Alþýðublaðið - 11.02.1926, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.02.1926, Blaðsíða 1
fðubíaðið 1926. Fimtudaginn 11. febrúar. 36. tölublað. Kaupdeilan á ísaíirði. Verkamenn standa fast saman. Vinna stððvuð. (Eftir símtali í gær, rétt eftir að blaðið var afgreitt til prentunar.) Eitt áf skílyrðum verkamanna fyrir því, að vinnu yrði haldið áfram við „Mjölni", var, að at- vinnurekendur áttu að svara fyrir kl. 12 á hádegi í fyrra dag, hvort þcir vildu semja við fulltrúa verkamanna. Svar kom ekki, og var vinna stöðvuð aftur í fýrra dag. í gærmorgun var auglýst eftir verkamönnum í vinnu hjá Jóhanni Eyfirðingi & Co. Ætluðu þeir að greiða karlmönnum 1 kr. en konum 60 aura um kl.st, en Ólafur Benjamínsson í Reykjavík 20 aura uppbót á kl.st. Til vinn- unnar fengust 6 menn: einn verk- stjóri hjá Jóhanni Þorsteinssyni, Ástmar Benediktsson, pakkhús- maður sömu verzlunar, tveir sveitamenn og tveir daglauna- menn. Lögreglustjóri mætti á vett- vangi með einn Norðmann til aðstoðar. Var byrjað á vinnunni, en hætti jafnskjótt eftir að Is- lendingur einn var búinn að leggja Norðmanninn flatan á milli tveggja grútartunna. Kröf- urverkamanna eru fyrst og fremst þær, að atvinnurekendur geri samninga við fulltrúa verka- manna um kaupgjaldið, en til þess hafa þieir ekki fengist áður. Skipið, sem átti að afgreiða, var farið án afgreiðslu, þegar fréttin var símuð hingað. Flest- um þar vestra blöskrar ókurteisi atvinnurekendanna og eru alveg á bandi verkamanna. — Sama dóm hljóta allir sanngjarnir menn og óviihallir að leggja á þetta mál. Þetta er ekki í fyrsta sinni, sem ísfirzk alþýða stendur ein- Verðlækknnarsalan heldnr áfram. finðm. B. Vikar, Lanpav. 21. Sími 658 huga saman. Samtökin sigra, þar sem fjöldinn er samhuga og krefst réttar síns með dáð og dugn- aði. Munum það! Erlend simskeyfi< Khöfn, FB., 10. febr. Þjöðverjar og hótun Mussolinis. Frá Berlín er símað, að Strese- mann hafi haldið mikla ræðu í gær -um framkomu Mussolinis gagnvart þýzkum íbúum í Suður- Tyrol. Las hann upp yfirlýsingar ítalskra stjórnaryfirvalda, þar sem því var lofað, að láta íbúana óá- reitta og lofa þeim að halda siðum sínum. Stresemann benti á, að Mussolini hefði brotið öll þessi loforð, og hótun Mussolinis um að flytja landamærin lengra norður á bóginn væri í rauninni ógnun um styrjöld gagnvart Aust- urríki og Þýzkalandi. Khöfn, FB., 11. febr. Æsingar í ungverska pinginu út af seðlafölsunarmálinu. Frá Budapest er símað, að um- ræðurnar um fölsunarmálið hafi valdið geysilegum æsingum í þinginu. Þingmenn hentu blek- byttum, borðum og stólum í höf- uðin hver á öðrum. Margir særð- ust. íllviðri í norðursjónum. Frá Björgvin er símað, að af- skapleg illviðri hafi geysað yfir Norðursjóinn. Fjöldi skipa hefir leitað hafnar í Björgvin og í aðr- ar hafnir í Vestur-Noregi. Mörg skipanna eru stórskemd. Klrfejiifillómleí í Fríkirkjunni á föstudaginn kl. 7V2. Stjórnandi: Páll Isðlfsson. Blandaður kór (40 manns) syngur með undirleik 10 manna blástur- sveitar (úr Lúðrasveit Reykjavikur) og 20 manna hljömsveitar (strok- og blástur-hljóðfæra). FÍsbíII: írnii Thorodöseií. Einsðnour: Óskar Norðmann. EFNI: Bach, konzert fyrir tvo flygla. Brahms: Nú Tatum oss lik- amann grafa. Sigf.Einarsson: Hátt ég kalla. Árni Thorsteinsson: Rósin. Brahms: Hve fagrir eru þeir bústaðir. Aðgöngumiðar fást i bókaverzlun ísafoldar og Eymundssonar, hjá Katrinu Viðar og i Hljöðfærahúsinu og kosta 2 krönur. Kirkjuhljómlcikar Páls ísólfssonar í fríkirkjunni í gærkveldi voru afarfjölsóttir og tók- ust ágætlega. Sérstaklega þótti mönnum rnikið koma til lofsöngsins eftir Brahms: „Hve fagrir eru þínir bústaðir" og Bach-konsertsins, er þeir Páll og Emil Thoroddsen léku saman af mikilli snild. LínubáturÍHii Golan kom af veiðumi í gærmorgun með um 40 000 pund fiskjar. I morgun kom Fróði með 60 þús. pund og Freyja með 40 pús. pund. tsfiskssala. í fyrra dag seldu afla sinn í Eng- landi: Hilmir fyrir 972 sterlingspund og Tryggvi gamli fyrir 1446 strpd.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.