Alþýðublaðið - 09.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.02.1926, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Simalina suður á Reykjanes. Einn af fyrstu vitunum, sem byggðir voru hér á landi, var vitinn á Reykjanesi. Sá staður var álitinn með hinum allra hættuleg- ustu fyrir sjófarendur, með til- iiti til þess fjölda skipa, er leið áttu þar um. Síðan eru mörg ár iiðin. Á þeim tíma höfum við eignast margs konar menningar- tæki á flestum sviðum þjóðlífs- ins. Vitar hafa verið byggðir, sími lagður um landið, loftskeytastöðv- ar reistar o. fl, o. fl. Talað er mjög hávært um alls konar björgunartæki til trygging- ar iífi og limum einstaklingsins á sjó og landi. Margt af þessu er jþegar framkvæmt, en mikið ógert enn. Eitt af því, sem menn hafa Iundið ríka þörf á, er símílína suður á Reykjanes. Fyrir alllöngu samþykti fjárveitingarvaldið, að hún skyldi lögb. En hvað dvelur framkvæmdirnar ? Finst mönnum ekki tími til kominn að setja þenna afskekta stað í samband við umheiminn? Menn kann að greina á um nauðsynina. Gott og vei. Þá er að ræða málið. Ég vil því frá mínu brjósti reyna að sýna nauðsynina á síma til Reykjanesvita. Vitinn stendur á afskektum stað, svo að margra klukkustunda leið er til næstu bæja. Það ér því örð- ugleikum bundið, hvað sem fyrir kemur, að gera mönnum úti í frá aðvart. Fólkið getur veikst, einn eða fleiri. Eitt og annað getur 'komið fyrir vitavörðinn, svo að hann geti ekki gegnt starfi sígu. Það er öllum kunnugt, sem til þekkja, að jarðskjálftakippir eru þar mjög tíðir, og svo mikil brögð eru að þeim á stundum, að vita- turninn sjálfur hefir verið í hættu. Það er því í fylsta máta óverj- andi, að á stað eins og Reykja- nesi, þar sem tugir eða hundruð skipa sigla fram hjá mánaðar- lega og suma tíma ársins í næt- urmyrkri, að þar skuli geta komið fyrir, að enginn viti sé logandi um lengri tíma, án þess að nokkur viti af, sem tök hefði á að bæta úr því. Alt þetta er hugsanlegt, á með- an Reykjanesvitinn er jafneinangr- aður og hann er nú. Ég ætla í þessu sambandi að segja sögu, sem núverandi 'vita- vörður sagði mér fy:ir stuttu. Segist honum þannig frá: „Reykjanessvitinn stöðvaðist á aðfangadag jóla, og við gátum ekki komið honum í gang aftur með neinum ráðum; urðum við því að vera kyrrir í vitanum í 5 sóiarhringa og snúa honum með handafli 19 tíma sóiarhringsins. Þann tíma, sem bjart var og vit- inn þurfti ekki að loga, notuðum við til að finna, hvað að væri, svo að hann kæmist í gang aftur. Svefnlausir, kaldir og uppgefnir urðum við að hafast þarna við mestallan sólarhringinn í 6—10 stiga frosti. Eftir árangurslausar tilraunir með að geta lagfært það, sem að var, tók ég það ráð, að senda frá mér aðstoðarmann rninn inn í Hafnir til að síma til vita- máiastjóra og biðja hann um að- stoð; brá hann skjótt við og sendi tvo menn. Urðum við síðan að rífa alt ljóshúsið sundur og gátum að síðustu lagfært skemdirnar, er auðsjáaniega stöfuðu að mestu leyti frá jarðskjálftum. Við urð- um báðir mjög lasnir eftir alt þetta hnjask, — höfðum orðið fyrir ofkælingu." Vitavörðurinn segir enn fremur: „Þetta sýnir berlega, að mikil þörf er á, að símalína komist sem fyrst á Reykjanes, þar sem nú er 6—8 kl.st. ferð báðar leiðir til næstu símastöðvar og þar að auki yfir vegleysur að fara. Einnig koma þau veður oft og einatt, að alls ekki er.fært á milli. Kom- ið gæti það fyrir, að annar okkar veiktist eins og í áður umræddu tilfelli. Vitinn yrði þá að standa kyrr, á meðan náð væri í hjálp. En hvað gæti það kostað mörg mannslíf ?“ Annað eins og þetta, sem hér er frá sagt, getur iðulega komið fyr- ir. Enginn veit fyrir fram, hvenær jarðskjálfti kemur næst á Reykja- nesi eða hvaða afleiðingar það kann að hafa í för með sér. Reykjanes er sá hættustaður fyrir sjómenn, að ált verður að era, sem hægt er, ti! aÖ tryggja það, að vitinn logi á þtíim tímum, sem ákveðið er. Þegar sími er kominn á Reykja- nes, teldi ég ekki ólíklegt, að þar yrði sett upp merkjastöð, er hefði sambönd við öll skip, sem um sundið fara bæði á nóttu og degi. Slíkar stöðvar eru víðast hvar er- lendis á álíka siglingaleiðum. Væri það mikill ávinningur oft og ein- att fyrir farmeigendur að vita, hvað skipum þeim líður, er þeir eiga von á. Einnig væri það á- vinningur, að geta símað þangað suður, ef skip vantaði, sem hæg- lega gætu haldist við nærri nes- inu, eins og dæmi eru til. Með góðum sjónauka má einnig sjá af nesinu langt á sjó út. Gæti það komið að mikíu liði, ef skipi hefi.r hlekst á og það hrekst stjórnlaust. Væri þá fljótlegt að síma til Reykjavíkur eða einhvers þess staðar, sem hjálpar mætti vænta frá. Ótalmörg dæmi fleiri mætti til nefna, sem réttlæta símann á Reykjanesi. Símalínan er fyrir nokkru komin á fjárlög fyrir þrá- beiðni þeirra manna, er um þessi mál hafa fjallað. En hvað hefir hindrað framkvæmdir? Því er fleygt manna á milli, að landssímastjóri hafi sett þessa símalínu aftarlega á listann yfir þær símalínur, sem ákveðið er að skuli lagðar. En þetta er næsta ótrúlegt, því að vitamálastjóri hlýtur að leggja kapp á, að þessi iína gangi fyrir öðrum, en hans tillagna hlýtur að gæta mikils í þessu efni. Hið líklegasta er, að ráðandi mönnum um þetta mál hafi ekki verið nægilega ljóst, hve mikil hætta getur stafað af síma- leysi á Reykjanesi. Vænti ég nú, að sýndur verði fullur skilningur á þessu máli og símalínan verði lögð suður á Reykjanes á sumri komanda, — því að þar með verður afstýrt mörgum slysum, sem fyrir geta komið, áður nokkurn varir. S. Á. Ó. Geðveikir refir. Nýlega hafa refir vaðið yfir ýms þorp í suðaustur Frakklandi og ráð- ist bæði á menn og dýr. Við rannsókn á heila þeirra refa, er drepnir voru, kom í ljós, að þeir voru allir geðveikir. Er þetta fyrir- brigði algengt með úlfum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.