Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 36
hætti til þess að vinna oss sér til eignar og leiða oss
í ríki sitt. Þannig gerðist hann maður, getinn af
Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey án allrar
syndar, svo að hann drottnaði yfir syndinni. Hann
leið, dó og var grafinn, fullkomnaði verkið fyrir
mig, greiddi skuld mina, hvorki með silfri né gulli,
heldur með sínu eigin dýrmæta blóði. — Og allt
þetta gjörði hann til þess að geta orðið Drottinn
minn, því að hvorki gerði hann þetta fyrir sjálfan
sig, né þurfti hann að gera þetta. — Síðan reis
hann upp frá dauðum, sigraði dauðann. Og að lok-
um steig hann til himna og ríkir til hægri handar
Guði föður, þar sem djöfullinn og allt vald er
honum undirgefið og liggur við fætur honum,
þangað til hann að lokum á efsta degi algjörlega
skilur oss frá hinum slæma heimi, djöfli, dauða,
synd o. s. frv.
Það á ekki við að skýra nákvæmlega þessi ein-
stöku atriði, svo sem fæðingu, pínu, upprisu og
himnaför Krists í stuttri barnaprédikun. Heldur á
að fjalla um hverja grein í heild sinni í lengri pré-
dikunum allt árið um kring, einkum á þeim tím-
um, sem til þess eru ákveðnir.
Einnig hvílir allt fagnaðarerindið, svo sem vér
prédikum, á því, að þessi grein sé rétt skilin, því
að allt hjálpræði vort og sálarheill er undir því
komin. Svo auðug og víðtæk er hún, að vér höfum
alltaf nóg af henni að læra.
Dimmumót eða dögun ?
Framh. af bls. 6:
Að skoðun rithöfundarins, sem vitnað var til,
er hin geigvænlega sök eldri kynslóðarinnar sú að
hafa svikið þá, sem nú eru ungir, í andlegum efn-
um, um siðgæðisarf. Annar kunnur menntamaður
sagði í samtalsþætti í útvarpinu rétt fyrir jólin:
„Engin frumþörf mannsins er eins vanrœkt nú og
þörfin fyrir lotningu og helgi“ (dr. Broddi Jóhann-
esson). Þessa vitnisburði ber að sama brunni. Og
þeir eru í samræmi við skoðanir margra annarra
víðsvegar um lönd.
Umbúðalaust er hér sá dómur felldur yfir eldri
kynslóðinni, að hún hafi í öllum sínum umsvif-
um gleymt þeim trúarlegu lífslindum og þeim sið-
gæðislegu miðum, sem hún tók sjálf í arf og átti
að ávaxta. Hún lætur eftir sig andlegan berangur,
siðgæðislega auðn. Á þeim berangri og í þeirri auðn
eru hinar glæsilegu ytri framfarir eins og glott-
andi hauskúpur. Þannig er veröldin í augum unga
fólksins í dag, hvort sem það gerir sér skýra grein
fyrir því eða ekki.
Afkristnun hefur einkennt öldina hingað til.
Saga mannsandans hefur verið rakin sem allsherj-
ar ákæra á hendur kristinni kirkju. Afrek manns-
andans í vísindum hafa verið kynnt sem sönnunar-
gögn gegn kristinni trú. Aldrei hefur verið logið
eins miklu í nafni sannleikans, aldrei var hugsun
haldnari af þrásýni, aldrei hefur meiri hlutdrægni
hulið sig undir yfirskini frjálshyggju en í þessu
moldvörpustarfi. Og samfara þessu var trúin hjá
þeim, sem henni unnu, hálf og hvimandi, sifellt
í varnarstöðu. Þjóðarheildin hálfvolg í trúmálum.
Kristindómur fékk að lafa utan í uppeldiskerfinu
af náð sögulegrar hefðar.
Þessi straumur hefur þegar skilað þjóðinni nægi-
lega nærri feigðarósi heiðninnar. Björgun þjóð-
anna hefur alltaf komið frá vakandi minnihluta,
sem hefur orðið lífskjarni nýrrar grózku, valdið
hægum en öruggum straumhvörfum. Ungt fólk,
sem einhver veigur er í, horfir ekki um öxl í
beiskju, heldur fram í sóknarhug. Það leggst gegn
straumnum, sækir á brattann, jafnvel þótt fjöld-
inn leiti undan.
Þetta gerir kristið æskufólk í dag. Eftir fáein ár
bíður dómur næstu kynslóðar þeirrar, sem nú er
ung. Hvað mun hrin eiga að þakka? Ný, andleg
fjörefni, trúarlega fótfestu, siðgæðislegan grund-
völl?
Það er undir þeim komið, sem vilja nema brýn-
ustu köllun vorra tíma og gangast undir hana. Og
sú köllun er vitjun Guðs.
Tölfræði.
Biblían skiptist í 2 megin bækur, Gamla testamentið og
Nýja testamentið. 1 Gamla testamentinu eru 39 rit, en 27
í Nýja testamentinu, samtals 66 rit. Ef miðað er við ákveðna
enska þýðingu Biblíunnar, skiptast þessi rit í 1189 kapítula,
31 173 vers, 810 697 orð og 3 566 480 bókstafi. Orðið og
kemur fyrir 46 227 sinnum, Drottinn 1855 sinnum. Mið-
versið i Bibliunni er Sálm. 118,8. Stytzta versið er Jóh.
11,35.
34
KRISTILEGT SKÖLABLAÐ