér eigið ætlið“. Á þessu sjáum
við, að við fáum ekki endalausan frest til þess að
veita gleðiboðskapnum viðtöku. Við verðum ávallt
að vera viðbúin þvi, að Jesús kalli okkur fram
fyrir sig á hvaða augnabliki sem er, og þá verðum
við að gera honum reikningsskil. Jesús segir okkur
að vaka og biðja, því að við vitum eigi daginn né
stundina, þ. e. a. s. við vitum ekki á hvaða degi eða
stundu við megum eiga von á því, að Kristur komi
aftur. Við eigum að vaka og biðja og með bæninni
að reyna að komast í snertingu við Guð. Það er
Framh. á bls. 32
30
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ