Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 4
4 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ
Aðalfundir starfsgreinadeilda Ein-
ingar-Iðju voru haldnir í mars sl. Sam-
hliða voru gerðar nokkrar breytingar á
deildaskiptingu og m.a. var deildunum
fækkað úr sex í fimm. Einnig tók nýtt
fólk við formennsku í þremur deildum.
Eftir þessar breytingar er deildaskipt-
ing Einingar-Iðju hliðstæð uppbygg-
ingu Starfsgreinasambandsins.
Þær fimm starfsgreinadeildir sem nú
starfa innan Einingar-Iðju eru: Iðnaðar-
deild, matvæladeild, þjónustudeild, opin-
ber deild og tækja- flutninga- og bygg-
ingadeild. Engin breyting varð á tveimur
síðasttöldu deildunum og þar eru
sömu formenn áfram en á öðrum
deildum urðu hins vegar nokkrar
breytingar.
Almenna deildin lögð niður
Almenna deildin heyrir nú
sögunni til. Þeir sem áður til-
heyrðu henni eru nú annars veg-
ar innan þjónustudeildar og hins
vegar matvæladeildar.
Iðnaðardeild
Iðnaðardeild tekur við af iðn-
verkadeild og hluti þeirra sem
tilheyrðu henni fluttist yfir í matvæla-
deild. Nýr formaður iðnaðardeildar er
Jakob Tryggvason.
Í Iðnaðardeildinni eru t.d. þeir sem
vinna í fata-,vefja- og skinnaiðnaði, úr-
vinnsluiðnaði, hreinlætisvöruiðnaði,
plast-, gúmmí-, umbúða-, lyfja-, gler-,
málningarvöru- og tækniiðnaði. Einnig í
ofna-, bobbinga- og hillusmíðum- og
skyldum málmsmíðum. Svo og þeir sem
vinna við endurvinnslu í húsgagnaiðn-
aði, þvottahúsum og efnalaugum hjá al-
mennum atvinnurekendum, á dekkja-
verkstæðum, smur-, ryðvarnar-, bón- og
þvottastöðvum og við línu- og netagerð.
Matvæladeild
Matvæladeild hét áður f iskvinnslu-
deild en nú hafa bæst við þeir sem starfa
í öðrum matvælaiðnaði og áður voru inn-
an iðnverkadeildar og almennu deildar-
innar. Nýr formaður matvæladeildar er
Anna Júlíusdóttir.
Í Matvæladeildinni eru t.d. þeir sem
vinna við landbúnað, mjólkuriðnað og
kjötvinnslu, í sláturhúsum, kex- og sæl-
gætisverksmiðjum og við drykkjarvöru-
iðnað. Einnig þeir sem vinna við verkun
og vinnslu á ferskum sjávarafla, þ.e. í
frystingu, söltun og skreiðarverkun,
rækju- og skelvinnslu, fiskeldi, hrogna-
vinnslu, síldarvinnslu, loðnubræðslum
og við línubeitningu.
Þjónustudeild
Þjónustudeild hét áður ferðaþjónustu-
deild. Við hefur bæst hluti þeirra sem
áður tilheyrðu almennu deildinni. Nýr
formaður þjónustudeildar er Erla M.
Hilmisdóttir.
Í Þjónustudeildinni eru t.d. þeir sem
vinna við ræstingar og eldhússtörf hjá al-
mennum atvinnurekendum, á veitinga-
húsum, hótelum og gistiheimilum, við
ferðaþjónustu bænda og annað sem fellur
undir ferðaþjónustu og við gæslu (örygg-
is- og næturvarðmenn).
Opinbera deildin
Engar breytingar urðu á skipulagi op-
inberu deildarinnar og er Sigríður K.
Bjarkadóttir áfram formaður hennar. Í
opinberu deildinni eru t.d. þeir sem vinna
hjá ríki, sveitarfélögum og einkastofnun-
um sem annast aldraða, fatlaða og börn.
Tækja-, flutninga- og byggingadeild
Þorsteinn J. Haraldsson er áfram for-
maður tækja-, flutninga- og bygginga-
deildar. Í henni eru t.d. þeir sem vinna í
byggingarvinnu, við vegagerð, hjá
steypustöðvum, á bifreiðum, vinnuvélum
og lyfturum, í slippvinnu, hafnarvinnu,
vöruskemmum og hjá flutningafyrirtækj-
um.
Breytingar gerðar á
deildaskiptingu
Lausar vikur
í orlofshúsum
Að venju var mikil ásókn í orlofshús
félagsins. Þegar umsóknarfrestur rann
út höfðu um 450 umsóknir borist en til
úthlutunar voru um 230 vikur.
Þeir sem ekki fengu úthlutað þeim
stað sem óskað var eftir á þeim tíma
sem sótt var um gafst kostur á að sækja
um aftur þær vikur sem enn voru lausar
og bárust þá 45 umsóknir. Enn er nokk-
uð um lausar vikur í hinum ýmsu hús-
um, sérstaklega þegar líða tekur á sum-
arið. Til að fá nánari upplýsingar um
lausar vikur getur fólk haft samband
við aðalskrifstofu félagsins í síma 460
3600.
Enn hægt að komast
í fjallaferðina
Enn eru örfá sæti laus í hina árlegu
fjallaferð Einingar-Iðju sem farin
verður dagana 14. til 17. ágúst nk. Há-
marksfjöldi í ferðina er 40 manns en
hins vegar eru engar fjöldatakmark-
anir í dagsferð fyrir aldraða félags-
menn sem farin verður 19. ágúst nk.
Að þessu sinni er stefnan í fjallaferð-
inni tekin á öræfin norðan Vatnajökuls.
Farið verður í Herðubreiðarlindir og
þaðan í Kverkfjöll og gist verður í Sig-
urðarskála. Daginn eftir verður ekið í
Dreka, skála Ferðafélags Akureyrar við
Drekagil í Dyngjufjöllum, þar sem
verður grillað og gist. Á þriðja degi
verður farin Gæsavatnaleið að Lauga-
felli og gist þar síðustu nóttina. Frá
Laugafelli liggur leiðin niður í Skaga-
fjörð og þaðan heim.
Verðið er 8.000 kr. á manninn. Inni-
falið í því er allur akstur og leiðsögn.
Grillað verður einu sinni og verður lagt
til grillkjöt og kartöflusalat það kvöld
en að öðru leyti verður fólk að nesta sig
sjálft og greiða gistingu í skálum.
Ferð fyrir aldraða Einingar-Iðjufé-
laga
Eins dags ferð fyrir aldraða Eining-
ar-Iðjufélaga verður farin 19. ágúst nk.
Farið verður upp í Herðubreiðarlindir.
Þessi ferð var á áætlun síðasta sumar
en þá þurfti að fresta henni vegna mik-
illa vatnavaxta á svæðinu. Ferðin verð-
ur auglýst nánar síðar en verð á mann-
inn er 2.000 kr.
Formenn deilda, talið frá vinstri: Þorsteinn J. Haraldsson,
Anna Júlíusdóttir, Erla M. Hilmisdóttir, Jakob Tryggvason
og Sigríður K. Bjarkadóttir.