Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Blaðsíða 37
nd
XJr „Eftirbreytni Krists“ eftir Tomas a Kempis.
Drottinn, Guð minn, sem skópst mig í mynd og
líkingu þinni, veit mér þá náð, sem þú hefur sýnt,
að er svo mikil og nauðsynleg til hjálpræðis, svo
að ég sigrist á spilltu eðli mínu, sem dregur mig
til syndar og tortímingar.
Því að ég finn lögmál syndarinnar í holdi mínu,
sem berst á móti lögmáli hugskots míns og her-
tekur mig og leiðir mig til hlýðni við holdshyggj-
una í mörgu, og ég get ekki staðið gegn ástríðum
þess, nema háheilög náð þín hjálpi, þegar henni
er úthellt í hjartanu hrennheitu.
Þörf er náðar þinnar, mikillar náðar, svo að
eðlið verði sigrað, sem ávallt er hneigt til ills frá
æsku sinni, því að það féll fyrir atbeina hins fyrsta
manns, Adams, og spilltist fyrir syndina og kom
yfir alla menn sem refsing fyrir þennan smánar-
blett, svo að sjálft eðlið, sem þú skapaðir gott og
rétt, telst nú löstur og veikleiki spillts eðlis, af því
að hneigð þess dregur til hins illa og lægra, ef
hún er látin sjálfráð. Því að sá litli máttur, sem
eftir er, er eins og neisti einn, sem falinn er í ösk-
unni. Það er eðlileg skynsemi, sem sveipuð er
miklum sorta, en getur þó enn greint á milli góðs
og ills, sannleiks og lygi, þótt hún megni ekki að
framkvæma allt, sem hún samsinnir, og nái hvorki
ljósi sannleikans né heilbrigði tilhneiginga sinna.
Því er það, Guð minn, að ég þjóna lögmáli synd-
arinnar með holdinu, þar sem ég hlýðnast frekar
holdshyggju en skynsemi, þótt ég samfagni lög-
máli þínu samkvæmt hinum innra manni, þar eð
ég veit, að boðorð þitt er gott, réttlátt og heilagt,
og skil einnig, að flýja ber allt hið illa og syndina.
Þess vegna er mér auðvelt að vilja hið góða, en
ekki að framkvæma það. Því set ég mér oft margt
gott, en rehn frá léttu viðnámi og bregzt, því að
náð brestur til hjálpar veikleika mínum. Við það
bætist, að ég þekki veg fullkomnunar og sé full-
glöggt, hvernig mér bæri að breyta, en rís ekki
upp til hins fullkomnara, af því að þungi spill-
ingar minnar þrýstir mér niður.
Ó, hve mér er mikil nauðsyn á náð þinni. Drott-
inn, til þess að byrja hið góða, halda því áfram og
fullkomna það, því að ég get ekkert gott gert án
hennar, en allt megna ég í þér, er náðin styrkir
mig.
Það er í sannleika himnesk náð, því að án henn-
ar eru eigin verðleikar ekkert og engin eðlisgjöf
nokkurs virði. Listir, auðæfi, fegurð eða þróttur,
vit eða málsnilld hafa ekkert gildi hjá þér, Drott-
inn, án náðar. Því að eðlisgjafir eru sameignar
góðum mönnum og vondum; en sérgjöf útvaldra er
náð eður kærleikur, og þeir, sem eru merktir henni,
teljast verðir eilífs lífs.
Svo hátt gnæfir þessi náð, að hvorki spádóms-
gáfa né framkvæmd tákna né hin æðsta hugar-
sýn teljast neins virði án hennar. En hvorki trú
né von né aðrar dyggðir eru þér velþóknanlegar
án kærleikans og náðarinnar.
Ó, þ ú blessaða náð, sem auðgar þann dyggðum,
sem fátækur er í anda, og gjörir þann af hjarta
lítillátan, sem ríkur er að mörgum gæðum. Kom
þú, stíg ofan til mín. Fyll mig huggun þinni að
morgni, svo að önd mín vanmegnist ekki vegna
þreytu og þurrks. Ég bið þig, Drottinn, að ég
finni náð í augum þínum, því að náð þín nægir
mér, þótt mér hlotnist ekki annað, sem eðlið þráir.
% mun ekki hræðast hið illa, þótt ég bíði freistni
og þrautir, meðan náð þín er með mér. Hún er
styrkur minn, veitir ráð og hjálp. Hún er máttugri
öllum óvinum og vitrari öllum vitringum. Hún
fræðir um sannleikann, kennir aga, er ljós hjart-
ans, huggun í þraut, þrautalending í hi-yggð, eyð-
ir ótta, nærir helgun, framleiðir tár. Hvað er ég
án hennar nema þurr viður og ónýtur fauskur,
sem ber að kasta út? „Náð þín, Drottinn, gangi
ávallt bæði á undan mér og eftir og fýsi mig fast-
lega til góðra verka fyrir Jesúm Krist, son þinn.“
Amen.
5*
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ
35