Alþýðublaðið - 10.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1926, Blaðsíða 3
alþ/ýðublaðid: M WtST Allir reykja ~wm u Elephant LjúSf eaagar ©g kaldar Einkasalar á fslandl. jjlJ Töbaksverjlun Islands h.f. li/ O^OÍ1 lega þakklái fyrir. Eins og gefur að skilja, bar skemtun þessi sig ekki, og hefir Guðmundur o. fl. pví á- kveðið að efna til skemtunar í Hafn- arfirði næst komandi laugardag, til að ná upp í kostnaðinn af gamal- mennaskemtuninni, og ef nokkuð yerður þá eftir, ætla ungu mennirnir sér að.mynda sjóð í þeim tilgangi, að geta á hverjum vetri haldið góða skemtun fyrir okkur gamla fólkið hafnfirzka. Vona ég, að unga fólkið styðji Guðmund og þá félaga hið Klrkjuhljónileikar í Fríkirkjunni í kvöld kl. 71/* Stjórnandi: Páll ísólfsson. Blandaður kör (40 manns) syngur með undirleik 10 manna blastur- sveitar (úr Lúðrasveit Reykjavíkur) og 20 manna hljómsveitar (strok- og blástur-hljóðfæra). FlygiII: Emil Thoroddsen. Einsönnur: Óskar Norðmann. EFNI: Bach, konzert fyrir tvo flygla. Brahms: Nú látum oss lík- amann grafa. Sigf.Einarsson: Hátt ég kalla. Árni Thorsteinsson: Rósin. Brahms: Hve fagrir eru þeir bústaðir. Aðgöngumiðar fást i bókaverzlun ísafoldar og Eymundssonar, hjá Katrinu Viðar og i Hljöðfærahúsinu og kosta 3 krönur. bezta, og f æra vil ég þeim og þósér- staklega Guðmundi hjartans þakkir fyrir alla f yrirkhöfn þeirra og um- hyggju fyrir okkur. Gamall Hafnfirdingur. Togararnir Belgaum kom frá Englandi í 'gær- morgun, en í morgun kom af veið- um Eiríkur rauði með 1000 kassa. Hafsteinn vestfirzki kom af salt- fisksveiðum með 40 tunnur og fær- eyski togarinn Grímur Kamban einn- Heruf Clausenl, Simi 39. ig af saltfisksveiðum. Fór hann frá Færeyjum 2. þ. m. og leggur ekki upp í þetta sinn. Jarðarför frú Stefaníu Guðmundsdóttur fór fram i gær að viðstöddu miklu fjöhnenni. Húskveðjuna flutti séra Friðrik Hallgrímsson, en kirkjuræðu Haraldur próf. Níelsson. Fjöldi fólks minnist að maklegleikum með hlýj- um hug hinnar ágætu leikkonu. Veðrið Hiti mestur 5 stig, minstur 0. Átt austlæg eða suðlæg. Víðast lygn. Loftvægislægð fyrir suðvestan land. Veðurspá: Hæg suðlæg átt á Norð- ur- og Austur-landi, fremur hæg suðaustanátt og úrkoma á Suðvest- .urlandi. í nótt suðaustlæg átt, senni- lega vaxandi á Vesturlandi. Hægur ur annars staðar. Guðbr. Jónsson: Halastjaman. byrgðarstjóri, og fóru ýmsar sög- ur af pví, hvernig- pab hefði vilj- að til. Frá því Árni fyrst náði kosn- ingu, hafði hann innan þingsins rekið viðskifti. Hann var hvað sem maður vill nú nefna það at- kvæðamiðlari, atkvæðavíxlari, at- kvæðasali eða hrossakaupmaður. Hann útvegaði og seldi atkvæði með og móti einstökum liðum, breytingartillögum, heilum frum- vörpum, þingsályktunum og rök- studdum dagskrám, fyrirspurnum niðurskurði eða frestun umræðna^ atkvæði til nefnda, forsetadóms og annara þingembætta, eins til beina og bitlinga, — hvort heldur var í efri deild, neðrideild, nefnd eða sameinuðu þingi, — alt fljótt og vel af hendi leyst. Reksturs- fé þessarar verzlunar var atkvæði Árna og samþingismanns hans. Þessi viðskifti höfðu eftir því, sem árin liðu, aukist og dafnað svo, að varla varð neinu máli bjargað gegnum þingið, nema atkvæða- verzlun Árna væri þar við riðin. Ágóðinn af þessari verzlun var sá, að Árni kom ýmsum áhuga- málum sínum, sem annars myndu hafa strandað, í gegn, og aðal- ágóðinn átti að verða ráðherra- stóll handa honum, og þá er því marki væri náð, ætlaði hann að loka búðinni. Pað hafði aldrei komið fyrir allan þann tíma, sem Arni hafði setið á þingi, að hann hefði ekki sótt fund, heldur hafði hann hvern fundardag komið svo að segja fyrstur allra og sjaldan yfir- gefið deildina fyrr en löngu eftir fundarslit. Séra Davíð hafði því aldrei þurft að íhuga málin eða búa sig undir atkvæðagreiðslur, því fyrirmyndin sat beint á móti honum og var auk þess á andan honum í stafrófinu, og var það ósköp handhægt, hvort heldur var nafnakall eða aðrar atkvæða- greiðslur. En í dag brá í fyrsta skifti út af, því Árni var ekki kominn, þegar að atkvæðagreiðslu kom um fyrsta málið, lundafriðunina. Af einhverjum óskiljanlegum á- stæðum var nafnakall um málið, og séra Davíð vissi ekki, hvern skrattan hann átti að gera. Átti hann áð segja já eða. nei ? Hann visS^það ekki. Árna, sjálfa fyrir-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.