Alþýðublaðið - 12.02.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.02.1926, Blaðsíða 3
ALÞ/ÝÐUBLADID 3 lýst yfir því, að hann ætli að taka sér hvíld frá stjórnmálum um eins árs skeið. Er alment álitið, þar eð mjög hefir dregið úr áhrifum hans éiðustu tvö árin, að það sé hið sama og að hann hverfi úr stjórn- malabaráttunni fyrir fult og alt. Húsnæðismálið í Björgviu. Árið, sem leið, voru reist í Björg- vin 91 hús með samtals 160 íbúðum. Bæjarfélagið styrkti fyrirtækið sum- part með fjárframlögum og sumpart með tryggingu, er nam 2,7 miltj. króna. Um daggínn og veginn. Næturlæknir er í nótt Daníel Fjeldsted, Lauga- ' vegi 38, sími 1561 (í stað Ólafs Jóns- sonar). Ólafur Jönsson læknir er væntanlegur aftur til bæjarins um næstu helgi. Göutunglið kemur í dag kl. 4,20 mín. e. m. ísfiskssala. Nýlega hafa selt afla sinn í Eng- landi: Arinbjörn hersir fyrir 1180 1180 sterlingspund, Gulltoppur fyrir 985 og Njörður fyrir 1285 st.pd. Frá Husavik. (Eftir símtali í gærkveldi). Ein- muna veðurblíða, stillilogn. Róa menn þar á opnum bátum, og fisk- ast dável af smáýsu, sem mest er höfð i soðið. Selveiði er að byrja. Róa menn þar út í flóann og skjóta vöðuseli, sem mikið eru þar á sveimi um þetta leyti árs. Frv. um kosningar i ínálefnum sveita og kaupstaða. Þó að atvinnumálaráðh. teldi þar fátt um breytingar, er þó eitt mjög varhugavert nýmæli þar, sem getið verður um í blaðinu á morgun. Frá háskólanum. Embættispróf standa þar yfir. Munnlegt guðfræðipróf byrjaði í gær, og tekur það einn maður að þessu sinni, Sigurður Einarsson. Munnlegt lögfræðipröf hefur á morgun. Ganga fjórir undir það. — Einnig byrjar þá grískupróf. Síðan í dez. hefir Kristinn Ármannsson kent grískuna og .kennir væntanlega til vors. Hefir hann lært hana við Khafnarháskóla. Nú er læknisprój tekið í þremur hlutum. Ganga nú 9 undir 2. hluta þess, og Iýkur þvf prófi í dag. Kjösendur! Yður er vissast að athuga á morg- un, hvort þér eruð á kjörskrá. Skrif- stofa bæjargjaldkerans er opin 10 (11 12 f. m. og 1 til 5 e. m. Ef þér eruð 35 ára, eigið þér einnig að vera á landskjörskránni. Kosning- arrétturinn er dýrmætur.Gætið hans því vell Stjörn verkamannaf élagsins ,DagS« brúnar'. Fjármálaritari var kosinn á fram- haldsaðalfundi félagsins í gærkveldi Guðjón Benediktsson (Kristján H. Bjarnason fékk samkv. ósk sinni lausn frá starfinu). í stjórn „Dags- brúnar" eru nú: Magnús V. Jóhannes- son, Guðmundur R. Oddsson, Ársæll Sigurðsson, Filippus Ámundason og Guðjón Benediktsson. Eldur kom upp í kjallara undir „Gamla bí;ó" í gær kl. 5,40 min. Var hann talsvert magnaður um stund, en brátt tókst slökkviliðinu að slökkva hann. Uppi í húsinu skemdist ekkert, en þó var ekki hægt að sýna kvik- myndir þar í gærkveldi fyrir því, að talsverður reykur komst þangað inn. Skemdir urðu og tiltðlulega litlar í kjallaranum. Talið er, að kviknað hafi í benzini. Mál þetta er nú undir rannsókn. Samnínganefnd kaus verkamannafélagið „Dags- orún" i gærkveldi samkv. tilmælum atvinnurekenda. Kosningu hlutu: Magnús V. Jóhannesson, Ársæll Sig- urðsson og Ölafur Friðriksson. Viðvarpsnotendur ættu að athuga auglýsingu land- sjimastjórans ihér í blaðinu í dag. Linubátarnir og vélbátar, sem inn hafa komið nú síðast, hafa aflað mjög vel. Draupnir fór til Englands í gærmorgun. Fimtugur er í dag Sigurjón Jónsson, Lauga- vegi 50 B. Ðansskóli Reykjavikur. Danzæfing annað kvöld kl. 9 i Bárunni. Kirkjuhljömleikar Páls Isólfssonar verða endurteknir í kvöld í fríkirkjunni. Sjá auglýs- ingu! Guðbr. Jónsson: Halastjarnan. myndina, vantaði, og góð ráð voru því dýr. Séra Davíð tók upp á því neyð- arúrræði að yfirvega kringum- stæðurnar og fór að hugsa — í fyrsta sinni á æfinni. En það fór illa, sem vonlegt var, að byrja á þeim ósköpum á gamals aldri. Þess vegna var rok — blátt áfram fárviðri — aÖ bölsótast innan um hann. Hvað átti hann að gera? Hvað hefði Árni gert í hans sporum? Var atkvæði þeirra selt í þessu máli? Hann gat ekki vitað það, því Árni var með höfuðbók at- kvæðaverzlunarinnar í vasanum. Loks afréð hann að greiða ekki atkvæði. En hann gat engar á- stæður gefið, og forseti var þá vís til að draga af honum dag- kaupið, 10 — tíu — krónur, en því tímdi hann ekki. Og í einni stormhviðunni fanst honum eins og hrópað væri í eyru sín tvö orð: — síminn, — salernið, — ekkert annað. Það glaðnaði yfir karlinum. Þama var ráðið: Síminn, — sai- ernið. Síminn? Nei; hann dugði ekki. Einhvern varð hann að hringja upp, svo stúlkuna, sem gætti hans, grunaði ekkert. En hvern? Hann átti ekki erindi við neinn mann. Nei; þá var salernið betra. Pað var vatnssalerni, hreint og þokkalegt; þar var hann einn, friðhelgur og ábyrgðarlaus, — nú, enda gat hann átt erindi þang- að, ef út í það færi. Þegar þingmaður sá, sem fyrst- ur var í röðinni, greiddi atkvæði, reis séra Davíð upp og ætlaði að læðupokast út. Þá beygði ungi þingmaðurinn við hliðina á hon- um sig að honum og sagði upp- hátt: „Þér segið já; er ekki svo, séra Davíð?" Séra Davíð hafði stundum heyrt óminn af ósjálfstæðispískrinu um sig á pöllunum og oft heyrt „hala- stjörnu"-nafnið á sér í deildinni. Og nú alt í einu^ þegar ungi þing- maðurinn ætlaði að leiðbeina at- kvæði hans, — fanst honum tæki- færið til að reka af sér sliðru- orðið og hina himnesku nafnbót. Hann gleymdi alveg flóttafyrir- ætluninni, settist niður og sagði hátt og djarfmannlega: „Nei", þegar að honum kom. Ungi þing-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.