Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 35

Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 35
Grein sú, sem hér birtist eftir Martin Luther, er skýring hans á annarri grein tniarjátningarinnar i fræðunum stærri. — Ritstj. Og á Jesúrn Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilöguin Anda, fæddur af Maríu mey, píndur undir Pontíusi Pílatusi, krossfestur, dáinn og grafinn, steig niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauii- um, steig upp til himna, situr við hœgri hönd Guðs föSur almáttugs og mun þaÖan koma aS dæma lifendur og dauða. Hér lærum vér að þekkja aðra persónu guð- dómsins og sjáum, hvað Guð hefur gefið oss fram yfir hin áðurtöldu tímanlegu gæði; hversu hann hefur algjörlega gefið oss sjálfan sig og engu hald- ið eftir. Efni þessarar greinar er auðugt og yfir- gripsmikið, en til þess að fjalla um það einfaldlega og í fljótu bragði, skulum vér taka setningarhluta út úr greininni og skilja alla hugsun greinarinnar út frá honum, þ. e. að læra af honum, eins og áður er sagt, hvernig vér erum endurleyst. Vér skulum þá byggja á orðunum: „á Jesiim Krist, Drottin vorn“. Nú er spurt: Hverju trúir þú af annarri grein- inni um Jesúrn Krist? Stutt svar: Ég trúi því, að Jesús Kristur, sannur Guðs sonur, sé orðinn Drott- inn minn. Hvað er að verða Drottinn? Það er, að hann hefur leyst mig undan synd, djöfli, dauða og allri ógæfu. Áður átti ég engan Drottin eða kon- ung, því að ég var fangaður undir vald djöfulsins. Ég var fyrirdæmdur til dauða, tældur, í synd og blindni. Þegar Guð faðir hafði skapað oss og vér af hon- um þegið alls konar blessun, kom djöfullinn og leiddi oss í óhlýðni, synd, dauða og alla ógæfu, svo Martin Luther að vér lágum undir reiði Guðs, útilokuð frá náð, dæmd til eilífrar glötunar, sem vér réttilega verð- skulduðum. Vér vorum ráðalaus, hjálparvana, án huggunar, unz þessi eini eilifi Guðs sonur af óend- anlegri gæzku miskunnaði sig yfir sorg vora og eymd og kom af himni ofan oss til hjálpræðis. Þannig hefur sérhver harðstjóri og kúgari verið flæmdur á burt, og er Kristur kominn í þeirra stað, konungur lífs, réttlætis, blessunar og sælu. Hann hefur hrifið oss glataða menn úr hyldýpi helvítis, endurleyst oss, frelsað oss og fært oss aftur náð og gæzku Guðs föður; hann hefur tekið oss sem sína eign, að hann leiði oss með réttlæti sínu, vizku, valdi, lífi og frelsun. Það er þá aðalinnihald þessarar greinar, að orð- ið „Drottinn" merkir í einfaldasta skilningi end- urlausnari, þ. e. sá, sem hefur leitt oss frá djöfl- inum aftur til Guðs, frá dauða til lífs, frá synd til réttlætis og varðveitir oss í því. önnur atriði, sem koma hvert af öðru í þessari grein, gera ekki ann- að en að skýra og lýsa slíkri endurlausn, hvernig og með hverju hún hefur gerzt, hvað það kostaði hann, við hverju hann sneri baki og á hvað hann KRISTILEGT SKÓLABLAÐ .33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kristilegt skólablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristilegt skólablað
https://timarit.is/publication/2034

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.