Alþýðublaðið - 12.02.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.02.1926, Blaðsíða 2
ALKÝÐUBLAÐID „Frjálslyndi" flokkurinn. „Sjálfstæðis"-forsprakkarnir,þeir Benedikt Sveinsson, Jakob Möller og Sig. Eggerz, boðuðu til fundar í Bárubúð á sunnudaginn var. Var þar samþykt tillaga um að „stofna félag frjálslyndra manna í Reykja- vík" og kosin nefnd til að undir- búa „lög og stefnuskrá" fyrir fé- lagið. Er ií „Vísi" 9. þ. m. alllöng ritstjórnargrein um þörfina á slik- um félagsskap. Ekki er vel ljóst, hverjir eigi að mynda þennan flokk, því að hann á ekki að verða flokkur neinnar stéttar. Segir í greinirini allrétt frá því, hverjir skipi hina nú verandi flokka í Iandinu, eða fyrir hverra hag þeir starfi hver um sig: „Framsóknar"-flokkurinn fyrir bæjidur,, íhaldsflokkurinn hefir það að „markmiði, að hlynna að efnuðustu mönnum þjóðfélags- ins", og jafnaðarmannaflokkurinn beri hag verkamanna og allrar al- þýðu fyrir brjósti. Eigi nú hvorki bændur, efnamenn né verkamenn að skipa hinn nýja flokk, þá þarf varla að óttast þrengsli undir vængjum þessa nýja félags. Alpingi. ------- Neðri deild. Þar var í fyrra dag frv. um landsreikninga 1924 og um fjár- aukalög s. á, vísað til fjárhags- nefndar og 2. umr., og fjárlaga- frv. vísað til fjármálanefndar, eftir að Jón Porláksson hafði haldið venjulega fjármálaræðu. í gær var frv. um fræðslu barna vísað til 2. umr. og mentamála- nefndar, bryggjugerð í Borgarnesi til 2. umr. og samgöngumálan., og ákveðnar tvær umr. um hvora þingsál.till. um sig, um símasam- bandið við útlönd og um kosn- ingu þriggja manna milliþinga- nefndar til að gera tillögur um síldveiðalöggjöf. Síðari till. er frá Jör. Br., en hin frá stjórninni. Efri deild. 3. fundur var í, fyrra dag. Dag- skrá: 1. Frv. um skipströnd og vogrek. 2. Frv. um veitingasölu, gistihúshald ; o. fl. 3. Frv. um happdrætfi og hlutaveltur og 4. Frumvarp um raforkuvirki. Öll stj.frv. Voru þau samþ. til 2. umr. og þeim vísað til allsherjar- nefndar. 4. fundur var í gær. Á dagskrá voru 3 mál: 1. Frv. um löggilta endurskoð- endur (stj.frv. 13); 1. umr. Magnús atvinnumálaráðherra Guðmundss. reifaði málið. Gat hann þess, að það hefði verið á ferðinni á þing- ijpu í 'fyrra og verið samþ. í neðri deild, en dagað uppi ;í efri deild. Var frv. samþ. til 2. umr. og því vísáð til allsherjarnefndar. 2. Frv. um kosningar í mál- efnum sveita og kaupstaða (stj.- frv. 16); 1. umr. Magnús Guðm. fór nokkrum orðum um frum- varpið. Gat hann þess, að á síð- asta þingi hefði verið skorað á stjórnina að endurskoða sveita- stjórna- og fátækra-löggjöfina, og kvað hann frv. þetta vera ávöxt þeirrar áskorunar. Kvað hann fátt nýmæla í frv. annað enákvæðið um kosning borgarstjóra í Reykja- vík, — að öðru leyti væri það samsafn ýmissa gildandi laga- ákvæða. Ingvar Pálmason gerði nokkrar athugasemdir við frv., er atvinnumálaráðh. svaraði. Frv. var samþ. til 2. umr. og því vísað til allsherjarnefndar. 3. Frv. um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að ganga inn í við- bótarsamning við myntsamband Norðurlanda. (Stj.frv. 5); 1. umr. Jón Þorláksson fjármálaráðherra skýrði tilgang frv., er fer í þá átt, að erlend skiftimynt (Norður- landamyntin) verði afnumin, sem löglegur gjaldeyrir hér á landi. Frv. var samþ. til 2. umr. og því vísað til allsherjarnefndar. Tilkjrnning frá Fréttastofunni. í vikublaðinu „íslendingi", sem gefið er út á Akureyri, kom þ. 5. þ. m. fréttaklausu um stýfingu dönsku krónunnar og er klausa þessi birt með fregnum frá Frétta- stofunni. Fréttaklausa þessi er ekki frá fréttastofunni, og eignaði blað- ið henni hana af vangá. Fréttastofu Blaðamannafélágs íslands, 10. febrúar 1926,' A. Thorsteinsson. Handavinnunámskeið. Verkamannakonur ættu vegna dætra sinna að gefa gaum handa- vinnunámskeiðum þeim, sem Hall- dóra Bjarnadóttir hefir komið af stað hér og fyrir norðan. A nám- skeiðum þessum, sem standa í 3 mánuði, þrjá tíma á dag, er kend- ur fatasaumur, viðgerð á fatnaði, hekl og prjón og hannyrðir. Er einum degi vikunnar varið til hannyrðanna, öðrum degi til fata- viðgerðar og til að prjóna og hekla, en fjórir dagar fara til fatasaums. Námskeið þetta er í nýja Landsbankahúsinu, og var þar fyrir nokkrum dögum til sýn- is fatnaður og hannyrðir stúlkna þeirra, er tóku þátt í nýafloknu námskeiði. AIls voru þátttakendur 20 stúlkur, sem störfuðu í tveimur flokkum. Gjaldið fyrir þátttöku er 50 krónur fyrir allan tímann, en verður sennilega töluvert minna, ef bæjarsjóður leggur eitt- hvað fram seinna, sem er% mjög sennilegt. Kennari við námskeið- ið er Anna Jónsdóttir. Halldóra kennir ekki sjálf, en hefir komið málinu af stað, og stjórnar fjár- málunum af áhuga fyrir málefn- inu. Á þessu nýafstaðna riámskeiði voru búnar til um 400 flíkur og hannyrðaverk, og var um helm- íngur af því á sýningunni, er áður var nefnd. Par var kvenfatnaður, margvíslegur, t. d. peysuföt, káp- ur og kjólar. Enn fremur barria- fatnaður, drengjaföt og margvís- legur nærfatnaður á unga og gamla, karla og konur, og sumt af honum útsaumað og bróderað. Námskeið þessi hafa nú verið haldin í 14 ár á Akureyri og fá þar styrk bæði úr bæjarsjóði og landssjóði. Eru þau einkum ætluð fyrir kvenfólk innan tvítugs, en eru auðvitað ekki fastákveðin við ákveðinn aldur. Gefið nú þessu gaum, alþýðu- dætur! ó. Mahatma Gandhi hæ.ttir stjörnmálastarfsemi sinni. Samkvæmt síðustu erlendum blöð- um hefir hin alkunna sjálfstæðis- hetja Indverja, Mahatma Gandhi,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.