Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 6

Eining-Iðja - 01.06.2001, Blaðsíða 6
Aðalfundur Einingar-Iðju var haldinn í Alþýðuhúsinu á Akureyri þann 15. maí sl. Þetta var jafnframt afmælisdagur fé- lagsins sem var stofnað á þessum degi fyrir tveimur árum. Í máli Björns Snæ- björnssonar, formanns, kom fram að síð- asta starfsár hafi verið viðburðaríkt á sviði verkalýðsmála. Starfsgreinasam- band Íslands var stofnað á haustdögum og Alþýðusamband Íslands hélt einnig mikið umbrotaþing þar sem gerðar voru grundvallarbreytingar á sambandinu. Samningamálin voru í fullum gangi og náðu hápunkti í apríl sl. þegar gengið var frá tímamótasamningi við launanefnd sveitarfélaga. Björn Snæbjörnsson kvaðst vera nokkuð sáttur við nýliðið starfsár og ánægjulegt að tekist hafi að snúa rekstri félagsins til betri vegar. Stjórn félagsins, þ.e. formaður, varafor- maður, ritari og gjaldkeri, var öll endur- kjörin á aðalfundinum og að auki eru formenn deilda og svæðisráða sjálfkjörn- ir í stjórn. Hér í opnunni er farið yfir það sem hæst bar á aðalfundinum. Fjárhagsleg afkoma félagsins á ár- inu 2000 var mun betri en árið áður. Ef litið er á reglulega starfsemi þá fór hún úr 6 milljóna króna tapi árið 1999 í rúmlega 1,2 milljóna króna hagnað árið 2000. M.ö.o. var viðsnúningur í rekstri upp á rúmar 7 milljónir króna. Vegna mikilla endurbóta á orlofshús- um félagsins, sem allar eru gjaldfærðar á árinu, samtals að upphæð 18,4 milljónir króna, varð 18,5 milljóna króna halli á or- lofssjóði og félagið í heild rekið með 14,7 milljóna króna tapi. Félagið er búið að endurbæta öll or- lofshús sín á aðeins þrem- ur árum, fyrir samtals um 40 milljónir króna, en nú er þeim framkvæmdum lokið í bili. Vaxandi umsvif eru í rekstri orlofshús- anna þótt enn vanti mikið upp á að hægt sé að fullnægja eftirspurn. Reynt hefur verið eftir föngum að auka fjölbreytnina hvað staðarval snertir, ýmist með því að taka hús á leigu eða fá afnot af húsum í skiptum fyrir afnot af húsum félagsins á Illugastöðum. Eins og félagsmenn sáu í blaðinu sem þeir fengu sent í mars sl. stóð valið í sumar um 16 staði en eins og áður voru margir sem ekki komust þangað sem þeir helst vildu þar sem ekki var hægt að verða við nærri því öllum umsóknum. Aðrir helstu sjóðir Sé litið til annarra helstu sjóða félags- ins þá var félagssjóður rekinn með ríflega 5 milljóna króna tapi og er það stefna stjórnarinnar að ná niður tapi sjóðsins á yfirstandandi rekstrarári. Breyting var gerð á innheimtu félagsgjalda um síðustu áramót og sér félagið nú sjálft um þann þátt. Mun þetta væntanlega spara nokkra fjármuni. Sjúkrasjóður var rekinn með hagnaði á síðasta ári en það er ljóst að reksturinn er þungur. Eins og fram kemur á öðrum stað var á aðalfundinum samþykkt tillaga um verulega hækkun á greiðslu dagpeninga úr sjóðnum en hún var orðin mjög að- kallandi. Greiðsla dagpeninga er sem fyrr langstærsti útgjaldaliður sjóðsins, eða 22,7 milljónir króna af 41,7 milljóna króna rekstrargjöldum. Vinnudeilusjóður var rekinn með tæp- lega 9 milljóna króna hagnaði en á aðal- fundi í fyrra var samþykkt að hækka fram- lag í sjóðinn með það að markmiði að tvöfalda hann á næstu árum. Rekstur ann- arra sjóða var með hefðbundnu sniði. 6 EINING-IÐJA FÉLAGSBLAÐ Viðburðaríkt ár á sviði verkalýðsmála Verulegur viðsnúningur í rekstri félagsins • Fleiri umsóknir um atvinnuleyfi Mikil fjölgun hefur orðið á umsókn- um um atvinnuleyfi fyrir útlendinga. Sætir það nokkurri furðu þar sem íbúar í nær allri Vestur-Evrópa geta komið og unnið hér án þess að hafa atvinnuleyfi. Vinnureglur stjórnar Einingar-Iðju eru að enginn fái atvinnuleyfi nema vera í skráðri sambúð eða giftur hér á landi. Að öðrum kosti þarf að liggja fyrir um- sögn frá Svæðisvinnumiðlun um að ekki hafi fengist Íslendingur í starfið. Ef umsóknir koma frá stöðunum utan Akureyrar gefur viðkomandi svæðisráð umsögn um þær áður en þær fara fyrir stjórn félagsins. • Fjárstuðningur Eins og áður var talsvert leitað til fé- lagsins um fjárstuðning við ýmis mál- efni. Þótt oftast sé um að ræða málefni sem æskilegt væri að geta styrkt hefur stjórnin haldið mjög að sér höndum í þessum efnum. Þó voru veittir nokkrir styrkir. Mæðrastyrksnefnd hefur lengi verið lagt lið fyrir jólin og varð engin breyting á því nú. Húsnæðisfélag SEM fékk styrk vegna breytinga á húsnæði sem félagið er að kaupa á Akureyri fyr- ir félagsmann Einingar-Iðju sem lenti í alvarlegu slysi á síðasta ári og einnig var Barnadeild FSA styrkt. Ýmsar styrktarlínur voru einnig samþykktar. • Helstu fundir Alls hafa verið haldnir 10 stjórnar- fundir á milli aðalfunda og félagsfundir voru 5 á starfsárinu. Auk þess má nefna aðalfundi í svæðisráðum og deildum, fundi með starfsfólki í hinum ýmsu starfsgreinum vegna samninga og fjölda formlegra og óformlegra vinnustaða- funda. Trúnaðarráð hélt 3 fundi. Frá aðalfundi Einingar-Iðju þann 15. maí. sl. Aðalfundur Einingar-Iðju 2001 Punktar

x

Eining-Iðja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining-Iðja
https://timarit.is/publication/2039

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.