Kristilegt skólablað - 01.09.1959, Side 38
C^jaóemcli
aóemclir muiar —
ör EAL
óuor
Liinnar
Hvers vegna var Biblían skrifuS?
En þetta er ritað til þess að þér skulið trúa, að
Jesús sé Kristur, guðssonurinn, og til þess að þér,
með því að trúa, öðlizt lífið í hans nafni. (Jóh.
20,31).
Hvers vegna eru þaS svo margir, sem ekki trúa
Biblíunni?
En náttúrlegur maður veitir ekki viðtöku því,
sem Guðs anda er; því að honum er það heimska
og hann getur ekki skilið það, af því að það dæm-
ist andlega. (1. Kor. 2, 14).
Því að orð krossins er heimska þeim, er glatast,
en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs.
(1. Kor. 1, 18).
Hvers vegna get ég ekki skiliS allt, sem Biblían
kennir?
Því minar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og
yðar vegir ekki mínir vegir, segir Drottinn, held-
ur svo miklu sem himinninn er hærri enn jörðin,
svo miklu hærri eru mínir vegir yðrum vegum og
minar hugsanir yðrum hugsunum. (Jes. 55, 8—9).
Hver er ástæSan fyrir því, a8 svo margir hafna
Biblíunni?
Það að orð Guðs er lifandi og kröftugt og beitt-
ara hverju tvíeggjuðu sverði, og smýgur inn í
innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergj-
ar, og er vel fallið til að dæma hugsanir og hug-
renningar hjartans. (Heb. 4, 12).
Hvernig get ég, þegar ég lít á efasemdir mínar
og heyri, hversu margir hafna Biblíunni, samt
veriS í sannleika kristinn?
Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans, hann
mun komast að raun um, hvort kenningin er frá
Guði, eða ég tala af sjálfum mér. (Jóh. 7, 17).
Sjálfur andinn vitnar með vorum anda, að vér
erum Guðs börn. (Róm. 8, 16).
36
Sá, sem trúir á Guðs son, hefur vitnisburðinn í
honum. (I. Jóh. 5, 10).
Hvers vegna glatast menn?
Sá, sem óhlýðnast syninum, skal ekki sjá lifið,
heldur varir reiði Guðs yfir honum. (Jóh. 3, 36).
Hvernig verð ég þái kristinn?
En öllum þeim, sem tóku við honum — Jesú
Kristi — gaf hann rétt til að verða Guðs börn
þeim, sem trúa á nafn hans. (Jóh. 1, 12).
Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf
son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann
trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3, 16).
En hvenœr á þetta aS ske í lifi mínu?
Sjá, nú er mjög hagkvæm tíð, sjá, nú er hjálp-
ræðisdagur. (II. Kor. 6, 2).
En geta ekki göSverk mín og siSferSislíf mitt
veriS nóg?
En með því að vér höfðum sannreynt, að mað-
urinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur að-
eins fyrir trú á Jesúm Krist, þá tókum vér líka
trúna á Krist Jesúm, til þess að vér réttlættumst
af trúnni á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Enda
réttlætist enginn lifandi maður af lögmálsverkum.
(Gal.2,16).
ÞaS hlýtur þó aS vera einhver, sem er of mik-
ill syndari til aS geta frelsazt?
Það orð er satt og í alLa stað þess vert, að við
því sé tekið, að Kristur Jesús kom í heiminn til
að frelsa synduga menn, og er ég þeirra fremstur.
(I. Tím. 1, 15).
Þori ég aS höndla þetta líf og er þaS öruggt?
Ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði
í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til
dags Jesú Krists. (Fil. 1,6).
KRISTILEGT SKÓLABLAÐ